Sverrir hefur setið í bæjarstjórn fyrir Samfylkinguna í Reykjanesbæ í tvö ár og segir það því alltaf hafa legið fyrir að enginn annar flokkur kæmi til greina í landspólitíkinni.
„Ég hef verið í Samfylkingunni í mörg ár. Mín helstu stefnamál eru menningar- og menntamál. Ég er nú þegar tengiliður stjórnar Samfylkingar um þau mál,“ segir Sverrir sem hefur víðtæka reynslu úr skemmtanabransanum sem tónlistarmaður.
Samfylkingin stillir upp á lista í öllum kjördæmum og hefur gefið út að allir listar eigi að vera tilbúnir í seinasta lagi 26. Október. Sverrir segir niðurstöðuna þó alveg geta legið fyrir fyrr.
„Ég er mjög spenntur. Þetta verður mikil læti. Þetta er svo stuttur tími.“
Hann segist hafa verið afar ánægður að heyra að Víðir ætli að leiða listann í kjördæminu.