„Ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 22:08 Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Einar Meðferðarrýmum á Stuðlum fækkar úr sex í fjögur þegar starfsemi hefst að nýju á næstu dögum. Allir verkferlar verða yfirfarnir í kjölfar eldsvoða sem þar varð um helgina. Staðan er bæði þung og erfið segir framkvæmdastjóri. Fjöldi iðnaðarmanna var að störfum á Stuðlum í dag við viðgerðir og breytingar á húsnæði eftir alvarlegan bruna um helgina. Vonast er til þess að hægt verði að hefja starfsemi að nýju á allra næstu dögum. „Nú erum við í rauninni bara að reyna að gera húsið klárt þannig að við getum tekið við börnum. Það er verið að útbúa ný rými fyrir neyðarvistun og gera það klárt,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Meðal annars er verið að koma upp nýjum veggjum og setja upp öryggisbúnað. Ekki verður pláss fyrir eins marga í meðferð. „En við erum alla veganna að koma upp einhverju núna, það er svona það fyrsta sem við þurfum að gera. Meðferðardeildin hún minnkar í rauninni niður í fjögur pláss sem voru áður sex pláss til þess að við höfum meira rými í neyðarvistun. Þannig að við erum að reyna að aðlaga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Funi. Starfsfólk reyni að gera það besta úr þungri stöðu Sautján ára piltur lést í brunanum á laugardaginn sem enn er til rannsóknar. Funi segir ljóst að allir öryggis- og verkferlar verði yfirfarnir í kjölfar eldsvoðans. „Það er bara rannsókn í gangi og við fáum mögulega einhverjar ábendingar út frá því. En alltaf þegar einhverjir vondir hlutir gerast þá þarf að skoða allt,“ segir Funi. Börnum sem voru á Stuðlum um helgina var ýmist komið í annað úrræði að Vogi eða þeim ekið heim til foreldra í kjölfar brunans. Tvö þeirra struku að heiman í framhaldinu. Funi segir að taka hafi þurft hraðar ákvarðanir undir erfiðum kringumstæðum, en með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Mikið hafi mætt á bæði skjólstæðingum og starfsfólki að undanförnu. „Við vitum að við erum að gera okkar besta. Við vitum og ég veit að við erum með afskaplega fært og flott fólk sem er með hjartað á réttum stað. Þannig ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta, en þetta er bara þungt núna,“ segir Funi. Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Fjöldi iðnaðarmanna var að störfum á Stuðlum í dag við viðgerðir og breytingar á húsnæði eftir alvarlegan bruna um helgina. Vonast er til þess að hægt verði að hefja starfsemi að nýju á allra næstu dögum. „Nú erum við í rauninni bara að reyna að gera húsið klárt þannig að við getum tekið við börnum. Það er verið að útbúa ný rými fyrir neyðarvistun og gera það klárt,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Meðal annars er verið að koma upp nýjum veggjum og setja upp öryggisbúnað. Ekki verður pláss fyrir eins marga í meðferð. „En við erum alla veganna að koma upp einhverju núna, það er svona það fyrsta sem við þurfum að gera. Meðferðardeildin hún minnkar í rauninni niður í fjögur pláss sem voru áður sex pláss til þess að við höfum meira rými í neyðarvistun. Þannig að við erum að reyna að aðlaga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Funi. Starfsfólk reyni að gera það besta úr þungri stöðu Sautján ára piltur lést í brunanum á laugardaginn sem enn er til rannsóknar. Funi segir ljóst að allir öryggis- og verkferlar verði yfirfarnir í kjölfar eldsvoðans. „Það er bara rannsókn í gangi og við fáum mögulega einhverjar ábendingar út frá því. En alltaf þegar einhverjir vondir hlutir gerast þá þarf að skoða allt,“ segir Funi. Börnum sem voru á Stuðlum um helgina var ýmist komið í annað úrræði að Vogi eða þeim ekið heim til foreldra í kjölfar brunans. Tvö þeirra struku að heiman í framhaldinu. Funi segir að taka hafi þurft hraðar ákvarðanir undir erfiðum kringumstæðum, en með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Mikið hafi mætt á bæði skjólstæðingum og starfsfólki að undanförnu. „Við vitum að við erum að gera okkar besta. Við vitum og ég veit að við erum með afskaplega fært og flott fólk sem er með hjartað á réttum stað. Þannig ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta, en þetta er bara þungt núna,“ segir Funi.
Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira