Samkvæmt ESPN blaðamanninum Shams Charania verður Kawamura á svokölluðum „two way“ samningi en leikmenn á slíkum samningum mega gera ráð fyrir að verja megninu af tímabilinu í G-deildinni og í mesta lagi 45 dögum með aðalliðinu.
Kawamura, sem er fæddur árið 2001, hefur farið á kostum með Yokohama B-Corsairs í japönsku B-deildinni og skoraði tæpt 21 stig að meðaltali í leik í fyrra og gaf átta stoðsendingar. Hann vakti töluverða athygli á undirbúningstímabilinu með Grizzlies fyrir sendingagetu sína
"Every pass from Yuki Kawamura is a no-look pass!"
— Ballislife.com (@Ballislife) October 15, 2024
10 Points
7 Assists (game high)
3 Threes
2 Turnovers
25 Minutes off the benchpic.twitter.com/EKB6FEUOXs
Kawamura er sem áður sagði 173 cm, eða 5'8 fet, og er aðeins níundi leikmaður í sögu deildarinnar sem er 173 cm eða lágvaxnari. Til samanburðar er Victor Wembanyama 221 cm.