Yfirlýsing Stjörnunnar: „Gerum ekki greinarmun á getustigi“ Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 13:09 Lið KA með bikarinn eftir sigurinn gegn Stjörnunni sem nú hefur verið dæmdur ógildur. @KA yngri flokkar Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað eftir að félagið kærði úrslitin gegn KA, í úrslitaleik Íslandsmóts C-liða í 4. flokki stráka. Í yfirlýsingunni leggja Stjörnumenn áherslu á að ekki sé gerður greinarmunur á getustigi, þegar komi að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi, og allra síst vegna úrslitaleiks Íslandsmóts. Leikurinn fór fram á Akureyri 14. september og eftir að KA komst í 3-0 náði Stjarnan að jafna í seinni hálfleik. Því var gripið til framlengingar en dómari leiksins gerði þau mistök að hafa framlenginguna 2x5 mínútur, í stað 2x10 mínútur, og vítaspyrnukeppnina þannig að hvort lið fengi aðeins þrjár spyrnur en ekki fimm. KA vann leikinn í vítaspyrnukeppni og strákarnir í liðinu, 12 og 13 ára gamlir, fögnuðu vel. Stjarnan kærði hins vegar niðurstöðuna til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem féllst á kröfu Stjörnunnar og því mætast liðin að nýju á morgun, á Akureyri, í 2x10 mínútna framlengingu. Verði jafnt að henni lokinni tekur við vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið fær fimm spyrnur eins og reglurnar segja til um. KA er gert að greiða ferðakostnað Stjörnupilta, sem væntanlega þurfa að taka frí frá skóla á morgun til að ferðast í leikinn. „Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar en yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Stjörnunnar Umtalsverð umfjöllun hefur átt sér stað í kjölfar þess að 4. flokkur karla spilaði úrslitaleik á móti KA þar sem framkvæmd leiksins fór úrskeiðis hjá KA. Það er gríðarlega mikilvægt að því sé haldið til haga að við sem félag gerum ekki greinarmun á getustigi þegar kemur að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi og þá allra síst úrslitaleikur Íslandsmóts. Sú umræða sem hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfarið er byggð á upphrópunum og eftir atvikum, röngum upplýsingum. Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram. Í þessu tilviki sem og öðrum þá er það stefna Stjörnunnar að öllum iðkendum sé sýnd sama virðing á hvaða getustigi sem er hvort heldur sem er í framkvæmd leikja eða í þeirri umræðu sem skapast hefur eftir á. Sannleikurinn er sá að þjálfarar liðsins og forráðamenn félagsins tóku þá ákvörðun að kæra úrslitin þannig að atvik sem þetta myndi ekki endurtaka sig. Áfram fótboltinn og gerum öllum jafn hátt undir höfði og vöndum okkur í því mikilvæga starfi sem okkur er treyst fyrir. Skíni Stjarnan! Fótbolti Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Í yfirlýsingunni leggja Stjörnumenn áherslu á að ekki sé gerður greinarmunur á getustigi, þegar komi að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi, og allra síst vegna úrslitaleiks Íslandsmóts. Leikurinn fór fram á Akureyri 14. september og eftir að KA komst í 3-0 náði Stjarnan að jafna í seinni hálfleik. Því var gripið til framlengingar en dómari leiksins gerði þau mistök að hafa framlenginguna 2x5 mínútur, í stað 2x10 mínútur, og vítaspyrnukeppnina þannig að hvort lið fengi aðeins þrjár spyrnur en ekki fimm. KA vann leikinn í vítaspyrnukeppni og strákarnir í liðinu, 12 og 13 ára gamlir, fögnuðu vel. Stjarnan kærði hins vegar niðurstöðuna til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem féllst á kröfu Stjörnunnar og því mætast liðin að nýju á morgun, á Akureyri, í 2x10 mínútna framlengingu. Verði jafnt að henni lokinni tekur við vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið fær fimm spyrnur eins og reglurnar segja til um. KA er gert að greiða ferðakostnað Stjörnupilta, sem væntanlega þurfa að taka frí frá skóla á morgun til að ferðast í leikinn. „Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar en yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Stjörnunnar Umtalsverð umfjöllun hefur átt sér stað í kjölfar þess að 4. flokkur karla spilaði úrslitaleik á móti KA þar sem framkvæmd leiksins fór úrskeiðis hjá KA. Það er gríðarlega mikilvægt að því sé haldið til haga að við sem félag gerum ekki greinarmun á getustigi þegar kemur að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi og þá allra síst úrslitaleikur Íslandsmóts. Sú umræða sem hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfarið er byggð á upphrópunum og eftir atvikum, röngum upplýsingum. Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram. Í þessu tilviki sem og öðrum þá er það stefna Stjörnunnar að öllum iðkendum sé sýnd sama virðing á hvaða getustigi sem er hvort heldur sem er í framkvæmd leikja eða í þeirri umræðu sem skapast hefur eftir á. Sannleikurinn er sá að þjálfarar liðsins og forráðamenn félagsins tóku þá ákvörðun að kæra úrslitin þannig að atvik sem þetta myndi ekki endurtaka sig. Áfram fótboltinn og gerum öllum jafn hátt undir höfði og vöndum okkur í því mikilvæga starfi sem okkur er treyst fyrir. Skíni Stjarnan!
Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Stjörnunnar Umtalsverð umfjöllun hefur átt sér stað í kjölfar þess að 4. flokkur karla spilaði úrslitaleik á móti KA þar sem framkvæmd leiksins fór úrskeiðis hjá KA. Það er gríðarlega mikilvægt að því sé haldið til haga að við sem félag gerum ekki greinarmun á getustigi þegar kemur að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi og þá allra síst úrslitaleikur Íslandsmóts. Sú umræða sem hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfarið er byggð á upphrópunum og eftir atvikum, röngum upplýsingum. Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram. Í þessu tilviki sem og öðrum þá er það stefna Stjörnunnar að öllum iðkendum sé sýnd sama virðing á hvaða getustigi sem er hvort heldur sem er í framkvæmd leikja eða í þeirri umræðu sem skapast hefur eftir á. Sannleikurinn er sá að þjálfarar liðsins og forráðamenn félagsins tóku þá ákvörðun að kæra úrslitin þannig að atvik sem þetta myndi ekki endurtaka sig. Áfram fótboltinn og gerum öllum jafn hátt undir höfði og vöndum okkur í því mikilvæga starfi sem okkur er treyst fyrir. Skíni Stjarnan!
Fótbolti Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira