Venjur og rútína Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 23. október 2024 10:31 Venjur skapa mynstur í okkar daglega lífi og auðvelda okkur að framkvæma það sem við þurfum og viljum gera. Venjur geta því einfaldað daglegt líf en einnig verið okkur fjötur um fót ef þær henta aðstæðum ekki lengur. Við byggjum öll daglegt líf okkar á einhverri rútínu. Þegar einstaklingur greinist með krabbamein breytist daglegt líf hans skyndilega. Hlutverk og verkefni sem sinnt var eftir ákveðnum venjum í ákveðinni rútínu breytast eða ganga hreinlega ekki upp í þeirri mynd sem þau hafa verið. Í þessum breytingum verður upplifunin oft sú að fólk sé ekki lengur við stjórn í eigin lífi. Breytingar sem þessar kallast umrótabreytingar og eiga við um þær breytingar sem koma óvænt eða eru óvelkomnar. Þær valda óvissu og óöryggi og oftar en ekki tekur lífið nýja stefnu. Hlutverk og þátttaka gefur okkur tilgang, tækifæri til að þroskast í leik og starfi, sinna því sem veitir okkur ánægju og er stór hluti af sjálfsmynd okkar. Að aðlagast nýjum veruleika þar sem hlutverk hafa breyst eða eru ekki lengur til staðar getur verið krefjandi áskorun. Nýr raunveruleiki á sér stað sem einkennist af læknaheimsóknum, rannsóknum, meðferðum eða takmarkaðri þátttöku í daglegu lífi vegna breyttrar getu. Að aðlagast breytingum og búa til nýjar venjur Á þessum tímamótum vakna upp ýmsar spurningar og það getur verið nauðsynlegt að endurskoða eigin venjur og rútínu. Praktískum spurningum varðandi verkefnin sem þarf að gera og verkefni sem mega bíða er velt upp. Hvaða aðstoð vill fólk þiggja og hvernig? Hvaða iðja veitir fólki ánægju og hvaða fólk í umhverfi einstaklingsins vill það umvefja sig sem er jákvætt og uppbyggjandi? Með því að skoða þætti sem þessa næst aftur ákveðin stjórn á eigin lífi og skýrari sýn kemst á hlutverk, framkvæmd verkefna og þátttöku. Forgangsröðun verkefna verður auðveldari og einnig valið um hvernig við nýtum orkuna okkar. Þó dagleg þátttaka sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi á milli virkni og hvíldar. Það reynist mörgum erfitt að gera ráð fyrir hvíld inn á milli daglegra athafna og meta hana sem hluta af bataferlinu. Óhætt er þó að segja að hvíldin er ekki síður mikilvægur þáttur í bataferlinu. Þegar líkaminn er stöðugt undir álagi missir hann eiginleikann á að ná þeirri hvíld sem róar taugakerfið og gefur líkamanum tækifæri á að endurnýja sig. Ný tækifæri Með breytingum koma ný tækifæri. Að nýta nærumhverfið, fólkið og staðina í kringum okkur og hvernig við verjum deginum okkar í umhverfi sem við þekkjum gefur okkur tækifæri til að enduruppgötva gefandi og mikilvægar leiðir til að lifa lífinu. Vanamynstur þróast oft út frá einhverju sem okkur var kennt, gömlum hefðum eða gildum forfeðra okkar og er því ekki endilega rútínan eða vanamynstrið sem hentar okkur best eða bætir lífsgæði okkar. Stórar breytingar geta verið alls konar. Til dæmis þegar við hættum einhverju sem við höfum gert lengi eða þegar við tökum okkur ný verkefni fyrir hendur. Á þessum tímapunkti þarf hugrekki til að taka af skarið, samkennd eða mildi í eign garð til að leyfa okkur að aðlagast breytingunum og gaum til að taka eftir því sem við gerum. Hversu lítið sem það er. Hlutverk iðjuþjálfa í Ljósinu er meðal annars að aðstoða sína þjónustuþega við að aðlagast breytingum og endurskipuleggja daglegt líf. Spegla líðan, finna iðju sem gleður og viðhalda eða auka þátttöku. Allt í þeim tilgangi að bæta lífsgæði og vellíðan. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Venjur skapa mynstur í okkar daglega lífi og auðvelda okkur að framkvæma það sem við þurfum og viljum gera. Venjur geta því einfaldað daglegt líf en einnig verið okkur fjötur um fót ef þær henta aðstæðum ekki lengur. Við byggjum öll daglegt líf okkar á einhverri rútínu. Þegar einstaklingur greinist með krabbamein breytist daglegt líf hans skyndilega. Hlutverk og verkefni sem sinnt var eftir ákveðnum venjum í ákveðinni rútínu breytast eða ganga hreinlega ekki upp í þeirri mynd sem þau hafa verið. Í þessum breytingum verður upplifunin oft sú að fólk sé ekki lengur við stjórn í eigin lífi. Breytingar sem þessar kallast umrótabreytingar og eiga við um þær breytingar sem koma óvænt eða eru óvelkomnar. Þær valda óvissu og óöryggi og oftar en ekki tekur lífið nýja stefnu. Hlutverk og þátttaka gefur okkur tilgang, tækifæri til að þroskast í leik og starfi, sinna því sem veitir okkur ánægju og er stór hluti af sjálfsmynd okkar. Að aðlagast nýjum veruleika þar sem hlutverk hafa breyst eða eru ekki lengur til staðar getur verið krefjandi áskorun. Nýr raunveruleiki á sér stað sem einkennist af læknaheimsóknum, rannsóknum, meðferðum eða takmarkaðri þátttöku í daglegu lífi vegna breyttrar getu. Að aðlagast breytingum og búa til nýjar venjur Á þessum tímamótum vakna upp ýmsar spurningar og það getur verið nauðsynlegt að endurskoða eigin venjur og rútínu. Praktískum spurningum varðandi verkefnin sem þarf að gera og verkefni sem mega bíða er velt upp. Hvaða aðstoð vill fólk þiggja og hvernig? Hvaða iðja veitir fólki ánægju og hvaða fólk í umhverfi einstaklingsins vill það umvefja sig sem er jákvætt og uppbyggjandi? Með því að skoða þætti sem þessa næst aftur ákveðin stjórn á eigin lífi og skýrari sýn kemst á hlutverk, framkvæmd verkefna og þátttöku. Forgangsröðun verkefna verður auðveldari og einnig valið um hvernig við nýtum orkuna okkar. Þó dagleg þátttaka sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi á milli virkni og hvíldar. Það reynist mörgum erfitt að gera ráð fyrir hvíld inn á milli daglegra athafna og meta hana sem hluta af bataferlinu. Óhætt er þó að segja að hvíldin er ekki síður mikilvægur þáttur í bataferlinu. Þegar líkaminn er stöðugt undir álagi missir hann eiginleikann á að ná þeirri hvíld sem róar taugakerfið og gefur líkamanum tækifæri á að endurnýja sig. Ný tækifæri Með breytingum koma ný tækifæri. Að nýta nærumhverfið, fólkið og staðina í kringum okkur og hvernig við verjum deginum okkar í umhverfi sem við þekkjum gefur okkur tækifæri til að enduruppgötva gefandi og mikilvægar leiðir til að lifa lífinu. Vanamynstur þróast oft út frá einhverju sem okkur var kennt, gömlum hefðum eða gildum forfeðra okkar og er því ekki endilega rútínan eða vanamynstrið sem hentar okkur best eða bætir lífsgæði okkar. Stórar breytingar geta verið alls konar. Til dæmis þegar við hættum einhverju sem við höfum gert lengi eða þegar við tökum okkur ný verkefni fyrir hendur. Á þessum tímapunkti þarf hugrekki til að taka af skarið, samkennd eða mildi í eign garð til að leyfa okkur að aðlagast breytingunum og gaum til að taka eftir því sem við gerum. Hversu lítið sem það er. Hlutverk iðjuþjálfa í Ljósinu er meðal annars að aðstoða sína þjónustuþega við að aðlagast breytingum og endurskipuleggja daglegt líf. Spegla líðan, finna iðju sem gleður og viðhalda eða auka þátttöku. Allt í þeim tilgangi að bæta lífsgæði og vellíðan. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun