Hagkaup hættir sölu á Sodastream í kjölfar mótmæla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. október 2024 15:05 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Hagkaup hefur hætt sölu á Sodastream í kjölfar mótmælaaðgerða en síðustu mánuði hafa aðgerðasinnar fest límmiða á vörurnar og hvatt neytendur til að sniðganga vörur frá Ísrael vegna átaka Ísraelska hersins í Palestínu. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en hann tekur fram að ákvörðun um að taka vöruna úr sölu eftir endurtekin skemmdarverk hafi verið tekin í samráði við Heimilistæki sem er umboðsaðili fyrir Sodastream hér á landi. Önnur sambærileg vara mun vera sett í sölu í staðinn. Heimildin greindi fyrst frá. Geti ekki boðið upp á vöruna til sölu „Það er verið að skemma söluvöru í verslunum og spurning hvernig best er að bregðast við því. Við getum ekki boðið upp á vöru í sölu sem er með svona merkingum á.“ Sagði Sigurður sem tók fram að annað slíkt hafi ekki komið fyrir áður hjá Hagkaup og segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hvort skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu Sodastream tæki má finna á mörgum heimilum.Vísir/Getty „Öll mál þar sem menn eru að skemma varning og valda tjóni inn í verslunum fara inn í farveg hjá okkur. Við erum með myndefni og vitum hverjir þetta eru og svo fer þetta í farveg.“ „Nú þurfum við að gefa í“ Færsla var birt á Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu - BDS Ísland undir nafnleynd í gær þar sem kemur fram að meðlimir hópsins hafi verið að senda pósta á Sigurð og Hagkaup í meira en ár til að biðja um að þessar vörur verði fjarlægðar úr sölu. „Sigurður er að íhuga að hætta að selja SodaStream vegna límmiða. Aðrar vörur hafa ekki verið merktar með fullnægjandi hætti. Nú þurfum við að gefa í, og merkja vörur frá Ísrael í Hagkaup. Við þurfum líka að segja Sigurði að hann sé á rangri leið, glæpavæðing aktivisma er hættuleg þróun sem við þurfum að stöðva,“ segir í færslunni. Spurður hvort að hann og aðrir hjá Hagkaup hafi orðið vör við mikil afskipti frá mótmælendum síðasta ár svarar Sigurður: „Nei alls ekki. Við svo sem höfum bara átt í ágætis samtali við þessa aðila hingað til þar sem þeir hafa oft á tíðum verið að forvitnast um stöðu ýmissa mála. Að öðru leyti hafa öll samskipti gengið nokkuð vel.“ Matvöruverslun Átök í Ísrael og Palestínu Verslun Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en hann tekur fram að ákvörðun um að taka vöruna úr sölu eftir endurtekin skemmdarverk hafi verið tekin í samráði við Heimilistæki sem er umboðsaðili fyrir Sodastream hér á landi. Önnur sambærileg vara mun vera sett í sölu í staðinn. Heimildin greindi fyrst frá. Geti ekki boðið upp á vöruna til sölu „Það er verið að skemma söluvöru í verslunum og spurning hvernig best er að bregðast við því. Við getum ekki boðið upp á vöru í sölu sem er með svona merkingum á.“ Sagði Sigurður sem tók fram að annað slíkt hafi ekki komið fyrir áður hjá Hagkaup og segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hvort skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu Sodastream tæki má finna á mörgum heimilum.Vísir/Getty „Öll mál þar sem menn eru að skemma varning og valda tjóni inn í verslunum fara inn í farveg hjá okkur. Við erum með myndefni og vitum hverjir þetta eru og svo fer þetta í farveg.“ „Nú þurfum við að gefa í“ Færsla var birt á Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu - BDS Ísland undir nafnleynd í gær þar sem kemur fram að meðlimir hópsins hafi verið að senda pósta á Sigurð og Hagkaup í meira en ár til að biðja um að þessar vörur verði fjarlægðar úr sölu. „Sigurður er að íhuga að hætta að selja SodaStream vegna límmiða. Aðrar vörur hafa ekki verið merktar með fullnægjandi hætti. Nú þurfum við að gefa í, og merkja vörur frá Ísrael í Hagkaup. Við þurfum líka að segja Sigurði að hann sé á rangri leið, glæpavæðing aktivisma er hættuleg þróun sem við þurfum að stöðva,“ segir í færslunni. Spurður hvort að hann og aðrir hjá Hagkaup hafi orðið vör við mikil afskipti frá mótmælendum síðasta ár svarar Sigurður: „Nei alls ekki. Við svo sem höfum bara átt í ágætis samtali við þessa aðila hingað til þar sem þeir hafa oft á tíðum verið að forvitnast um stöðu ýmissa mála. Að öðru leyti hafa öll samskipti gengið nokkuð vel.“
Matvöruverslun Átök í Ísrael og Palestínu Verslun Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira