Kennarar telja rúma milljón í grunnlaun sanngjarna Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. október 2024 10:26 Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. Vísir/Einar Formaður Félags grunnskólakennara segir sanngjarnt að miða við að kennarar hafi rúma milljóna króna í grunnlaun. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast eftir helgi að óbreyttu eftir að félagsdómur dæmdi boðun þeirra löglega í morgun. Krafa Kennarasambands Íslands í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er að kjör félagsmanna verði sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði í samræmi við samkomulag sem var gert árið 2016. SÍS stefndi Kennarasambandinu fyrir félagsdómi vegna ólöglegrar verkfallsboðunar á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Kennarar telja að miða eigi kjör þeirra við meðallaun sérfræðinga á almennum markaði. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði kennara telja það eina sanngjarna viðmiðið þar sem ekki væri hægt að miða við eina stétt sérfræðinga og para kennara við hana í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. „Hún losar einhverja rúma milljón í grunnlaunum þegar kennarar eru með rúm 700.000 að meðaltali,“ sagði Mjöll þegar hún var spurð við hvaða launatölu ætti þá að miða. Fjölgun leiðbeinenda að mola innan úr skólakerfinu Mjöll sagði að laun í skólakerfinu þyrftu að vera samkeppnishæf og ekki gengi að kennarar væru á verulega lægri launum en sambærilegir sérfræðingar. Kennarar væru þar að auki um átta til tíu prósentum undir meðallaunum í landinu. Fjölgun ófaglærðra leiðbeinenda í skólakerfinu væri mikið áhyggjuefni. „Ég hef miklar áhyggjur af því hvernig það er að mola kerfið okkar að innan. Það er bara alvarlegt mál.“ Verkföll kennara í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. Deiluaðilar eiga að hittast hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Til þess að afstýra verkfalli hafa þeir því fimm daga til þess að ná saman um við hvað skuli miða laun kennara sem ekki hefur tekist á undanförnum átta árum. Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 „Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Krafa Kennarasambands Íslands í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er að kjör félagsmanna verði sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði í samræmi við samkomulag sem var gert árið 2016. SÍS stefndi Kennarasambandinu fyrir félagsdómi vegna ólöglegrar verkfallsboðunar á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Kennarar telja að miða eigi kjör þeirra við meðallaun sérfræðinga á almennum markaði. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði kennara telja það eina sanngjarna viðmiðið þar sem ekki væri hægt að miða við eina stétt sérfræðinga og para kennara við hana í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. „Hún losar einhverja rúma milljón í grunnlaunum þegar kennarar eru með rúm 700.000 að meðaltali,“ sagði Mjöll þegar hún var spurð við hvaða launatölu ætti þá að miða. Fjölgun leiðbeinenda að mola innan úr skólakerfinu Mjöll sagði að laun í skólakerfinu þyrftu að vera samkeppnishæf og ekki gengi að kennarar væru á verulega lægri launum en sambærilegir sérfræðingar. Kennarar væru þar að auki um átta til tíu prósentum undir meðallaunum í landinu. Fjölgun ófaglærðra leiðbeinenda í skólakerfinu væri mikið áhyggjuefni. „Ég hef miklar áhyggjur af því hvernig það er að mola kerfið okkar að innan. Það er bara alvarlegt mál.“ Verkföll kennara í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. Deiluaðilar eiga að hittast hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Til þess að afstýra verkfalli hafa þeir því fimm daga til þess að ná saman um við hvað skuli miða laun kennara sem ekki hefur tekist á undanförnum átta árum.
Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 „Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32
„Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02