Lögregla sinnti, eins og í gær, eftirliti með umferð og stöðvaði og kærði nokkurn fjölda ökumanna fyrir að aka undir áhrifum, án ökuréttinda eða gegn rauðu ljósi. Þá hafði lögreglan aftur, eins ogí gær, afskipti af ungmennum sem voru undir áhrifum áfengis. Foreldrar þeirra sóttu þau á lögreglustöðina.
Í dagbók lögreglu er einnig greint frá nokkrum ofurölvi einstaklingum sem lögreglan þurfti að aðstoða. Einhverjir þeirra voru til vandræða og voru vistaðir í fangaklefa.
Þá var brotist inn í geymslu í hverfi 105 og þrír handteknir í hverfi 104 vegna hótana og brota á vopnalögum. Einnig var eitthvað um umferðaróhöpp. Í Kópavogi sem dæmi rann bíll á annan bíl eftir að ökumaður hafði ekki gengið nægilega vel frá.
Í Árbæ hafði lögregla svo afskipti af ungmennum sem léku sér að því að kasta flugeldum í hús íbúa.