Heilsuráð Önnu Eiríks fyrir haustið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. október 2024 09:34 Anna Eiriksdóttir hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríksdóttir undirstrikar mikilvægi þess að fólk forgangsraði hreyfingu í daglegu lífi, jafnvel þótt það sé aðeins fimmtán mínútur á dag. Hér að neðan má finna fimm einföld ráð til að koma hreyfingu inn í rútínuna. „Ég hef aðstoðað fólk sem er að ganga í gegnum kulnun í vinnu, nýbakaðar mæður, konur sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið, hraust fólk sem vill bæta lífsgæði sín með reglulegri hreyfingu og lengi mætti telja. Það sem allir eiga sameiginlegt er að hreyfing hefur hjálpað verulega til að styrkja og efla andlega heilsu ásamt líkamlegu hreysti,“ segir Anna sem hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Samhliða þjálfuninni starfar Anna sem deildarstjóri hjá Hreyfingu ásamt því að halda úti heilsuvefnum annaeiriks.is. Tímaskortur engin afsökun Fimmtán mínútur Setjið ykkur markmið að hreyfa ykkur að lágmarki 15 mínútur á dag til að byrja með. Setjið það upp sem plan fyrir eina viku í einu. Prófið ykkur áfram Prófið ykkur áfram til að finna hvað hentar ykkur best. Það getur verið allt frá göngutúrum, sundi, hjólreiðum, fjallgöngum, útihlaupum, jóga, tennis, badminton, styrktarþjálfun, eða teygjum. Náttúran gefur Tengingin við náttúruna er ótrúlega nærandi og gefandi. Reynið að taka að lágmarki einn góðan göngutúr á viku úti í náttúrunni og andið að ykkur ferska loftinu, það er töfrum líkast. Námskeið eða æfingafélagi Að skrá sig á námskeið, í hlaupahóp, til einkaþjálfara eða í fjarþjálfun getur verið mjög hjálplegt til að koma sér af stað. Enn betra er að hafa einhvern með sér, því þá er maður skuldbundinn því að mæta á ákveðnum tíma og vill ekki bregðast æfingafélaganum. Hreint mataræði Næringin skiptir alltaf miklu máli. Reyndu að borða eins hreina fæðu og mögulegt er og forðastu unnar vörur og viðbættan sykri. Munið að enginn er fullkominn í mataræðinu og ætti ekki að vera með einhver boð og bönn. Þetta snýst um frekar um að stilla „óholla“ fæðu í hóf og njóta þess. Hér finnið þið allskonar góðar hugmyndir að fljótlegum og hollum réttum frá mér. View this post on Instagram A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks) Heilsa Streita og kulnun Mest lesið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Bíó og sjónvarp Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Vorboðar láta sjá sig Lífið „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Fleiri fréttir Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Sjá meira
„Ég hef aðstoðað fólk sem er að ganga í gegnum kulnun í vinnu, nýbakaðar mæður, konur sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið, hraust fólk sem vill bæta lífsgæði sín með reglulegri hreyfingu og lengi mætti telja. Það sem allir eiga sameiginlegt er að hreyfing hefur hjálpað verulega til að styrkja og efla andlega heilsu ásamt líkamlegu hreysti,“ segir Anna sem hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Samhliða þjálfuninni starfar Anna sem deildarstjóri hjá Hreyfingu ásamt því að halda úti heilsuvefnum annaeiriks.is. Tímaskortur engin afsökun Fimmtán mínútur Setjið ykkur markmið að hreyfa ykkur að lágmarki 15 mínútur á dag til að byrja með. Setjið það upp sem plan fyrir eina viku í einu. Prófið ykkur áfram Prófið ykkur áfram til að finna hvað hentar ykkur best. Það getur verið allt frá göngutúrum, sundi, hjólreiðum, fjallgöngum, útihlaupum, jóga, tennis, badminton, styrktarþjálfun, eða teygjum. Náttúran gefur Tengingin við náttúruna er ótrúlega nærandi og gefandi. Reynið að taka að lágmarki einn góðan göngutúr á viku úti í náttúrunni og andið að ykkur ferska loftinu, það er töfrum líkast. Námskeið eða æfingafélagi Að skrá sig á námskeið, í hlaupahóp, til einkaþjálfara eða í fjarþjálfun getur verið mjög hjálplegt til að koma sér af stað. Enn betra er að hafa einhvern með sér, því þá er maður skuldbundinn því að mæta á ákveðnum tíma og vill ekki bregðast æfingafélaganum. Hreint mataræði Næringin skiptir alltaf miklu máli. Reyndu að borða eins hreina fæðu og mögulegt er og forðastu unnar vörur og viðbættan sykri. Munið að enginn er fullkominn í mataræðinu og ætti ekki að vera með einhver boð og bönn. Þetta snýst um frekar um að stilla „óholla“ fæðu í hóf og njóta þess. Hér finnið þið allskonar góðar hugmyndir að fljótlegum og hollum réttum frá mér. View this post on Instagram A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks)
Heilsa Streita og kulnun Mest lesið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Bíó og sjónvarp Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Vorboðar láta sjá sig Lífið „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Fleiri fréttir Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Sjá meira