Foreldrar þurftu frá að hverfa með yngstu börnin sín Bjarki Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 29. október 2024 10:14 Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. Skagafjörður Formaður félags leikskólakennara segir greinilegt að fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki. Tilefnið er afstaða Skagafjarðar þess efnis að starfsfólk utan Kennarasambands Íslands megi ganga í störf kennara sem eru í verkfalli. Foreldrar barna á Sauðárkróki þurftu frá að hverfa af leikskóla bæjarins í morgun eftir að hafa verið tjáð að leikskólinn yrði opinn. Kennarar í níu skólum víða um land lögðu niður störf á miðnætti. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Að öllu óbreyttu hefst verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík þann 11. nóvember en 25. nóvember í Árbæjarskóla í Reykjavík, Garðaskóla í Garðabæ og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Einn leikskólanna er Ársalir á Sauðárkróki. Þrátt fyrir boðað verkfall fengu foreldrar barna í skólanum tölvupóst síðdegis í gær þar sem tilkynnt var að skerðing yrði á starfsemi leikskólans. Opnunartími yrði frá 8:20 til 15:40 og var feitletrað í póstinum, til að leggja áherslu á það, að barnið mætti mæta í skólann. Neyðarkall til grunnskólakennara á Króknum Formaður Félags grunnskólakennara brást skjótt við og sendi fjöldapóst á grunnskólakennara á Sauðárkróki og hvatti þá til að mæta við leikskólann í morgunsárið og stöðva verkfallsbrot. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/Einar „Mig langar til þess að höfða til ykkar allra um að sýna starfssystrum okkar og -bræðrum í Ársölum fulla samstöðu. Ef þið eigið þess nokkurn kost að líta við í leikskólanum í morgunsárið og taka þátt í verkfallsvörslu með fólki sem verður mætt snemmendis frá Reykjavík og Akureyri. Þarna verða kennarar frá Lundarskóla á Akureyri, sem einnig eru að hefja verkfall, formaður Félags leikskólakennara, varaformaður FG og lögfræðingur frá Kennarasambandinu,“ sagði Mjöll Matthíasdóttir formaður Félags grunnskólakennara. Haraldur Freyr Gíslason er formaður Félags leikskólakennara og var mættur norður í Skagafjörð fyrir allar aldir. „Það var ljóst seinnipartinn í gær að sveitarfélagið Skagafjörður ætlaði ekki að virða viðmiðunarreglur KÍ. Þá var lítið annað að gera en að verja störfin með félagsfólki. Hér voru mættir kennarar af öllum skólastigum og öllum skólagerðum að verja kennara á leikskólastigi. Það var bara staðan. Það er sorglegt að segja það en það sýnir kannski virðingu sveitarfélagsins fyrir störfum kennaranna á leikskólastiginu,“ segir Haraldur Freyr. Fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki Hann er verulega ósáttur við viðbrögð sveitarfélagsins. „Við vissum að við þurfum að fjárfesta í kennurum en kannski miðað við þetta er greinilegt að við þurfum að fjárfesta í betra sveitarstjórnarfólki.“ Haraldur Freyr Gíslason er formaður Félags leikskólakennara. Hann segir sveitarfélagið hafa talið sig geta látið annað starfsfólk ganga í störf deildarstjóra á leikskólanum. Það gangi ekki að mati félagsins. Þónokkrir foreldrar mættu með börn sín í Ársali í morgun en þurftu frá að hverfa. „Það voru einhverjir foreldrar sem mættu enda höfðu þau fengið póst um að þau gætu mætt með börnin sín í leikskólann. Það er að sjálfsögðu ekki við foreldrana að sakast. Það er við sveitarfélagið að sakast.“ Kennarasambandið hafi reynt að ræða málið við sveitarfélagið á fundi í gær en ekki tekist. Stórkostlegt að sjá samstöðuna „Ég veit svo sem ekkert hvort þau vilja ræða við okkur eitthvað meira. Þetta var framkvæmt svona af þeim. Þá er það eina sem kennararnir geta gert að verja sín störf. Það var stórkostlegt að sjá samstöðuna milli kennaranna á öllum skólastigum og öllum skólagerðum sem voru mætt til að aðstoða við verkfallsvörsluna.“ Verkfallsvarsla hafi gengið mjög vel. „Allir mjög kurteisir og prúðir. Þetta var bara til fyrirmyndar. Það er ekki undan neinu að kvarta.“ Leikskólabörn á Sauðárkróki eru heima í dag eins og á Seltjarnarnesi.Vísir/Vilhelm Hann segir Félag leikskólakennara taka afstöðu sveitarfélagsins mjög alvarlega. Hann hafi ekki heyrt af slíkum viðbrögðum í öðrum sveitarfélögum. „Ég veit ekki betur en að það hafi sloppið til, allavega hingað til. En hvað verður á morgun, hinn og hinn veit ég ekki. En það er líka sorglegt að ég hafi þurft að vera hér fyrir norðan þegar þessi kjaradeila mun ekki leysast nema við kjarasamningsborðið. Þar bera sveitarfélögin ábyrg því ég sit við samningaborðið að semja við sveitarfélögin. Ég er ekkert að semja við samninganefnd sveitarfélaganna. Það eru sveitarfélögin sem veita samninganefnd sitt umboð. Það er þar sem þessi kjaradeila mun leysast.“ Áfram verði fylgst með málinu. „Ef þetta verður áfram afstaðan verða kennarar að halda áfram að verja sín störf.“ Skagafjörður Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Tengdar fréttir Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01 Verkföll hefjast á morgun: „Þetta er þvílíkur ómöguleiki“ Að öllu óbreyttu hefjast verkföll kennara í níu skólum á morgun. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir stöðuna grafalvarlega og er afar svartsýn á að samningar náist í dag. 28. október 2024 14:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Kennarar í níu skólum víða um land lögðu niður störf á miðnætti. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Að öllu óbreyttu hefst verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík þann 11. nóvember en 25. nóvember í Árbæjarskóla í Reykjavík, Garðaskóla í Garðabæ og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Einn leikskólanna er Ársalir á Sauðárkróki. Þrátt fyrir boðað verkfall fengu foreldrar barna í skólanum tölvupóst síðdegis í gær þar sem tilkynnt var að skerðing yrði á starfsemi leikskólans. Opnunartími yrði frá 8:20 til 15:40 og var feitletrað í póstinum, til að leggja áherslu á það, að barnið mætti mæta í skólann. Neyðarkall til grunnskólakennara á Króknum Formaður Félags grunnskólakennara brást skjótt við og sendi fjöldapóst á grunnskólakennara á Sauðárkróki og hvatti þá til að mæta við leikskólann í morgunsárið og stöðva verkfallsbrot. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/Einar „Mig langar til þess að höfða til ykkar allra um að sýna starfssystrum okkar og -bræðrum í Ársölum fulla samstöðu. Ef þið eigið þess nokkurn kost að líta við í leikskólanum í morgunsárið og taka þátt í verkfallsvörslu með fólki sem verður mætt snemmendis frá Reykjavík og Akureyri. Þarna verða kennarar frá Lundarskóla á Akureyri, sem einnig eru að hefja verkfall, formaður Félags leikskólakennara, varaformaður FG og lögfræðingur frá Kennarasambandinu,“ sagði Mjöll Matthíasdóttir formaður Félags grunnskólakennara. Haraldur Freyr Gíslason er formaður Félags leikskólakennara og var mættur norður í Skagafjörð fyrir allar aldir. „Það var ljóst seinnipartinn í gær að sveitarfélagið Skagafjörður ætlaði ekki að virða viðmiðunarreglur KÍ. Þá var lítið annað að gera en að verja störfin með félagsfólki. Hér voru mættir kennarar af öllum skólastigum og öllum skólagerðum að verja kennara á leikskólastigi. Það var bara staðan. Það er sorglegt að segja það en það sýnir kannski virðingu sveitarfélagsins fyrir störfum kennaranna á leikskólastiginu,“ segir Haraldur Freyr. Fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki Hann er verulega ósáttur við viðbrögð sveitarfélagsins. „Við vissum að við þurfum að fjárfesta í kennurum en kannski miðað við þetta er greinilegt að við þurfum að fjárfesta í betra sveitarstjórnarfólki.“ Haraldur Freyr Gíslason er formaður Félags leikskólakennara. Hann segir sveitarfélagið hafa talið sig geta látið annað starfsfólk ganga í störf deildarstjóra á leikskólanum. Það gangi ekki að mati félagsins. Þónokkrir foreldrar mættu með börn sín í Ársali í morgun en þurftu frá að hverfa. „Það voru einhverjir foreldrar sem mættu enda höfðu þau fengið póst um að þau gætu mætt með börnin sín í leikskólann. Það er að sjálfsögðu ekki við foreldrana að sakast. Það er við sveitarfélagið að sakast.“ Kennarasambandið hafi reynt að ræða málið við sveitarfélagið á fundi í gær en ekki tekist. Stórkostlegt að sjá samstöðuna „Ég veit svo sem ekkert hvort þau vilja ræða við okkur eitthvað meira. Þetta var framkvæmt svona af þeim. Þá er það eina sem kennararnir geta gert að verja sín störf. Það var stórkostlegt að sjá samstöðuna milli kennaranna á öllum skólastigum og öllum skólagerðum sem voru mætt til að aðstoða við verkfallsvörsluna.“ Verkfallsvarsla hafi gengið mjög vel. „Allir mjög kurteisir og prúðir. Þetta var bara til fyrirmyndar. Það er ekki undan neinu að kvarta.“ Leikskólabörn á Sauðárkróki eru heima í dag eins og á Seltjarnarnesi.Vísir/Vilhelm Hann segir Félag leikskólakennara taka afstöðu sveitarfélagsins mjög alvarlega. Hann hafi ekki heyrt af slíkum viðbrögðum í öðrum sveitarfélögum. „Ég veit ekki betur en að það hafi sloppið til, allavega hingað til. En hvað verður á morgun, hinn og hinn veit ég ekki. En það er líka sorglegt að ég hafi þurft að vera hér fyrir norðan þegar þessi kjaradeila mun ekki leysast nema við kjarasamningsborðið. Þar bera sveitarfélögin ábyrg því ég sit við samningaborðið að semja við sveitarfélögin. Ég er ekkert að semja við samninganefnd sveitarfélaganna. Það eru sveitarfélögin sem veita samninganefnd sitt umboð. Það er þar sem þessi kjaradeila mun leysast.“ Áfram verði fylgst með málinu. „Ef þetta verður áfram afstaðan verða kennarar að halda áfram að verja sín störf.“
Skagafjörður Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Tengdar fréttir Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01 Verkföll hefjast á morgun: „Þetta er þvílíkur ómöguleiki“ Að öllu óbreyttu hefjast verkföll kennara í níu skólum á morgun. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir stöðuna grafalvarlega og er afar svartsýn á að samningar náist í dag. 28. október 2024 14:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01
Verkföll hefjast á morgun: „Þetta er þvílíkur ómöguleiki“ Að öllu óbreyttu hefjast verkföll kennara í níu skólum á morgun. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir stöðuna grafalvarlega og er afar svartsýn á að samningar náist í dag. 28. október 2024 14:23