Nektarmyndir gerðar óskýrar sjálfkrafa á Instagram Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2024 12:43 Breytingarnar eru gerðar til að verja viðtakendur við kynlífskúgun. Vísir/Getty Á Instagram verða nektarmyndir nú sjálfkrafa gerðar óskýrar í einkaskilaboðum. Unglingar undir 18 ára aldri munu ekki geta breytt stillingu á reikningu úr einkaham [e. private) nema með samþykki forráðamanna. Þetta eru meðal nýrra aðgerða sem Meta, eigandi Instagram, hefur tilkynnt um sem eiga að vernda ungmenna gegn kynlífskúgun (e. sextortion) og hótunum um dreifingu kynferðislegra mynda. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að aðgerðirnar séu sérstaklega mikilvægar í ljósi þess að Instagram er meðal vinsælustu samfélagsmiðla barna og ungmenna á Íslandi. Um 82 prósent barna í 4. til 7. bekk og 98 prósent barna í 8.til 10. bekk nota Instagram. Fleiri aðgerðir sem voru kynntar eru að auka á fræðslu og forvarnir í samstarfi við áhrifavalda á miðlinum sem og að auka aðgengi að ráðgjöf fyrir notendum sem verða fyrir kynlífskúgun og foreldra unglinga. Þá verða einnig gerðar breytingar á tengi- og deilimöguleikum á notendareikningum til þess að trufla notkunarmynstur skipulagðra glæpasamtaka á borð við yahoo boys. Fjallað var um kynlífskúgun á Vísi í vor. Þar kom fram að kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkti fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan var þá með nokkur slík mál til rannsóknar. Í tilkynningu lögreglu um málið er einnig að finna ábendingar til foreldra til að tryggja öryggi barna sinna á samfélagsmiðlum. Ráðin eru þessu: Virkja öryggisstillingar: Gakktu úr skugga um að reikningar barna séu rétt stilltir á einkaham og að nýjustu breytingar frá Meta séu virkar. Rétt skráning: Tryggðu að börn séu rétt skráð með rétta fæðingardagsetningu svo breytingarnar nái til þeirra. Samræður um netöryggi: Ræddu við börnin um ábyrgð á netinu og hættuna á kynlífskúgun. Ef börnin lenda í slíkum aðstæðum, vísaðu þeim á ráðleggingar frá 112. Skjátími: Nýjustu breytingar takmarka tilkynningar á Instagram á nóttunni. Hvetjið börnin til að takmarka skjátíma, sérstaklega á kvöldin. Samfélagsmiðlar Lögreglumál Meta Tækni Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að aðgerðirnar séu sérstaklega mikilvægar í ljósi þess að Instagram er meðal vinsælustu samfélagsmiðla barna og ungmenna á Íslandi. Um 82 prósent barna í 4. til 7. bekk og 98 prósent barna í 8.til 10. bekk nota Instagram. Fleiri aðgerðir sem voru kynntar eru að auka á fræðslu og forvarnir í samstarfi við áhrifavalda á miðlinum sem og að auka aðgengi að ráðgjöf fyrir notendum sem verða fyrir kynlífskúgun og foreldra unglinga. Þá verða einnig gerðar breytingar á tengi- og deilimöguleikum á notendareikningum til þess að trufla notkunarmynstur skipulagðra glæpasamtaka á borð við yahoo boys. Fjallað var um kynlífskúgun á Vísi í vor. Þar kom fram að kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkti fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan var þá með nokkur slík mál til rannsóknar. Í tilkynningu lögreglu um málið er einnig að finna ábendingar til foreldra til að tryggja öryggi barna sinna á samfélagsmiðlum. Ráðin eru þessu: Virkja öryggisstillingar: Gakktu úr skugga um að reikningar barna séu rétt stilltir á einkaham og að nýjustu breytingar frá Meta séu virkar. Rétt skráning: Tryggðu að börn séu rétt skráð með rétta fæðingardagsetningu svo breytingarnar nái til þeirra. Samræður um netöryggi: Ræddu við börnin um ábyrgð á netinu og hættuna á kynlífskúgun. Ef börnin lenda í slíkum aðstæðum, vísaðu þeim á ráðleggingar frá 112. Skjátími: Nýjustu breytingar takmarka tilkynningar á Instagram á nóttunni. Hvetjið börnin til að takmarka skjátíma, sérstaklega á kvöldin.
Samfélagsmiðlar Lögreglumál Meta Tækni Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira