Um blöndun menningarheima Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 27. október 2024 08:02 Við sem Íslendingar höfum þá sérstöðu að okkar menning, tungumál og hefðir hafa verið varðveittar mjög vel, enda erum við einangruð þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi breyst á undanförnum áratugum eða árhundruðum í íslenskri menningu, enda hefur bara ótrúlega mikið breyst frá því að ég var barn á sveitabæ í Austur-Húnavatnssýslu á 10. áratugnum. Þar fór ég í lítinn sveitaskóla þar sem hefðir, menning og líf var allt öðruvísi en þeirra sem bjuggu til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég þurfti að flytja úr sveitarfélaginu til að fara í framhaldsskóla þá kynntist ég nýju fólki sem hafði búið við allt aðrar aðstæður en ég, en ég gleymdi samt ekki mínum gildum, viðhorfum og venjum. Ég er ennþá sveitastúlka í húð og hár sem nýt mín best í fjósagallanum að mjólka beljurnar, í sauðburði með foreldrum mínum eða í réttum á haustin með mínu fólki. Ég nýt mín í kyrrðinni og náttúrunni, með dýrunum og fjallinu heima þar sem ég get týnt ber, jurtir og sveppi á haustin. Það breyttist ekki þótt ég byggi í stórborg í Bretlandi. Núorðið er Ísland orðið fjölbreyttara og skemmtilegra en það var þegar ég var að alast upp. Við erum nútímasamfélag sem samanstendur af fólki með alls konar bakgrunn og sögu. Fólk sem er hér fætt og uppalið, fólk sem hefur flust hingað, eða fólk sem hefur leitað hér skjóls vegna stríðsátaka eða annara hörmunga. Svo býr hér líka fólk sem hefur flust erlendis um tíma og lifað og hrærst í öðrum menningarheimum og komið svo aftur heim – þar með talið ég sjálf. Um skeið bjó ég í Bretlandi þar sem ég kynnist maka mínum, sem á móður sem fluttist þangað frá Indlandi á 8. áratug síðustu aldar. Það mætti því segja að ég hafi svo sannarlega blandast öðrum menningarheimum, og hef ég ekki hlotið skaða af. Þvert á móti hefur það auðgað líf mitt til muna, og gert mig víðsýnni og reyndari – og sömuleiðis gert mér kleift að kynnast ólíkum sjónarhornum, gildum og matseld, svo fátt sé nefnt. Forsætisráðherra sagði á fimmtudag í síðustu viku að við hefðum miklu að tapa ef á Íslandi yrði mikil blöndun menningarheima. Þetta er alls ekki í samræmi við mína reynslu, og raunar ótrúlega mikil vanvirðing við það fólk sem kemur frá öðrum menningarheimum og auðgar samfélagið okkar á hverjum degi. Á Íslandi eru 20% íbúa af erlendu bergi brotnir, og er þetta fólk sem vinnur í skólunum okkar, á hjúkrunarheimilum, á heilsugæslunum, í byggingarvinnu, hönnun, stjórnsýslunni og úti í búð. Þau tilheyra fjölskyldum okkar, eru vinnufélagar okkar og eru vinir barna okkar. Þau eru alveg jafn mikill hluti af okkar menningarheimi og hver annar Íslendingur, þó svo að þau hafi aðra lífsreynslu og við. Mér þykir það með öllu óásættanlegt að einstaklingur sem er í ábyrgðarstöðu gagnvart þjóðinni tali svona um hluta fólks í landinu, og geri lítið úr þeirra framlagi, þeirra sýn og þeirra lífsreynslu. Við sem þjóðfélag eigum miklu betra skilið betur frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar – og er ljóst að við þurfum eitthvað öðruvísi en þetta sama gamla sem hefur heldur betur sýnt sig að er ekki að ganga. Kjósum öðruvísi í næstu kosningum – kjósum Pírata. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Fjölmenning Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Við sem Íslendingar höfum þá sérstöðu að okkar menning, tungumál og hefðir hafa verið varðveittar mjög vel, enda erum við einangruð þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi breyst á undanförnum áratugum eða árhundruðum í íslenskri menningu, enda hefur bara ótrúlega mikið breyst frá því að ég var barn á sveitabæ í Austur-Húnavatnssýslu á 10. áratugnum. Þar fór ég í lítinn sveitaskóla þar sem hefðir, menning og líf var allt öðruvísi en þeirra sem bjuggu til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég þurfti að flytja úr sveitarfélaginu til að fara í framhaldsskóla þá kynntist ég nýju fólki sem hafði búið við allt aðrar aðstæður en ég, en ég gleymdi samt ekki mínum gildum, viðhorfum og venjum. Ég er ennþá sveitastúlka í húð og hár sem nýt mín best í fjósagallanum að mjólka beljurnar, í sauðburði með foreldrum mínum eða í réttum á haustin með mínu fólki. Ég nýt mín í kyrrðinni og náttúrunni, með dýrunum og fjallinu heima þar sem ég get týnt ber, jurtir og sveppi á haustin. Það breyttist ekki þótt ég byggi í stórborg í Bretlandi. Núorðið er Ísland orðið fjölbreyttara og skemmtilegra en það var þegar ég var að alast upp. Við erum nútímasamfélag sem samanstendur af fólki með alls konar bakgrunn og sögu. Fólk sem er hér fætt og uppalið, fólk sem hefur flust hingað, eða fólk sem hefur leitað hér skjóls vegna stríðsátaka eða annara hörmunga. Svo býr hér líka fólk sem hefur flust erlendis um tíma og lifað og hrærst í öðrum menningarheimum og komið svo aftur heim – þar með talið ég sjálf. Um skeið bjó ég í Bretlandi þar sem ég kynnist maka mínum, sem á móður sem fluttist þangað frá Indlandi á 8. áratug síðustu aldar. Það mætti því segja að ég hafi svo sannarlega blandast öðrum menningarheimum, og hef ég ekki hlotið skaða af. Þvert á móti hefur það auðgað líf mitt til muna, og gert mig víðsýnni og reyndari – og sömuleiðis gert mér kleift að kynnast ólíkum sjónarhornum, gildum og matseld, svo fátt sé nefnt. Forsætisráðherra sagði á fimmtudag í síðustu viku að við hefðum miklu að tapa ef á Íslandi yrði mikil blöndun menningarheima. Þetta er alls ekki í samræmi við mína reynslu, og raunar ótrúlega mikil vanvirðing við það fólk sem kemur frá öðrum menningarheimum og auðgar samfélagið okkar á hverjum degi. Á Íslandi eru 20% íbúa af erlendu bergi brotnir, og er þetta fólk sem vinnur í skólunum okkar, á hjúkrunarheimilum, á heilsugæslunum, í byggingarvinnu, hönnun, stjórnsýslunni og úti í búð. Þau tilheyra fjölskyldum okkar, eru vinnufélagar okkar og eru vinir barna okkar. Þau eru alveg jafn mikill hluti af okkar menningarheimi og hver annar Íslendingur, þó svo að þau hafi aðra lífsreynslu og við. Mér þykir það með öllu óásættanlegt að einstaklingur sem er í ábyrgðarstöðu gagnvart þjóðinni tali svona um hluta fólks í landinu, og geri lítið úr þeirra framlagi, þeirra sýn og þeirra lífsreynslu. Við sem þjóðfélag eigum miklu betra skilið betur frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar – og er ljóst að við þurfum eitthvað öðruvísi en þetta sama gamla sem hefur heldur betur sýnt sig að er ekki að ganga. Kjósum öðruvísi í næstu kosningum – kjósum Pírata. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun