Sýnir ólíkum skoðunum á komu Arons skilning: „Treysti Aroni hundrað prósent“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 11:04 Aron Pálmarsson er vanur að vera númer 4 en verður í treyju númer 44 hjá hinu sigursæla liði Veszprém. Veszprém Handball Spánverjinn Xavier Pascual, þjálfari handknattleiksliðs Veszprém, er í skýjunum með að hafa nú fengið Aron Pálmarsson aftur sem sinn lærisvein. Hann kveðst þó skilja að skoðanir stuðningsfólks Veszprém á endurkomu Arons geti verið mismunandi, eftir viðskilnaðinn 2017. Aron lék undir stjórn Pascual hjá Barcelona eftir að hafa farið þangað frá Veszprém árið 2017. Forráðamenn ungverska félagsins voru æfir út í Aron á þeim tíma og hótuðu málsókn, en nú er Aron mættur aftur til félagsins og gildir samningur hans við Veszprém fram til sumarsins 2026. „Ég vona að allir geti glaðst yfir þessu. Ég skil að skoðanir séu mismunandi en liðið þarf að vera í forgangi og ég er viss um að allir verði á endanum ánægðir með endurkomu hans til Veszprém,“ segir Pascual í myndbandi á vef Veszprém. Aron hafði verið leikmaður FH í rúmt ár en forráðamenn Veszprém leituðu til Hafnfirðinga þegar í ljós kom að Egyptinn Yehia El-Deraa gæti ekki spilað meira á tímabilinu vegna hnémeiðsla. „Ég er gríðarlega ánægður með komu Arons Pálmarssonar og þá staðreynd hve fljótt og greiðlega gekk að semja við bæði félagið hans og hann sjálfan. Við þökkum FH-ingum fyrir þeirra aðstoð,“ sagi Dr. Csaba Bartha, framkvæmdastjóri Veszprém. Aron öllum hnútum kunnugur Pascual segist hafa þurft að stækka sinn leikmannahóp og að það hafi verið snúið að finna leikmann í þeim gæðaflokki sem til þurfti, á þessum tíma. „Mér varð því hugsað til leikmanns sem að gæti hjálpað okkur, þekkir mitt upplegg og er leikmaður sem ég treysti fullkomlega. Þar að auki spilaði hann hér fyrir nokkrum árum. Og ég veit að tíma hans hérna síðast lauk ekki með besta hætti en í þessu tilviki tel ég að Aron gæti orðið stórkostlegur leikmaður fyrir okkur og hjálpað liðinu mikið,“ sagði Pascual, greinilega meðvitaður um hvernig viðskilnaður Arons var við Veszprém á sínum tíma. „Það getur verið erfitt að skilja svona aðstæður en við verðum að hugsa um velferð liðsins. Þess vegna er mikilvægt að fá mann sem skilur markmið liðsins, þekkir leikuppleggið og suma af leikmönnum liðsins eftir að hafa spilað með þeim. Ég tel þetta bestu lausnina og treysti Aroni hundrað prósent. Aron verður með sömu markmið og áður, og ég veit að hann er með í huga að vinna Meistaradeildina fyrir félagið. Það er eitt af markmiðunum sem við þurfum að stefna að. Ég er svo ánægður með að hann komi hingað, og ég vona að allir geti hjálpað honum og liðinu, líkt og í leiknum í gær,“ sagði Pascual og vísaði til framgöngu stuðningsmanna í 37-22 sigri á Eto-Szese í ungversku deildinni í gær. Sjálfur segist Aron, í myndbandskveðju sem félagið birtir, eiga óklárað verk fyrir höndum hjá Veszprém: „Núna hefur félagið gefið mér tækifæri til þess. Ég hef gríðarlegan metnað og geri allt til að ná þeim markmiðum sem fyrir okkur liggja. Ég geri mitt besta. Áfram Veszprém!“ Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
Aron lék undir stjórn Pascual hjá Barcelona eftir að hafa farið þangað frá Veszprém árið 2017. Forráðamenn ungverska félagsins voru æfir út í Aron á þeim tíma og hótuðu málsókn, en nú er Aron mættur aftur til félagsins og gildir samningur hans við Veszprém fram til sumarsins 2026. „Ég vona að allir geti glaðst yfir þessu. Ég skil að skoðanir séu mismunandi en liðið þarf að vera í forgangi og ég er viss um að allir verði á endanum ánægðir með endurkomu hans til Veszprém,“ segir Pascual í myndbandi á vef Veszprém. Aron hafði verið leikmaður FH í rúmt ár en forráðamenn Veszprém leituðu til Hafnfirðinga þegar í ljós kom að Egyptinn Yehia El-Deraa gæti ekki spilað meira á tímabilinu vegna hnémeiðsla. „Ég er gríðarlega ánægður með komu Arons Pálmarssonar og þá staðreynd hve fljótt og greiðlega gekk að semja við bæði félagið hans og hann sjálfan. Við þökkum FH-ingum fyrir þeirra aðstoð,“ sagi Dr. Csaba Bartha, framkvæmdastjóri Veszprém. Aron öllum hnútum kunnugur Pascual segist hafa þurft að stækka sinn leikmannahóp og að það hafi verið snúið að finna leikmann í þeim gæðaflokki sem til þurfti, á þessum tíma. „Mér varð því hugsað til leikmanns sem að gæti hjálpað okkur, þekkir mitt upplegg og er leikmaður sem ég treysti fullkomlega. Þar að auki spilaði hann hér fyrir nokkrum árum. Og ég veit að tíma hans hérna síðast lauk ekki með besta hætti en í þessu tilviki tel ég að Aron gæti orðið stórkostlegur leikmaður fyrir okkur og hjálpað liðinu mikið,“ sagði Pascual, greinilega meðvitaður um hvernig viðskilnaður Arons var við Veszprém á sínum tíma. „Það getur verið erfitt að skilja svona aðstæður en við verðum að hugsa um velferð liðsins. Þess vegna er mikilvægt að fá mann sem skilur markmið liðsins, þekkir leikuppleggið og suma af leikmönnum liðsins eftir að hafa spilað með þeim. Ég tel þetta bestu lausnina og treysti Aroni hundrað prósent. Aron verður með sömu markmið og áður, og ég veit að hann er með í huga að vinna Meistaradeildina fyrir félagið. Það er eitt af markmiðunum sem við þurfum að stefna að. Ég er svo ánægður með að hann komi hingað, og ég vona að allir geti hjálpað honum og liðinu, líkt og í leiknum í gær,“ sagði Pascual og vísaði til framgöngu stuðningsmanna í 37-22 sigri á Eto-Szese í ungversku deildinni í gær. Sjálfur segist Aron, í myndbandskveðju sem félagið birtir, eiga óklárað verk fyrir höndum hjá Veszprém: „Núna hefur félagið gefið mér tækifæri til þess. Ég hef gríðarlegan metnað og geri allt til að ná þeim markmiðum sem fyrir okkur liggja. Ég geri mitt besta. Áfram Veszprém!“
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira