Vilja „epískt“ samfélag, minna væl og meiri jákvæðni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2024 18:26 Snorri Másson fjölmiðlamaður er í framboði fyrir Miðflokkinn og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fyrir Sósíalistaflokkinn. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins segist tilbúin að gera málamiðlanir og vinna með hverjum þeim flokki sem sé tilbúinn að setja hagsmuni vinnandi fólks í fyrsta sæti, meira að segja Sjálfstæðisflokki ef flokkurinn geti sýnt fram á að flokkurinn uppfylli það skilyrði. Ólafur Adolfsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir fullreynt með samstarf flokka lengst frá vinstri til hægri en fagnar því að fólk geti talað saman. Þau og aðrir nýliðar í landsmálapólitík kölluðu eftir aukinni jákvæðri umræðu í stjórnmálum í Kosningapallborðinu á Vísi í dag. Ragnar Þór Jónsson, formaður VR og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður er þó ekki jafn bjartsýnn. „Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík“ „Ég er mjög jákvæður gagnvart framtíðinni. Ég held að við getum búið til bara epískara samfélag en nokkurs staðar annars staðar í heiminum held ég í alvörunni. Tækifærin eru slík, auðlindirnar eru slíkar, möguleikarnir eru slíkir,“ sagði Snorri Másson fjölmiðlamaður og oddvitaefni Miðflokksins í Reykjavík. Þótt Snorri og Sólveig Anna séu um margt verulega ósammála tók Sólveig Anna í svipaðan streng hvað þetta varðar. „Ég er að mjög mörgu leyti sammála Snorra um að ég vil að við byggjum hér á jákvæðni, að við séum uppbyggileg, að við fókuserum á þá miklu möguleika sem við höfum, að við hættum að væla,“ sagði Sólveig. Sólveig var spurð hvort Sósíalistar séu trúverðugur valkostur sem geti myndað ríkisstjórn í ljósi þess að það er yfirlýst stefna flokksins að gera ekki málamiðlanir. Sólveig Anna tók fram að hún geti ekki svarað fyrir hönd forystu Sósíalistaflokksins, sem leidd er af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í kosningunum. Hins vegar hafi hún sjálf mikla reynslu af því að gera málamiðlanir og hún geti unnið með „því sem næst hverjum sem er“ sem sé tilbúinn að setja „hagsmuni vinnandi fólks“ í öndvegi. Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakempa leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Ólafur kvaðst ánægður með jákvæðan tón í umræðunni. „Því að ég held að það skipti rosalega miklu máli gagnvart fólkinu í landinu. Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík af því hún hefur verið svo neikvæð. Það er fullreynt með samstarf lengst frá vinstri og lengst til hægri, það er fullreynt. En það þýðir ekki að aðilar geti ekki talað saman,“ sagði Ólafur. Það kvað þó ekki við jafn jákvæðan tón í tilfelli Ragnars Þórs. „Það er talað hér um bjartsýni og jákvæðni en veruleikinn er annar hjá fólki sem er til dæmis að missa fasta vexti á húsnæðislánunum sínum,“ nefndi Ragnar sem dæmi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík norður.Vísir/Vilhelm Kosningapallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Þau og aðrir nýliðar í landsmálapólitík kölluðu eftir aukinni jákvæðri umræðu í stjórnmálum í Kosningapallborðinu á Vísi í dag. Ragnar Þór Jónsson, formaður VR og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður er þó ekki jafn bjartsýnn. „Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík“ „Ég er mjög jákvæður gagnvart framtíðinni. Ég held að við getum búið til bara epískara samfélag en nokkurs staðar annars staðar í heiminum held ég í alvörunni. Tækifærin eru slík, auðlindirnar eru slíkar, möguleikarnir eru slíkir,“ sagði Snorri Másson fjölmiðlamaður og oddvitaefni Miðflokksins í Reykjavík. Þótt Snorri og Sólveig Anna séu um margt verulega ósammála tók Sólveig Anna í svipaðan streng hvað þetta varðar. „Ég er að mjög mörgu leyti sammála Snorra um að ég vil að við byggjum hér á jákvæðni, að við séum uppbyggileg, að við fókuserum á þá miklu möguleika sem við höfum, að við hættum að væla,“ sagði Sólveig. Sólveig var spurð hvort Sósíalistar séu trúverðugur valkostur sem geti myndað ríkisstjórn í ljósi þess að það er yfirlýst stefna flokksins að gera ekki málamiðlanir. Sólveig Anna tók fram að hún geti ekki svarað fyrir hönd forystu Sósíalistaflokksins, sem leidd er af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í kosningunum. Hins vegar hafi hún sjálf mikla reynslu af því að gera málamiðlanir og hún geti unnið með „því sem næst hverjum sem er“ sem sé tilbúinn að setja „hagsmuni vinnandi fólks“ í öndvegi. Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakempa leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Ólafur kvaðst ánægður með jákvæðan tón í umræðunni. „Því að ég held að það skipti rosalega miklu máli gagnvart fólkinu í landinu. Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík af því hún hefur verið svo neikvæð. Það er fullreynt með samstarf lengst frá vinstri og lengst til hægri, það er fullreynt. En það þýðir ekki að aðilar geti ekki talað saman,“ sagði Ólafur. Það kvað þó ekki við jafn jákvæðan tón í tilfelli Ragnars Þórs. „Það er talað hér um bjartsýni og jákvæðni en veruleikinn er annar hjá fólki sem er til dæmis að missa fasta vexti á húsnæðislánunum sínum,“ nefndi Ragnar sem dæmi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík norður.Vísir/Vilhelm Kosningapallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira