Íslenski hópurinn sem tekur fyrstu skrefin að EM 2026 Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 13:44 Ísland hefur verið fastagestur á EM frá aldamótum og ekki útlit fyrir að það breytist í bili. vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið landsliðshópinn sem í næsta mánuði byrjar nýja undankeppni fyrir EM 2026. Hópurinn er örlítið breyttur frá þeim hópi sem Snorri valdi fyrir HM í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Orri Freyr Þorkelsson er í vinstra horninu í stað Stivens Valencia. Hægri skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson eru einnig með en ekki þeir Arnar Freyr Arnarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Orri og Þorsteinn voru í hópnum sem mætti Grikkjum í vináttuleikjum í mars. Einhver óvissa er um þátttöku Janusar Daða Smárasonar en kona hans á von á barni en annars eru allir helstu lykilmenn landsliðsins með að þessu sinni. Snorri kvaðst á blaðamannafundi í dag vilja prófa eitthvað nýtt í línumannsstöðunni, og því kallað í Svein sem í sumar gekk í raðir Kolstad í Noregi. Búið að velja leikstað fyrir Ísland á EM Ísland hefur átt fast sæti á EM frá aldamótum og endaði í tíunda sæti á mótinu í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Liðið byrjar undankeppni næsta EM á því að mæta Bosníu á heimavelli 6. nóvember, og Georgíu í Tbilisi sunnudaginn 10. nóvember. Ísland hefur jafnframt tryggt sér sæti á HM sem fram fer í janúar næstkomandi, og ættu leikirnir í nóvember því einnig að nýtast sem undirbúningur áður en íslenska liðið heldur til Króatíu á það mót. Handknattleikssamband Evrópu hefur þegar tilkynnt það að komist Ísland á EM 2026, sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, þá muni Ísland spila í riðli í Kristianstad í Svíþjóð, rétt eins og á HM 2023. Íslenski hópurinn sem mætir Bosníu og Georgíu: Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson. Vinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson og Orri Freyr Þorkelsson. Hægri hornamenn: Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Þorsteinn Leó Gunnarsson. Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson. Miðjumenn: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Janus Daði Smárason. Línu- og varnarmenn: Einar Þ. Ólafsson, Elliði Viðarsson, Sveinn Jóhannsson, Ýmir Örn Gíslason. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36) Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Hópurinn er örlítið breyttur frá þeim hópi sem Snorri valdi fyrir HM í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Orri Freyr Þorkelsson er í vinstra horninu í stað Stivens Valencia. Hægri skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson eru einnig með en ekki þeir Arnar Freyr Arnarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Orri og Þorsteinn voru í hópnum sem mætti Grikkjum í vináttuleikjum í mars. Einhver óvissa er um þátttöku Janusar Daða Smárasonar en kona hans á von á barni en annars eru allir helstu lykilmenn landsliðsins með að þessu sinni. Snorri kvaðst á blaðamannafundi í dag vilja prófa eitthvað nýtt í línumannsstöðunni, og því kallað í Svein sem í sumar gekk í raðir Kolstad í Noregi. Búið að velja leikstað fyrir Ísland á EM Ísland hefur átt fast sæti á EM frá aldamótum og endaði í tíunda sæti á mótinu í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Liðið byrjar undankeppni næsta EM á því að mæta Bosníu á heimavelli 6. nóvember, og Georgíu í Tbilisi sunnudaginn 10. nóvember. Ísland hefur jafnframt tryggt sér sæti á HM sem fram fer í janúar næstkomandi, og ættu leikirnir í nóvember því einnig að nýtast sem undirbúningur áður en íslenska liðið heldur til Króatíu á það mót. Handknattleikssamband Evrópu hefur þegar tilkynnt það að komist Ísland á EM 2026, sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, þá muni Ísland spila í riðli í Kristianstad í Svíþjóð, rétt eins og á HM 2023. Íslenski hópurinn sem mætir Bosníu og Georgíu: Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson. Vinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson og Orri Freyr Þorkelsson. Hægri hornamenn: Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Þorsteinn Leó Gunnarsson. Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson. Miðjumenn: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Janus Daði Smárason. Línu- og varnarmenn: Einar Þ. Ólafsson, Elliði Viðarsson, Sveinn Jóhannsson, Ýmir Örn Gíslason. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36)
Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36)
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira