Jón Kjartan og Sindri Geir Sigmar Guðmundsson skrifar 24. október 2024 07:32 Fyrir fáeinum vikum hringdi faðir tveggja ungra manna í mig. Hann heitir Ásgeir Gíslason. Hann hafði þá lesið grein sem ég skrifaði um tíð dauðsföll sem rekja má til fíknisjúkdómsins. Sagan sem hann bað mig um að segja er sorglegri en orð fá lýst. Hún afhjúpar líka úrræðaleysi og það mikla vanmat sem er í samfélaginu á hryllilegum afleiðingum fíknisjúkdómsins. Ásgeir bað mig um að koma á framfæri því sem gerðist í hans fjölskyldu í ágúst. Hann treystir sér ekki til þess sjálfur en vill rjúfa þá þögn sem oft ríkir um það góða fólk sem fellur frá vegna veikinda. Fjölskylda hans er sammála þeirri nálgun. Þann níunda ágúst síðastliðinn fékk Ásgeir þá harmafregn að sonur hans, Jón Kjartan Einarsson, hefði látist í íbúð sinni í Kópavogi. Hann hafði átt við vímuefnavanda að stríða og andlátið má rekja til ofskömmtunar efna. Jón Kjartan var fæddur árið 1990. Bróðir Jóns Kjartans, Sindri Geir Ásgeirsson sem fæddur er árið 1997, bjó með honum í íbúðinni í Kópavogi. Hann átti líka við vímuefnavanda að stríða. Eftir að lögregla og heilbrigðisstarfsmenn höfðu yfirgefið íbúðina eftir andlátið vildi Sindri dvelja þar áfram, þrátt fyrir að fjölskyldu hans hafi þótt heppilegra að hann gerði það ekki. Örfáum stundum síðar var fjölskylduna farið að undra að ekki náðist samband við Sindra Geir. Lögregla fór á vettvang og kom að Sindra látnum 12 klukkustundum eftir andlát bróður hans. Bræðurnir féllu frá vegna ofskömmtunar með 12 tíma millibili. Ekkert bendir til annars en að um óhapp, en ekki viljaverk, hafi verið að ræða, eins og allt of oft gerist með fólk sem glímir við þennan sjúkdóm. Þetta er ólýsanlegur harmur og erfitt fyrir okkur öll að ná utan um þetta. Forsagan er líka sársaukafull. Fólk deyr á biðlista Jón Kjartan fór í meðferð rétt fyrir síðustu áramót. Vegna plássleysis var bið eftir áframhaldandi meðferð sem varð til þess að hann hélt ekki strax áfram meðferðinni. Jón Kjartan féll skömmu síðar. Sindri Geir var líka að reyna að sækja bata. Hann hafði nokkrum mánuðum fyrr óskað eftir því að komast í meðferð en það var átta mánaða bið. Hann er því miður ekki sá fyrsti sem deyr á biðlista. Bræðurnir hvíla í sama leiði og móðir þeirra sem lést úr fíknisjúkdómnum fyrir fjórum árum. Hér er rétt að nefna að aðstandendur bræðranna vilja ekki benda fingri á einstaka meðferðarstöðvar. Þau eru ekki í leit af sökudólgi. Þau vita að þetta er grimmur sjúkdómur sem er einstaklega erfiður viðureignar. Þau kenna engum einum um. Þeim finnst hins vegar mikilvægt að andlát Jóns Kjartans og Sindra Geirs verði til þess að fólk og ráðamenn opni augun fyrir því hversu alvarleg staðan er. Þau vilja einfaldlega að samfélagið geri betur til að styðja við alla þá sem glíma við fíknivanda. Þau vilja bjarga mannslífum. Vanmat samfélagsins á skelfilegum og víðtækum afleiðingum þessa sjúkdóms er meinsemd í okkar samfélagi. Tugþúsundir verða fyrir beinum áhrifum af sjúkdómnum á hverjum tíma. Líka börn. Þessi sjúkdómur er nefnilega þannig að hann heltekur ekki bara líf þess veika. Aðstandendur og vinir þjást líka. Mikið. Ef það er eitthvað til sem heitir andleg líðan þjóðar þá er fátt sem hefur verri áhrif á hana en fíknisjúkdómurinn. Til viðbótar er beinn og óbeinn kostnaður samfélagsins í peningum ekki talin í milljörðum heldur milljarðatugum á hverju einasta ári. Þetta hef ég talað ítrekað um á síðustu árum. Og mun gera áfram. Ég veit sem er að vilji allra stjórnmálamanna er að gera betur í þessum málaflokki. Við þurfum bara að breyta þessum vilja í verk. Þetta er málstaður sem kallar á athygli í aðdraganda kosninga og raunverulegar aðgerðir að þeim loknum. Það er von aðstandenda Jóns Kjartans og Sindra Geirs að það rætist. Varnargarða um fólk Veltum því fyrir okkur eitt andartak hvernig umræðan í samfélaginu væri ef tveir bræður hefðu látist með fárra klukkustunda millibili í umferðarslysi á sömu gatnamótunum. Við værum ekki að velta fyrir okkur viðbrögðum rúmum tveimur mánuðum síðar. Við værum búin að teikna upp öflugt viðbragð og þungavinnuvélar mættar á svæðið. Eðlilega. Hvað gerðum við þegar hraun ógnaði byggð í Grindavík? Á fáeinum vikum reistum við varnargarða. Verkfræðingar og færustu sérfræðingar teiknuðu upp lausn og ræstar voru út gröfur, ýtur og vörubílar og byggðinni var bjargað eins og hægt var. Frábært viðbragð í alla staði. Af hverju getum við ekki reist stærri og öflugri varnargarða utan um allt fólkið okkar sem þjáist og fellur frá vegna fíknisjúkdómsins? Í stað þess að taka þetta stríð alvarlega þá lokum við Stuðlum og SÁÁ yfir sumarmánuðina. Og sendum veika fólkið heim, líka börnin. Vígvöllurinn er samfélagið allt og okkar veikasta fólk þarf sárlega bæði vopn og liðsauka til að vinna stríðið. Í þeim bardaga eru öflugri og fjölbreyttari meðferðarúrræði, ásamt öflugum forvörnum, okkar þungavinnuvélar. Ræsum þær. Strax. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Fíkn Heilbrigðismál Sigmar Guðmundsson Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum vikum hringdi faðir tveggja ungra manna í mig. Hann heitir Ásgeir Gíslason. Hann hafði þá lesið grein sem ég skrifaði um tíð dauðsföll sem rekja má til fíknisjúkdómsins. Sagan sem hann bað mig um að segja er sorglegri en orð fá lýst. Hún afhjúpar líka úrræðaleysi og það mikla vanmat sem er í samfélaginu á hryllilegum afleiðingum fíknisjúkdómsins. Ásgeir bað mig um að koma á framfæri því sem gerðist í hans fjölskyldu í ágúst. Hann treystir sér ekki til þess sjálfur en vill rjúfa þá þögn sem oft ríkir um það góða fólk sem fellur frá vegna veikinda. Fjölskylda hans er sammála þeirri nálgun. Þann níunda ágúst síðastliðinn fékk Ásgeir þá harmafregn að sonur hans, Jón Kjartan Einarsson, hefði látist í íbúð sinni í Kópavogi. Hann hafði átt við vímuefnavanda að stríða og andlátið má rekja til ofskömmtunar efna. Jón Kjartan var fæddur árið 1990. Bróðir Jóns Kjartans, Sindri Geir Ásgeirsson sem fæddur er árið 1997, bjó með honum í íbúðinni í Kópavogi. Hann átti líka við vímuefnavanda að stríða. Eftir að lögregla og heilbrigðisstarfsmenn höfðu yfirgefið íbúðina eftir andlátið vildi Sindri dvelja þar áfram, þrátt fyrir að fjölskyldu hans hafi þótt heppilegra að hann gerði það ekki. Örfáum stundum síðar var fjölskylduna farið að undra að ekki náðist samband við Sindra Geir. Lögregla fór á vettvang og kom að Sindra látnum 12 klukkustundum eftir andlát bróður hans. Bræðurnir féllu frá vegna ofskömmtunar með 12 tíma millibili. Ekkert bendir til annars en að um óhapp, en ekki viljaverk, hafi verið að ræða, eins og allt of oft gerist með fólk sem glímir við þennan sjúkdóm. Þetta er ólýsanlegur harmur og erfitt fyrir okkur öll að ná utan um þetta. Forsagan er líka sársaukafull. Fólk deyr á biðlista Jón Kjartan fór í meðferð rétt fyrir síðustu áramót. Vegna plássleysis var bið eftir áframhaldandi meðferð sem varð til þess að hann hélt ekki strax áfram meðferðinni. Jón Kjartan féll skömmu síðar. Sindri Geir var líka að reyna að sækja bata. Hann hafði nokkrum mánuðum fyrr óskað eftir því að komast í meðferð en það var átta mánaða bið. Hann er því miður ekki sá fyrsti sem deyr á biðlista. Bræðurnir hvíla í sama leiði og móðir þeirra sem lést úr fíknisjúkdómnum fyrir fjórum árum. Hér er rétt að nefna að aðstandendur bræðranna vilja ekki benda fingri á einstaka meðferðarstöðvar. Þau eru ekki í leit af sökudólgi. Þau vita að þetta er grimmur sjúkdómur sem er einstaklega erfiður viðureignar. Þau kenna engum einum um. Þeim finnst hins vegar mikilvægt að andlát Jóns Kjartans og Sindra Geirs verði til þess að fólk og ráðamenn opni augun fyrir því hversu alvarleg staðan er. Þau vilja einfaldlega að samfélagið geri betur til að styðja við alla þá sem glíma við fíknivanda. Þau vilja bjarga mannslífum. Vanmat samfélagsins á skelfilegum og víðtækum afleiðingum þessa sjúkdóms er meinsemd í okkar samfélagi. Tugþúsundir verða fyrir beinum áhrifum af sjúkdómnum á hverjum tíma. Líka börn. Þessi sjúkdómur er nefnilega þannig að hann heltekur ekki bara líf þess veika. Aðstandendur og vinir þjást líka. Mikið. Ef það er eitthvað til sem heitir andleg líðan þjóðar þá er fátt sem hefur verri áhrif á hana en fíknisjúkdómurinn. Til viðbótar er beinn og óbeinn kostnaður samfélagsins í peningum ekki talin í milljörðum heldur milljarðatugum á hverju einasta ári. Þetta hef ég talað ítrekað um á síðustu árum. Og mun gera áfram. Ég veit sem er að vilji allra stjórnmálamanna er að gera betur í þessum málaflokki. Við þurfum bara að breyta þessum vilja í verk. Þetta er málstaður sem kallar á athygli í aðdraganda kosninga og raunverulegar aðgerðir að þeim loknum. Það er von aðstandenda Jóns Kjartans og Sindra Geirs að það rætist. Varnargarða um fólk Veltum því fyrir okkur eitt andartak hvernig umræðan í samfélaginu væri ef tveir bræður hefðu látist með fárra klukkustunda millibili í umferðarslysi á sömu gatnamótunum. Við værum ekki að velta fyrir okkur viðbrögðum rúmum tveimur mánuðum síðar. Við værum búin að teikna upp öflugt viðbragð og þungavinnuvélar mættar á svæðið. Eðlilega. Hvað gerðum við þegar hraun ógnaði byggð í Grindavík? Á fáeinum vikum reistum við varnargarða. Verkfræðingar og færustu sérfræðingar teiknuðu upp lausn og ræstar voru út gröfur, ýtur og vörubílar og byggðinni var bjargað eins og hægt var. Frábært viðbragð í alla staði. Af hverju getum við ekki reist stærri og öflugri varnargarða utan um allt fólkið okkar sem þjáist og fellur frá vegna fíknisjúkdómsins? Í stað þess að taka þetta stríð alvarlega þá lokum við Stuðlum og SÁÁ yfir sumarmánuðina. Og sendum veika fólkið heim, líka börnin. Vígvöllurinn er samfélagið allt og okkar veikasta fólk þarf sárlega bæði vopn og liðsauka til að vinna stríðið. Í þeim bardaga eru öflugri og fjölbreyttari meðferðarúrræði, ásamt öflugum forvörnum, okkar þungavinnuvélar. Ræsum þær. Strax. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar