Kennarar eru alls konar Anton Már Gylfason skrifar 21. október 2024 07:32 Kennarar eru alls konar, sem betur fer. Kennarar eiga fjölskyldur, börn og barnabörn. Kennarar kaupa húsnæði og taka lán. Kennarar eiga góða daga og stundum slæma. Sumir kennarar eru alla jafna heilsuhraustir, aðrir síður. Kennarar eru fólk og eiga hvorki betra né verra skilið en annað fólk. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um hvernig starfslið skóla skuli saman sett. Í grunn- og framhaldsskólum eiga að starfa menntaðir kennarar og er nánar tiltekið hver sú menntun skuli vera. Í leikskólum eiga að minnsta kosti tveir þriðju hlutar starfsfólks að vera menntaðir kennarar. Þróunin undanfarið hefur þó verið á þann veg á öllum skólastigum og -gerðum að hlutfall kennara – þeirra sem hafa tilskilin leyfi til að sinna kennslu – hefur farið minnkandi ár frá ári. Það er engin tilviljun að samfélagið hafi ákveðið að gera kröfur um að minnsta kosti fimm ára háskólanám og leyfisbréf áður en einstaklingur fær að starfa undir lögvernduðu starfsheiti kennarans. Þetta er fólkið sem samfélagið treystir fyrir því mikilvæga hlutverki að mennta þjóðfélagsþegna framtíðarinnar. Það að sérmenntað fólk sinni þessum störfum er einfaldlega skilvirkasta leiðin til að tryggja að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem samfélagið vill að þeir njóti. Sú staðreynd að á hverju hausti standi stjórnendur skólanna frammi fyrir mönnunarvanda sem virðist ógerningur að leysa er skýr vísbending um að brotalöm sé í kerfinu. Af einhverjum ástæðum eru nauðsynleg störf við skólana fleiri en þeir sérfræðingar sem um þau sækja. Hverjar eru ástæðurnar? Af hverju gengur alltaf verr og verr að manna skólana? Svarið við þessum spurningum er margslungið. Rauði þráðurinn blasir þó við hvar sem borið er niður: Samfélagið hefur ekki fjárfest nægjanlega í kennurum. Að fjárfesta í kennurum þýðir til dæmis að séð sé til þess að hópastærðir séu þannig að kennarar geti sinnt öllum einstaklingum í hópnum á þann hátt að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem við teljum að þeir eigi að njóta og hafi þau tækifæri til menntunar sem samfélagið leggur upp með. Að fjárfesta í kennurum er líka að tryggja að starfumhverfi kennara (og um leið nemenda) sé eins og best verður á kosið; að framboð á námsefni sé fjölbreytt og henti þeim hópi sem það er ætlað, að skólahúsnæði henti þeirri starfsemi sem þar fer fram og þeim námsaðferðum sem notast er við. Síðast en ekki síst þurfa launakjör kennara að endurspegla þá ábyrgð sem þeir bera og vera jöfn launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Kennarar eru alls konar, við erum stundum hraust, stundum veik, stundum glöð og stundum leið. Kennarar, eins og aðrir, vilja njóta sannmælis og sanngirni þegar kemur að launum og öðrum kjörum. Kennarar vilja líka að um störf þeirra sé fjallað á sanngjarnan hátt. Stjórnmálafólk, fjölmiðlar og við öll getum, með því að velja okkur skynsamlegt sjónarhorn, stuðlað að farsælu skólastarfi – vilji er allt sem þarf. Það er löngu komin tími til að samfélagið sameinist um að fjárfesta í kennurum. Nú, þegar pólitíkusar undirbúa af kappi framboðsræður sínar, er tækifæri til að setja málið á oddinn og gera eitthvað í því. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt því fólk vill að börnum þess líði vel í skólanum og haldi vel undirbúin út í lífið að skólagöngu lokinni, með menntun í farteskinu sem er á pari við það sem best gerist í þeim samfélögum sem við viljum bera okkur saman við. Fólk vill að í skólum landsins ríki stöðugleiki. Eina skynsamlega leiðin til þess að nálgast hann er að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Kennarar eru alls konar, sem betur fer. Kennarar eiga fjölskyldur, börn og barnabörn. Kennarar kaupa húsnæði og taka lán. Kennarar eiga góða daga og stundum slæma. Sumir kennarar eru alla jafna heilsuhraustir, aðrir síður. Kennarar eru fólk og eiga hvorki betra né verra skilið en annað fólk. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um hvernig starfslið skóla skuli saman sett. Í grunn- og framhaldsskólum eiga að starfa menntaðir kennarar og er nánar tiltekið hver sú menntun skuli vera. Í leikskólum eiga að minnsta kosti tveir þriðju hlutar starfsfólks að vera menntaðir kennarar. Þróunin undanfarið hefur þó verið á þann veg á öllum skólastigum og -gerðum að hlutfall kennara – þeirra sem hafa tilskilin leyfi til að sinna kennslu – hefur farið minnkandi ár frá ári. Það er engin tilviljun að samfélagið hafi ákveðið að gera kröfur um að minnsta kosti fimm ára háskólanám og leyfisbréf áður en einstaklingur fær að starfa undir lögvernduðu starfsheiti kennarans. Þetta er fólkið sem samfélagið treystir fyrir því mikilvæga hlutverki að mennta þjóðfélagsþegna framtíðarinnar. Það að sérmenntað fólk sinni þessum störfum er einfaldlega skilvirkasta leiðin til að tryggja að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem samfélagið vill að þeir njóti. Sú staðreynd að á hverju hausti standi stjórnendur skólanna frammi fyrir mönnunarvanda sem virðist ógerningur að leysa er skýr vísbending um að brotalöm sé í kerfinu. Af einhverjum ástæðum eru nauðsynleg störf við skólana fleiri en þeir sérfræðingar sem um þau sækja. Hverjar eru ástæðurnar? Af hverju gengur alltaf verr og verr að manna skólana? Svarið við þessum spurningum er margslungið. Rauði þráðurinn blasir þó við hvar sem borið er niður: Samfélagið hefur ekki fjárfest nægjanlega í kennurum. Að fjárfesta í kennurum þýðir til dæmis að séð sé til þess að hópastærðir séu þannig að kennarar geti sinnt öllum einstaklingum í hópnum á þann hátt að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem við teljum að þeir eigi að njóta og hafi þau tækifæri til menntunar sem samfélagið leggur upp með. Að fjárfesta í kennurum er líka að tryggja að starfumhverfi kennara (og um leið nemenda) sé eins og best verður á kosið; að framboð á námsefni sé fjölbreytt og henti þeim hópi sem það er ætlað, að skólahúsnæði henti þeirri starfsemi sem þar fer fram og þeim námsaðferðum sem notast er við. Síðast en ekki síst þurfa launakjör kennara að endurspegla þá ábyrgð sem þeir bera og vera jöfn launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Kennarar eru alls konar, við erum stundum hraust, stundum veik, stundum glöð og stundum leið. Kennarar, eins og aðrir, vilja njóta sannmælis og sanngirni þegar kemur að launum og öðrum kjörum. Kennarar vilja líka að um störf þeirra sé fjallað á sanngjarnan hátt. Stjórnmálafólk, fjölmiðlar og við öll getum, með því að velja okkur skynsamlegt sjónarhorn, stuðlað að farsælu skólastarfi – vilji er allt sem þarf. Það er löngu komin tími til að samfélagið sameinist um að fjárfesta í kennurum. Nú, þegar pólitíkusar undirbúa af kappi framboðsræður sínar, er tækifæri til að setja málið á oddinn og gera eitthvað í því. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt því fólk vill að börnum þess líði vel í skólanum og haldi vel undirbúin út í lífið að skólagöngu lokinni, með menntun í farteskinu sem er á pari við það sem best gerist í þeim samfélögum sem við viljum bera okkur saman við. Fólk vill að í skólum landsins ríki stöðugleiki. Eina skynsamlega leiðin til þess að nálgast hann er að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar