Læstu sig á kvennasalerni í tvígang og neituðu að fara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 17:58 Lögregla þurfti tvisvar að hafa afskipti af mönnunum sem í bæði skiptin höfðu kyrfilæst sig inni á kvennasalerni í miðborginni. Vísir/Vilhelm Tveir menn, sem hvorki halda heimili né hafa atvinnu, læstu sig inni á kvennasalerni verslunar í miðborginni í tvær klukkustundir og neituðu að fara þaðan þrátt fyrir beiðnir starfsmanna. Lögreglumenn gerðu þeim að yfirgefa salernið og verslunina en innan við klukkustund síðar höfðu þeir læst sig inni á öðru salerni í sama hverfi. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða vistaðir í fangaklefa þar til þeir "verða í ástandi til að sýsla með sjálfa sig" eins og það er orðar í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Annað sem skráð er í dagbók lögreglustöðvar eitt í dag var rán í apóteki í hverfi 105. Ræninginn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögreglumenn komu auga á hann í miðborginni stuttu síðar og var hann handtekinn. Þá var einnig tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að sparka í ruslafötur og valda ónæði í verslunarmiðstöð í hverfi 104. Maðurinn var fjarlægður af vettvangi og á yfir höfði sér kæru vegna brots gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Hálkan farin að gera vart við sig Lögreglan vekur líka athygli á því í dagbók sinni að næturfrostið sé farið að segja til sín og valda vandræðum. Hún hvetur ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í morgunumferðinni og aka eftir aðstæðum. „Eðli málsins samkvæmt er mjög mikilvægt fyrir ökumenn að hafa gott útsýni þegar þeir eru við akstur bifreiða og því þarf að skafa hélaðar rúður með fullnægjandi hætti áður en haldið er af stað. Þeir sem ekki gera það eiga í hættu á að fá sekt fyrir trassaskapinn svo ekki sé minnst á að skertu útsýni fylgir aukin hætta á því að valda umferðarslysi sem er vonandi eitthvað sem allir vilja forðast,“ kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbókinni er greint frá umferðarslysi í hverfi 101 í morgun þar sem þrjár bifreiðar voru skemmdar og ein dregin af vettvangi með dráttarbifreið en þar átti hálka á götunni mögulega þátt. Einnig var ekið á gangandi vegfaranda í hverfi 200 í morgun. Ungmenni slasaðist og var flutt á bráðamóttökuna til aðhlynningar. Ökumaður bifreiðarinnar var kærður fyrir að skafa ekki rúðurnar nægilega vel. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Lögreglumenn gerðu þeim að yfirgefa salernið og verslunina en innan við klukkustund síðar höfðu þeir læst sig inni á öðru salerni í sama hverfi. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða vistaðir í fangaklefa þar til þeir "verða í ástandi til að sýsla með sjálfa sig" eins og það er orðar í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Annað sem skráð er í dagbók lögreglustöðvar eitt í dag var rán í apóteki í hverfi 105. Ræninginn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögreglumenn komu auga á hann í miðborginni stuttu síðar og var hann handtekinn. Þá var einnig tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að sparka í ruslafötur og valda ónæði í verslunarmiðstöð í hverfi 104. Maðurinn var fjarlægður af vettvangi og á yfir höfði sér kæru vegna brots gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Hálkan farin að gera vart við sig Lögreglan vekur líka athygli á því í dagbók sinni að næturfrostið sé farið að segja til sín og valda vandræðum. Hún hvetur ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í morgunumferðinni og aka eftir aðstæðum. „Eðli málsins samkvæmt er mjög mikilvægt fyrir ökumenn að hafa gott útsýni þegar þeir eru við akstur bifreiða og því þarf að skafa hélaðar rúður með fullnægjandi hætti áður en haldið er af stað. Þeir sem ekki gera það eiga í hættu á að fá sekt fyrir trassaskapinn svo ekki sé minnst á að skertu útsýni fylgir aukin hætta á því að valda umferðarslysi sem er vonandi eitthvað sem allir vilja forðast,“ kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbókinni er greint frá umferðarslysi í hverfi 101 í morgun þar sem þrjár bifreiðar voru skemmdar og ein dregin af vettvangi með dráttarbifreið en þar átti hálka á götunni mögulega þátt. Einnig var ekið á gangandi vegfaranda í hverfi 200 í morgun. Ungmenni slasaðist og var flutt á bráðamóttökuna til aðhlynningar. Ökumaður bifreiðarinnar var kærður fyrir að skafa ekki rúðurnar nægilega vel.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira