Frá þessu greinir Christian Pilgaard, sonur hans, í fréttatilkynningu. „Elskulegur faðir minn er látinn. Ég mun sakna nærveru hans og lífsgleði og minning hans mun lifa um ókomna tíð í hjörtum okkar.
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins segir að Pilgaard hafi verið einn þekktasti leikari og grínisti Danmerkur síðastliðin rúm fjörutíu ár. Hann hafi til að mynda verið burðarstólpi í Sirkusrevíunni í Bakken í fjörutíu ár.
Á síðustu árum hafi hann til að mynda leikið í þáttunum Borgen og kvikmyndum á borð við Kongekabale og Næturvaktina.