Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Árni Sæberg skrifar 22. október 2024 16:43 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Hagnaður Icelandair eftir skatta var 9,5 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og dregst saman um 1,7 milljarða á milli ára. Heildarfjöldi farþega var 1,7 milljónir og jókst um 200 þúsund á milli ára. Í fréttatilkynningu um árshlutauppgjör, sem birt var í dag, segir að EBIT afkoma félagsins hafi verið 11,4 milljarðar króna, 83 milljónir dala, og hagnaður eftir skatta 9,5 milljarðar króna, 69 milljónir dala. Í sams konar fréttatilkynningu í fyrra var greint frá því að þriðji ársfjórðungur ársins 2023 hefðu verið sá arðbærasti frá upphafi. Meðalfargjöld lægri á markaðnum yfir Atlantshafið Í tilkynningu nú er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að með samstilltu átaki hafi tekist að nýta sveigjanleika leiðakerfisins til að bregðast við breytingum á eftirspurn til Íslands og setja meiri þunga á markaðinn yfir Atlantshafið, sem hafi skilað góðri sætanýtingu á þriðja ársfjórðungi. „Þessi eftirspurnarbreyting hafði þó áhrif á afkomu félagsins þar sem meðalfargjöld eru lægri á þeim markaði. Hins vegar er markaðurinn til Íslands að styrkjast á ný og gerum við ráð fyrir verulegum rekstrarbata á fjórða ársfjórðungi og á næsta ári. Við héldum áfram að ná góðum árangri í flugrekstrinum með met stundvísi og bættri skilvirkni viðhaldsverkefna sem skilaði sér í lækkun einingakostnaðar þrátt fyrir verðbólgu. Þá var áframhaldandi rekstrarbati í fraktstarfsemi okkar og leiguflugið skilaði mjög góðri afkomu á fjórðungnum.“ Fjölmörg hagræðingarverkefni í vinnslu Þá hafi félagið hafið umbreytingavegferð, í takt við áherslu þess á að bæta samkeppnishæfni félagsins og þannig renna stoðum undir arðbæran vöxt og árangur félagsins til lengri tíma, á fyrri hluta þessa árs, sem sé þegar farin að skila árangri. Við erum að velta við öllum steinum og höfum sett fram aðgerðaráætlun sem mun bæta arðsemi félagsins og stuðla að því að við náum langtímamarkmiði okkar um 8% EBIT hlutfall. Markmiðið er að þessi vegferð muni skila 70 milljónum dala á ársgrundvelli í lok næsta árs og enn meira á árunum þar á eftir. Fjölmörg hagræðingarverkefni eru þegar í vinnslu og við höldum jafnframt áfram að styrkja tekjumyndun í gegnum fjölbreytta tekjustrauma, meðal annars í gegnum samstarf við önnur flugfélög.“ Á þessu ári hafi félagið gert samstarfssamninga við fjögur flugfélög – Emirates, TAP, Air Greenland og Atlantic Airways. Þá hafi það verið mikil tímamót þegar tilkynnt var að Icelandair yrði fyrsta samstarfsflugfélag Southwest Airlines, sem sé á meðal stærstu flugfélaga Bandaríkjanna. Landfræðileg lega landsins grunnurinn að módelinu Loks er haft eftir Boga Nils að grunnurinn að viðskiptamódeli Icelandair og þess helsta samkeppnisforskot sé landfræðileg lega Íslands. Leiðakerfið sé kjarninn í starfseminni og bjóði upp á mikla tengimöguleika í Evrópu og Norður-Ameríku og enn fleiri í gegnum samstarfsflugfélög okkar. Þá muni tilkoma nýrra langdrægari flugvéla inn í flotann gera félaginu kleift að opna nýja spennandi markaði og þar með styðja enn frekar við framtíðarþróun Íslands sem áfangastaðar og tengimiðstöðvar í flugi. „Horfur eru góðar og gerum við ráð fyrir töluverðum afkomubata í fjórða ársfjórðungi og á árinu 2025. Með því að byggja á okkar sterka grunni ásamt áherslu á aukna skilvirkni og að styrkja samkeppnishæfni félagsins, tel ég að Icelandair sé í ákjósanlegri stöðu til að grípa tækifærin sem framundan eru og skapa virði fyrir hluthafa og samfélagið í heild.“ Helstu punktar upp úr uppgjöri þriðja ársfjórðungs hjá Icelandair: EBIT afkoma 11,4 milljarðar króna (83 milljónir USD) og hagnaður eftir skatta 9,5 milljarðar króna (69 milljónir USD) Góður árangur í flugrekstrinum endurspeglast í 2% lækkun einingakostnaðar Framúrskarandi stundvísi, upp um 5 prósentustig og skilar sér til lækkunar einingakostnaðar Umbreytingarvegferð félagsins mun skila frekari kostnaðarlækkunum og tekjuaukningu Einingatekjur drógust saman vegna minni eftirspurnar á markaðnum til Íslands og lækkun meðalfargjalda á N-Atlantshafsmarkaðnum Sætanýting 86% í þriðja ársfjórðungi, aukning um 1,4 prósentustig milli ára Fjöldi farþega var 1,7 milljónir, aukning um 9%, þar af 550 þúsund farþegar til Íslands Góður árangur í leiguflugsstarfsemi, 21% EBIT hlutfall Jákvæður viðsnúningur í fraktstarfsemi nam 784 milljónum króna (5,7 milljónum USD) Sterk lausafjárstaða 53,6 milljarðar króna (395,7 milljónir USD) Tímamót þegar Icelandair var kynnt sem fyrsta samstarfsflugfélag Southwest Airlines, til viðbótar við fjóra nýja samstarfssamninga á árinu Icelandair Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
Í fréttatilkynningu um árshlutauppgjör, sem birt var í dag, segir að EBIT afkoma félagsins hafi verið 11,4 milljarðar króna, 83 milljónir dala, og hagnaður eftir skatta 9,5 milljarðar króna, 69 milljónir dala. Í sams konar fréttatilkynningu í fyrra var greint frá því að þriðji ársfjórðungur ársins 2023 hefðu verið sá arðbærasti frá upphafi. Meðalfargjöld lægri á markaðnum yfir Atlantshafið Í tilkynningu nú er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að með samstilltu átaki hafi tekist að nýta sveigjanleika leiðakerfisins til að bregðast við breytingum á eftirspurn til Íslands og setja meiri þunga á markaðinn yfir Atlantshafið, sem hafi skilað góðri sætanýtingu á þriðja ársfjórðungi. „Þessi eftirspurnarbreyting hafði þó áhrif á afkomu félagsins þar sem meðalfargjöld eru lægri á þeim markaði. Hins vegar er markaðurinn til Íslands að styrkjast á ný og gerum við ráð fyrir verulegum rekstrarbata á fjórða ársfjórðungi og á næsta ári. Við héldum áfram að ná góðum árangri í flugrekstrinum með met stundvísi og bættri skilvirkni viðhaldsverkefna sem skilaði sér í lækkun einingakostnaðar þrátt fyrir verðbólgu. Þá var áframhaldandi rekstrarbati í fraktstarfsemi okkar og leiguflugið skilaði mjög góðri afkomu á fjórðungnum.“ Fjölmörg hagræðingarverkefni í vinnslu Þá hafi félagið hafið umbreytingavegferð, í takt við áherslu þess á að bæta samkeppnishæfni félagsins og þannig renna stoðum undir arðbæran vöxt og árangur félagsins til lengri tíma, á fyrri hluta þessa árs, sem sé þegar farin að skila árangri. Við erum að velta við öllum steinum og höfum sett fram aðgerðaráætlun sem mun bæta arðsemi félagsins og stuðla að því að við náum langtímamarkmiði okkar um 8% EBIT hlutfall. Markmiðið er að þessi vegferð muni skila 70 milljónum dala á ársgrundvelli í lok næsta árs og enn meira á árunum þar á eftir. Fjölmörg hagræðingarverkefni eru þegar í vinnslu og við höldum jafnframt áfram að styrkja tekjumyndun í gegnum fjölbreytta tekjustrauma, meðal annars í gegnum samstarf við önnur flugfélög.“ Á þessu ári hafi félagið gert samstarfssamninga við fjögur flugfélög – Emirates, TAP, Air Greenland og Atlantic Airways. Þá hafi það verið mikil tímamót þegar tilkynnt var að Icelandair yrði fyrsta samstarfsflugfélag Southwest Airlines, sem sé á meðal stærstu flugfélaga Bandaríkjanna. Landfræðileg lega landsins grunnurinn að módelinu Loks er haft eftir Boga Nils að grunnurinn að viðskiptamódeli Icelandair og þess helsta samkeppnisforskot sé landfræðileg lega Íslands. Leiðakerfið sé kjarninn í starfseminni og bjóði upp á mikla tengimöguleika í Evrópu og Norður-Ameríku og enn fleiri í gegnum samstarfsflugfélög okkar. Þá muni tilkoma nýrra langdrægari flugvéla inn í flotann gera félaginu kleift að opna nýja spennandi markaði og þar með styðja enn frekar við framtíðarþróun Íslands sem áfangastaðar og tengimiðstöðvar í flugi. „Horfur eru góðar og gerum við ráð fyrir töluverðum afkomubata í fjórða ársfjórðungi og á árinu 2025. Með því að byggja á okkar sterka grunni ásamt áherslu á aukna skilvirkni og að styrkja samkeppnishæfni félagsins, tel ég að Icelandair sé í ákjósanlegri stöðu til að grípa tækifærin sem framundan eru og skapa virði fyrir hluthafa og samfélagið í heild.“ Helstu punktar upp úr uppgjöri þriðja ársfjórðungs hjá Icelandair: EBIT afkoma 11,4 milljarðar króna (83 milljónir USD) og hagnaður eftir skatta 9,5 milljarðar króna (69 milljónir USD) Góður árangur í flugrekstrinum endurspeglast í 2% lækkun einingakostnaðar Framúrskarandi stundvísi, upp um 5 prósentustig og skilar sér til lækkunar einingakostnaðar Umbreytingarvegferð félagsins mun skila frekari kostnaðarlækkunum og tekjuaukningu Einingatekjur drógust saman vegna minni eftirspurnar á markaðnum til Íslands og lækkun meðalfargjalda á N-Atlantshafsmarkaðnum Sætanýting 86% í þriðja ársfjórðungi, aukning um 1,4 prósentustig milli ára Fjöldi farþega var 1,7 milljónir, aukning um 9%, þar af 550 þúsund farþegar til Íslands Góður árangur í leiguflugsstarfsemi, 21% EBIT hlutfall Jákvæður viðsnúningur í fraktstarfsemi nam 784 milljónum króna (5,7 milljónum USD) Sterk lausafjárstaða 53,6 milljarðar króna (395,7 milljónir USD) Tímamót þegar Icelandair var kynnt sem fyrsta samstarfsflugfélag Southwest Airlines, til viðbótar við fjóra nýja samstarfssamninga á árinu
Icelandair Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira