Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar 30. október 2024 08:00 Það er ekki að ósekju að áfengis og vímuefnasýki sé kölluð fjölskyldusjúkdómur. Það er ekki bara sá veiki sem þjáist, öll fjölskyldan og jafnvel vinir finna mikið fyrir afleiðingum neyslunnar. Frásögn af bræðrunum Jóni Kjartani og Sindra Geir, sem faðir þeirra Ásgeir Gíslason treysti mér fyrir, vakti mikla athygli á dögunum. Að bræður í blóma lífsins látist á sama sólarhringnum í sömu íbúð úr ofskömmtun er sorglegra en orð fá lýst. En um leið er þetta grimm áminning um hræðilegar afleiðingar sjúkdómsins. Eftir sitja aðstandendur í djúpri sorg og vanmætti. Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður. Faðir missti líka drengina sína tvo. Þrjár systur syrgja núna bræður sína. Tvö ung börn Sindra, þriggja ára sonur og dóttir sem er tæpra tveggja ára, fá aldrei að kynnast föður sínum. Sindri lagði mikið á sig til þess að ná að vera edrú fyrir sig og fjölskyldu sína. En því miður náði sjúkdómurinn yfirhöndinni í lokin. Kemur þar margt til, meðal annars skortur á eftirfylgni að lokinni meðferð. Og nú eru tvö lítil börn föðurlaus. Hér verður að árétta að fjölskylda Sindra og Jóns Kjartans kenna engum um að svo illa fór. Þau vilja bara að samfélagið viðurkenni vandann eins og hann er. Að raunverulegar úrbætur forði öðrum frá svona mikilli sorg. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum og fjárveitingarvaldinu, ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Allt fagfólkið okkar sem vinnur í þessum málaflokki gerir það ekki bara fyrir launin heldur líka af hugsjón. Þeim finnst sárt að löng bið sé eina svarið. Biðlistar og forgangsröðun kemur til af illri nauðsyn í fjársveltu kerfi. Aðstandendur gleymast of oft. En stöðu þeirra verðum við líka að geta rætt. Ekki til að velta okkur upp úr sorg eða erfiðleikum heldur til þess að öðlast skilning á raunverulegum afleiðingum sjúkdómsins og þá miklu þjáningu sem aðstandendur ganga líka í gegnum. Við erum samfélag og eigum að sýna samkennd, en ekki fjárhagslegt fálæti gagnvart erfiðleikum fólks. Ég ræddi nýverið við föður sem kom syni sínum í meðferð í einu af nágrannalöndunum. Það lá mikið á, plássið losnaði óvænt og fjölskyldan greiddi háar fjárhæðir í ferðakostnað, meðferðina og uppihald. Þegar allt var talið reyndist þetta vera um þrjár milljónir króna. Svarið sem fæst frá hinu opinbera er að úr því samþykki fékkst ekki fyrir fram, þá verður ekkert endurgreitt. Faðirinn sér ekki eftir peningunum enda gengur syni hans vel. En honum finnst sérstakt að fólk sem í flýti kemur ástvini í skjól erlendis, af því hér eru langir biðlistar, fái þessi svör. Sú sjálfsagða sjálfsbjargarviðleitni leiðir síðan til þess að kerfið hér fer í lás. Computer says no. Þetta er dæmi um álagið sem aðstandendur standa frammi fyrir. Áhyggjur af velferð ástvina sem fá ekki aðstoð. Áhyggjur af fjárhagnum. Það er álag að sinna veiku fólki. Ekki síst innan fjölskyldunnar. Mér finnst að við eigum að gera meira til að létta aðstandendum lífið. Aukin sálfræðistuðningur, niðurgreiddur, og bætt aðgengi að þjónustu geðlækna væri gott fyrsta skref. Ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Viðreisn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki að ósekju að áfengis og vímuefnasýki sé kölluð fjölskyldusjúkdómur. Það er ekki bara sá veiki sem þjáist, öll fjölskyldan og jafnvel vinir finna mikið fyrir afleiðingum neyslunnar. Frásögn af bræðrunum Jóni Kjartani og Sindra Geir, sem faðir þeirra Ásgeir Gíslason treysti mér fyrir, vakti mikla athygli á dögunum. Að bræður í blóma lífsins látist á sama sólarhringnum í sömu íbúð úr ofskömmtun er sorglegra en orð fá lýst. En um leið er þetta grimm áminning um hræðilegar afleiðingar sjúkdómsins. Eftir sitja aðstandendur í djúpri sorg og vanmætti. Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður. Faðir missti líka drengina sína tvo. Þrjár systur syrgja núna bræður sína. Tvö ung börn Sindra, þriggja ára sonur og dóttir sem er tæpra tveggja ára, fá aldrei að kynnast föður sínum. Sindri lagði mikið á sig til þess að ná að vera edrú fyrir sig og fjölskyldu sína. En því miður náði sjúkdómurinn yfirhöndinni í lokin. Kemur þar margt til, meðal annars skortur á eftirfylgni að lokinni meðferð. Og nú eru tvö lítil börn föðurlaus. Hér verður að árétta að fjölskylda Sindra og Jóns Kjartans kenna engum um að svo illa fór. Þau vilja bara að samfélagið viðurkenni vandann eins og hann er. Að raunverulegar úrbætur forði öðrum frá svona mikilli sorg. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum og fjárveitingarvaldinu, ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Allt fagfólkið okkar sem vinnur í þessum málaflokki gerir það ekki bara fyrir launin heldur líka af hugsjón. Þeim finnst sárt að löng bið sé eina svarið. Biðlistar og forgangsröðun kemur til af illri nauðsyn í fjársveltu kerfi. Aðstandendur gleymast of oft. En stöðu þeirra verðum við líka að geta rætt. Ekki til að velta okkur upp úr sorg eða erfiðleikum heldur til þess að öðlast skilning á raunverulegum afleiðingum sjúkdómsins og þá miklu þjáningu sem aðstandendur ganga líka í gegnum. Við erum samfélag og eigum að sýna samkennd, en ekki fjárhagslegt fálæti gagnvart erfiðleikum fólks. Ég ræddi nýverið við föður sem kom syni sínum í meðferð í einu af nágrannalöndunum. Það lá mikið á, plássið losnaði óvænt og fjölskyldan greiddi háar fjárhæðir í ferðakostnað, meðferðina og uppihald. Þegar allt var talið reyndist þetta vera um þrjár milljónir króna. Svarið sem fæst frá hinu opinbera er að úr því samþykki fékkst ekki fyrir fram, þá verður ekkert endurgreitt. Faðirinn sér ekki eftir peningunum enda gengur syni hans vel. En honum finnst sérstakt að fólk sem í flýti kemur ástvini í skjól erlendis, af því hér eru langir biðlistar, fái þessi svör. Sú sjálfsagða sjálfsbjargarviðleitni leiðir síðan til þess að kerfið hér fer í lás. Computer says no. Þetta er dæmi um álagið sem aðstandendur standa frammi fyrir. Áhyggjur af velferð ástvina sem fá ekki aðstoð. Áhyggjur af fjárhagnum. Það er álag að sinna veiku fólki. Ekki síst innan fjölskyldunnar. Mér finnst að við eigum að gera meira til að létta aðstandendum lífið. Aukin sálfræðistuðningur, niðurgreiddur, og bætt aðgengi að þjónustu geðlækna væri gott fyrsta skref. Ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun