Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Oddur Ævar Gunnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 26. október 2024 20:02 Sigurður Ólafur Sigurðsson hjá sýningunni sinni í Grindavíkurbæ. Vísir/Vilhelm Sigurður Sigurðsson ljósmyndari og björgunarsveitarmaður, betur þekktur sem Siggi Sig, segist gríðarlega þakklátur íbúum Grindavíkur fyrir traustið í hans garð en hann gaf á dögunum út ljósmyndabókina Reykjanes vaknar. Um er að ræða bók með ljósmyndum og stuttum frásögnum af atburðum á Reykjanesi frá janúar 2020 til haustsins 2024. „Ég held það sé hluti af því að lækna sárin hérna, ég er ótrúlega sáttur með það að sýningin sé loksins komin hingað,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Ljósmyndasýning hans upp úr bókinni er nú til sýnis í Grindavík eftir að bærinn opnaði að nýju en fyrstu dagana var hún til sýnis í miðborg Reykjavíkur. Í bókinni og á sýningunni er að finna ljósmyndir Sigga af þeim ótrúlegu atburðum sem átt hafa sér stað á Reykjanesi allt frá því í janúar 2020 þegar hann fór á íbúafund Grindvíkinga í íþróttahúsinu í bænum. Þá skalf jörðin linnulaust í Grindavík og rýmingaráætlun var kynnt í fyrsta sinn. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skrifar formála bókarinnar. Sigurður fer yfir söguna með frásögnum og ljósmyndum í 416 blaðsíðna langri bók.Sigurður Ekki búið að slökkva ljósin í Grindavík „Síðan þá hef ég komið hingað í einhverjum áttatíu ferðum og tekið yfir níutíu þúsund myndir,“ segir Sigurður. Hann segir þakklæti vera sér efst í huga. „Ég fengið að hengja mig hérna á viðbragsaðilana, verktakana og svo auðvitað stinga myndavél framan í íbúana á þeirra viðkvæmustu stundum og ég er bara ofboðslega þakklátur fyrir það hvað því hefur verið vel tekið, bæði á meðan því stóð og eftir á.“ Sigurður segir suma íbúa hafa lýst því fyrir sér að það hafi komið þeim á óvart að það hafi haft meiri áhrif á þau að sjá myndirnar en þau hafi búist við. „Hingað til hef ég hugsað fyrst og fremst um það sem ég er að gera, að skrásetja söguna en núna er maður farinn að átta sig á því að þetta skiptir fólk máli.“ Grindavík var opnuð fyrir almenningi aftur í vikunni án takmarkana. Sigurður segir það skipta gríðarlegu máli. „Ég held það sé ofsalega gott fyrir fólk að geta komið og séð að þetta er ekki allt eintómur voði. Hérna er uppbygging í gang og langflest hús í lagi, búið að girða af helstu hættusvæði. Það er verið að takast á við þetta og ég held það sé ofsalega jákvætt að fólk fái tækifæri til þess að sjá að það er ekkert búið að slökkva ljósin í Grindavík.“ Siggi er ánægður með að sýning á myndum úr bókinni sé komin til Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Grindavík Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
„Ég held það sé hluti af því að lækna sárin hérna, ég er ótrúlega sáttur með það að sýningin sé loksins komin hingað,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Ljósmyndasýning hans upp úr bókinni er nú til sýnis í Grindavík eftir að bærinn opnaði að nýju en fyrstu dagana var hún til sýnis í miðborg Reykjavíkur. Í bókinni og á sýningunni er að finna ljósmyndir Sigga af þeim ótrúlegu atburðum sem átt hafa sér stað á Reykjanesi allt frá því í janúar 2020 þegar hann fór á íbúafund Grindvíkinga í íþróttahúsinu í bænum. Þá skalf jörðin linnulaust í Grindavík og rýmingaráætlun var kynnt í fyrsta sinn. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skrifar formála bókarinnar. Sigurður fer yfir söguna með frásögnum og ljósmyndum í 416 blaðsíðna langri bók.Sigurður Ekki búið að slökkva ljósin í Grindavík „Síðan þá hef ég komið hingað í einhverjum áttatíu ferðum og tekið yfir níutíu þúsund myndir,“ segir Sigurður. Hann segir þakklæti vera sér efst í huga. „Ég fengið að hengja mig hérna á viðbragsaðilana, verktakana og svo auðvitað stinga myndavél framan í íbúana á þeirra viðkvæmustu stundum og ég er bara ofboðslega þakklátur fyrir það hvað því hefur verið vel tekið, bæði á meðan því stóð og eftir á.“ Sigurður segir suma íbúa hafa lýst því fyrir sér að það hafi komið þeim á óvart að það hafi haft meiri áhrif á þau að sjá myndirnar en þau hafi búist við. „Hingað til hef ég hugsað fyrst og fremst um það sem ég er að gera, að skrásetja söguna en núna er maður farinn að átta sig á því að þetta skiptir fólk máli.“ Grindavík var opnuð fyrir almenningi aftur í vikunni án takmarkana. Sigurður segir það skipta gríðarlegu máli. „Ég held það sé ofsalega gott fyrir fólk að geta komið og séð að þetta er ekki allt eintómur voði. Hérna er uppbygging í gang og langflest hús í lagi, búið að girða af helstu hættusvæði. Það er verið að takast á við þetta og ég held það sé ofsalega jákvætt að fólk fái tækifæri til þess að sjá að það er ekkert búið að slökkva ljósin í Grindavík.“ Siggi er ánægður með að sýning á myndum úr bókinni sé komin til Grindavíkur.Vísir/Vilhelm
Grindavík Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira