Skírnin fór fram á Hótel Borg þar sem séra Guðni Már Harðarson stýrði athöfninni.
„Bella Eldon Logadóttir. Litla fallega blómarósin okkar fékk nafnið sitt við fallega athöfn í faðmi nánustu fjölskyldu og vina.
Séra Guðni Már Harðarson fjölskylduvinur skírði og Guðrún Árný flutti falleg lög.
Yndislegur og hamingjuríkur dagur 26.10.2024,“ skrifar Inga Tinna og deilir fallegum myndum frá deginum.
Inga Tinna og Logi fóru að stinga saman nefjum í upphafi ársins 2023. Bæði hafa getið sér góðs orðs innan sinna starfsgreina, Inga sem frumkvöðull á sviði hugbúnaðarlausna og Logi sem sérfræðingur í handbolta.
Stúlkan er fyrsta Ingu Tinnu en fyrir á Logi tvö börn.