Mbl.is greinir frá.
Teitur tilkynnti framboð sitt nánast á sama tíma og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir greindi frá því að hún sæktist eftir öðru sæti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Sæti sem hún mun þurfa að berjast við Jón Gunnarsson um sem ætlar ekki að láta eftir án kosninga sem standa yfir í Valhöll.
Ólafur Adolfsson lyfsali á Akranesi og fyrrverandi oddviti flokksins þar í bæ lýsti því yfir í vikunni að hann gæfi einnig kost á sér í oddvitasætið og því stefndi í harða baráttu þeirra á milli. Nú liggur fyrir að Ólafur Adolfsson sé sjálfkjörinn í fyrsta sæti listans.