Vopnaðir lögreglumenn og lokaðar götur í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2024 13:21 Vopnaðir lögreglumenn komu að umfangsmikilli öryggisgæslu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Hörpu á síðasta ári. Hið sama verður uppi á teningnum í næstu viku, vegna þings Norðurlandaráðs. Vísir/Vilhelm Umfangsmiklar götulokanir verða í Reykjavík í næstu viku, vegna þings Norðurlandaráðs, auk þess sem vopnaðir lögreglumenn munu sinna öryggisgæslu. Verulegar takmarkanir verða einnig á umferð um Þingvelli á mánudag. Greint er frá götulokunum í miðborg Reykjavíkur á vef lögreglunnar. Þar segir að á þinginu, sem fer fram 28. til 31. október, komi saman 87 þingmenn Norðurlandaráðs, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar, samstarfsráðherrar Norðurlanda og ýmsir aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum, auk fjölda gesta frá löndum utan Norðurlanda. Íslenska ríkið hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna þegar tekið er á móti þjóðarleiðtogum erlendra ríkja. Öryggi þjóðarleiðtoga erlendra ríkja sem hingað koma sé á ábyrgð íslenska ríkisins. Víðtækar götulokanir voru í miðborg Reykjavíkur í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Fram kemur í tilkynningu lögreglu að mikil öryggisgæsla verði í og við hið lokaða svæði meðan þingið stendur yfir. Þeir lögreglumenn sem komi að þeirri gæslu verði vopnaðir. Skemmst er að minnast víðtækra götulokana í miðborginni og vopnaðra lögreglumanna vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem haldinn var í Hörpu í maí á síðasta ári. Lokanirnar nú eru þó ekki jafn umfangsmiklar og þá. Ráðhúsið lokað Þær götulokanir sem um ræðir eru eftirfarandi: Í miðborg Reykjavíkur verður Vonarstræti lokað milli Lækjargötu og Suðurgötu. Templarasund og Kirkjustræti frá Pósthússtræti verður einnig lokað, auk þess sem Tjarnargötu á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis verður lokað. Svæðið sem um ræðir sést hér á korti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Bílastæðahúsi við Ráðhús Reykjavíkur verður lokað fyrir allri umferð en Tjarnargata frá Skothúsvegi verður opin að Tjarnargötu 14, þar sem tvístefnuakstur verður um opna hlutann á Tjarnargötu. Bílastæðahúsinu verður lokað mánudaginn 28. október kl. 8:00 og götulokanir taka gildi á sama tíma. Lokunum verður aflétt á miðvikudeginum 30. október kl. 16:00. Þá verður Ráðhús Reykjavíkur lokað almenningi frá laugardeginum 26. október til og með fimmtudeginum 31. október. Engin gangandi umferð um Þingvelli Vegna þingsins verða einnig verulegar takmarkanir á umferð ökutækja og hjólandi vegfarenda um Þingvelli næstkomandi mánudag, 28. október, og öll umferð gangandi vegfarenda bönnuð. „Það verður heimilt að aka til austurs um Þingvallaveg en lokað verður fyrir umferð til vesturs frá gatnamótum Þingvallavegar/Lyngdalsheiðar að gatnamótum Þingvallavegar/Grafningsvegar. Allri umferð til vesturs um Lyngdalsheiði frá Laugarvatni verður beint til suðurs við áðurnefnd gatnamót og niður á Biskupstungnabraut Þjónustumiðstöð á Leirum verður opin en Vallavegur frá þjónustumiðstöð verður lokaður. Öll umferð um Þinghelgi verður óheimil, auk þess sem aðkoma að Haki og Silfru verða lokuð. Lokanir taka gildi kl. 07:00 mánudaginn 28. október og gilda til miðnættis,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. Ferðamenn ganga um Þingvelli. Það verður ekki í boði á mánudaginn.Vísir/Arnar Lögreglan Þingvellir Norðurlandaráð Reykjavík Umferð Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Greint er frá götulokunum í miðborg Reykjavíkur á vef lögreglunnar. Þar segir að á þinginu, sem fer fram 28. til 31. október, komi saman 87 þingmenn Norðurlandaráðs, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar, samstarfsráðherrar Norðurlanda og ýmsir aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum, auk fjölda gesta frá löndum utan Norðurlanda. Íslenska ríkið hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna þegar tekið er á móti þjóðarleiðtogum erlendra ríkja. Öryggi þjóðarleiðtoga erlendra ríkja sem hingað koma sé á ábyrgð íslenska ríkisins. Víðtækar götulokanir voru í miðborg Reykjavíkur í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Fram kemur í tilkynningu lögreglu að mikil öryggisgæsla verði í og við hið lokaða svæði meðan þingið stendur yfir. Þeir lögreglumenn sem komi að þeirri gæslu verði vopnaðir. Skemmst er að minnast víðtækra götulokana í miðborginni og vopnaðra lögreglumanna vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem haldinn var í Hörpu í maí á síðasta ári. Lokanirnar nú eru þó ekki jafn umfangsmiklar og þá. Ráðhúsið lokað Þær götulokanir sem um ræðir eru eftirfarandi: Í miðborg Reykjavíkur verður Vonarstræti lokað milli Lækjargötu og Suðurgötu. Templarasund og Kirkjustræti frá Pósthússtræti verður einnig lokað, auk þess sem Tjarnargötu á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis verður lokað. Svæðið sem um ræðir sést hér á korti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Bílastæðahúsi við Ráðhús Reykjavíkur verður lokað fyrir allri umferð en Tjarnargata frá Skothúsvegi verður opin að Tjarnargötu 14, þar sem tvístefnuakstur verður um opna hlutann á Tjarnargötu. Bílastæðahúsinu verður lokað mánudaginn 28. október kl. 8:00 og götulokanir taka gildi á sama tíma. Lokunum verður aflétt á miðvikudeginum 30. október kl. 16:00. Þá verður Ráðhús Reykjavíkur lokað almenningi frá laugardeginum 26. október til og með fimmtudeginum 31. október. Engin gangandi umferð um Þingvelli Vegna þingsins verða einnig verulegar takmarkanir á umferð ökutækja og hjólandi vegfarenda um Þingvelli næstkomandi mánudag, 28. október, og öll umferð gangandi vegfarenda bönnuð. „Það verður heimilt að aka til austurs um Þingvallaveg en lokað verður fyrir umferð til vesturs frá gatnamótum Þingvallavegar/Lyngdalsheiðar að gatnamótum Þingvallavegar/Grafningsvegar. Allri umferð til vesturs um Lyngdalsheiði frá Laugarvatni verður beint til suðurs við áðurnefnd gatnamót og niður á Biskupstungnabraut Þjónustumiðstöð á Leirum verður opin en Vallavegur frá þjónustumiðstöð verður lokaður. Öll umferð um Þinghelgi verður óheimil, auk þess sem aðkoma að Haki og Silfru verða lokuð. Lokanir taka gildi kl. 07:00 mánudaginn 28. október og gilda til miðnættis,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. Ferðamenn ganga um Þingvelli. Það verður ekki í boði á mánudaginn.Vísir/Arnar
Lögreglan Þingvellir Norðurlandaráð Reykjavík Umferð Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira