Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar 29. október 2024 21:17 Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld þar sem Magnús Þór, formaður Kennarasambands Íslands, og Inga Rún, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), mættust til að ræða kjaramál kennara. Það kemur líklega engum á óvart að ég var gríðarlega ánægð með fulltrúa míns stéttarfélags í þessum þætti. Magnús var rólegur og með sitt á hreinu þar sem hann svaraði fullyrðingum frá mótaðilanum sem hjakkaði í einhverjum hjólförum sem fulltrúar sveitarfélaganna virðast bara ekki komst upp úr. Engu breytir þó fallið hafi dómur þar sem sýnt var fram á hið gangstæða eða að tölurnar sem gripnar eru á lofti sem launahækkanir séu viðmiðunartala sem nefnd var en ekki tala sem liggur fyrir í kröfugerð. Það er miklu einfaldara að fara bara ítrekað með sömu möntruna aftur og aftur og svara engu öðru. „Það er fullt af leiðum fyrir kennara til að auka virði sitt í samningum,” sagði Inga Rún. Sem sagt, þið getið fengið launahækkun ef þið vinnið meira. Þetta er svo sem í takt við annað sem heyrst hefur úr ranni SÍS í fjölmiðlum, kennarar eru alltaf í fríi (á tímum sem þeir ráða engu um, allt fer eftir skóladagatali og unnið á móti með lengri vinnuviku og samningsbundinni endurmenntun), kennarar ráða svo miklu af vinnutíma sínum (nema hvenær þeir borða og fara á klósettið, það fer eftir stundatöflu), það kom svo víst inn stytting í síðasta kjarasamningi (en hún má samt ekki kosta neitt og ekki koma niður á gæðum kennslunnar og ekki vera heilir dagar og ekki eiginlega vera neitt). Svo eru það blessuð vetrarleyfin sem voru að klárast (sem koma frá sveitarfélögunum, ekki stéttarfélagi kennara sem hafa ekkert val um að vera í leyfi á dýrustu tímum ársins), þetta er bara endalaus listi. Ekki er hins vegar minnst á lífeyrisréttindin sem voru skert með samkomulagi fyrir 8 árum og átti að bæta upp bara næstum strax með jöfnun launa! Það sem Kennarasambandið hefur lagt áherslu á frá upphafi viðræðna, er að samkomulagið sem gert var árið 2016 sé virt! Það virðist vera algjört aukaatriði að fólk vilji fá bætt réttindi sem samþykkt var að skerða. Það virðist heldur ekki hvarfla að samninganefnd sveitarfélaganna að ef kennarar væru svona ofaldir af laununum sem þeir nenna ekki að vinna fyrir þá væri líklega ekki vöntun á kennurum í skólum þessa lands heldur offramboð. Ekki þarf að fara lengra en í atvinnuauglýsingar hjá Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélaginu, til að sýna fram á hið gagnstæða. Það er eitthvað mikið að þegar fólki er sagt að það þurfti sjálft að finna leiðir til að auka virði sitt, velja hvaða réttindi það vill gefa eftir svo hægt sé að hugsanlega mögulega kannski íhuga einhverja launahækkun. Ég veit að Inga Rún hefur ekki orðað þetta nákvæmlega svona í þættinum en það er ekkert rosalega erfitt að lesa á milli línanna þessa dagana. Það virðist fara mikið fyrir brjóstið á þeim sem KÍ er að semja við að öll kennarastéttin standi sameinuð í baráttunni, í fyrsta sinn í sögunni. Ástæðan er einföld, við viljum öll að samkomulagið frá 2016 verði virt, það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra. Fulltrúar sambandsins geta haldið áfram að fara með möntruna sína en ættu að vera meðvitaðir um að það eina sem slíkt gerir er að þétta raðirnar og auka samstöðuna. Við viljum að sérfræðiþekking okkar sé metin að verðleikum, ekki að við þurfum sjálf að finna leiðir til að auka virði okkar því eins og staðan er núna væri einfaldasta leiðin til þess að finna sér annað starf og það ætti enginn að þurfa að standa frammi fyrir slíkum afarkostum! Höfundur er kennslukona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld þar sem Magnús Þór, formaður Kennarasambands Íslands, og Inga Rún, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), mættust til að ræða kjaramál kennara. Það kemur líklega engum á óvart að ég var gríðarlega ánægð með fulltrúa míns stéttarfélags í þessum þætti. Magnús var rólegur og með sitt á hreinu þar sem hann svaraði fullyrðingum frá mótaðilanum sem hjakkaði í einhverjum hjólförum sem fulltrúar sveitarfélaganna virðast bara ekki komst upp úr. Engu breytir þó fallið hafi dómur þar sem sýnt var fram á hið gangstæða eða að tölurnar sem gripnar eru á lofti sem launahækkanir séu viðmiðunartala sem nefnd var en ekki tala sem liggur fyrir í kröfugerð. Það er miklu einfaldara að fara bara ítrekað með sömu möntruna aftur og aftur og svara engu öðru. „Það er fullt af leiðum fyrir kennara til að auka virði sitt í samningum,” sagði Inga Rún. Sem sagt, þið getið fengið launahækkun ef þið vinnið meira. Þetta er svo sem í takt við annað sem heyrst hefur úr ranni SÍS í fjölmiðlum, kennarar eru alltaf í fríi (á tímum sem þeir ráða engu um, allt fer eftir skóladagatali og unnið á móti með lengri vinnuviku og samningsbundinni endurmenntun), kennarar ráða svo miklu af vinnutíma sínum (nema hvenær þeir borða og fara á klósettið, það fer eftir stundatöflu), það kom svo víst inn stytting í síðasta kjarasamningi (en hún má samt ekki kosta neitt og ekki koma niður á gæðum kennslunnar og ekki vera heilir dagar og ekki eiginlega vera neitt). Svo eru það blessuð vetrarleyfin sem voru að klárast (sem koma frá sveitarfélögunum, ekki stéttarfélagi kennara sem hafa ekkert val um að vera í leyfi á dýrustu tímum ársins), þetta er bara endalaus listi. Ekki er hins vegar minnst á lífeyrisréttindin sem voru skert með samkomulagi fyrir 8 árum og átti að bæta upp bara næstum strax með jöfnun launa! Það sem Kennarasambandið hefur lagt áherslu á frá upphafi viðræðna, er að samkomulagið sem gert var árið 2016 sé virt! Það virðist vera algjört aukaatriði að fólk vilji fá bætt réttindi sem samþykkt var að skerða. Það virðist heldur ekki hvarfla að samninganefnd sveitarfélaganna að ef kennarar væru svona ofaldir af laununum sem þeir nenna ekki að vinna fyrir þá væri líklega ekki vöntun á kennurum í skólum þessa lands heldur offramboð. Ekki þarf að fara lengra en í atvinnuauglýsingar hjá Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélaginu, til að sýna fram á hið gagnstæða. Það er eitthvað mikið að þegar fólki er sagt að það þurfti sjálft að finna leiðir til að auka virði sitt, velja hvaða réttindi það vill gefa eftir svo hægt sé að hugsanlega mögulega kannski íhuga einhverja launahækkun. Ég veit að Inga Rún hefur ekki orðað þetta nákvæmlega svona í þættinum en það er ekkert rosalega erfitt að lesa á milli línanna þessa dagana. Það virðist fara mikið fyrir brjóstið á þeim sem KÍ er að semja við að öll kennarastéttin standi sameinuð í baráttunni, í fyrsta sinn í sögunni. Ástæðan er einföld, við viljum öll að samkomulagið frá 2016 verði virt, það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra. Fulltrúar sambandsins geta haldið áfram að fara með möntruna sína en ættu að vera meðvitaðir um að það eina sem slíkt gerir er að þétta raðirnar og auka samstöðuna. Við viljum að sérfræðiþekking okkar sé metin að verðleikum, ekki að við þurfum sjálf að finna leiðir til að auka virði okkar því eins og staðan er núna væri einfaldasta leiðin til þess að finna sér annað starf og það ætti enginn að þurfa að standa frammi fyrir slíkum afarkostum! Höfundur er kennslukona
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun