Eins og að halda Óskarsverðlaunin með enga konu í salnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 11:00 Emma Hayes með son sinn Harry eftir sigurleik á móti Íslandi í vináttulandsleik í Nashville. Getty/Brad Smith Emma Hayes, þjálfari bandaríska landsliðsins og nýkjörin þjálfari ársins á verðlaunahátíð Gullhnattarins, Ballon d'Or, hikaði ekkert við að gagnrýna hátíðina og þá sérstaklega tímasetninguna. Hayes fékk vissulega verðlaunin í ár en hún var ekki á staðnum eins og margir þjálfarar og leikmenn úr kvennaboltanum. Ástæðan er að hátíðin var haldin í miðjum landsliðsglugga hjá kvenfólkinu. Það er því ekki mögulegt fyrir flestar bestu knattspyrnukonur heims að mæta. Sú besta, Aitana Bonmatí, fékk frí frá landsleikjunum Spánar og var því mætt til Parísar. Hún var ein af undantekningunum því það voru fáar knattspyrnukonur í salnum. „Þetta er bara eins og að halda Óskarsverðlaunin eða Golden Globe hátíðina með enga konu í salnum,“ sagði Emma Hayes. ESPN segir frá. „Þetta á ekki að geta gerst en eins og með margt þessu tengt þá eru menn ekkert að pæla í þessu fyrr en eftir á,“ sagði Hayes. Hayes segir það vissulega heiður fyrir sig að fá verðlaunin og hún sé ánægð með að vera með landsliðinu sínu þar sem bíður leikur við Argentínu. Bandaríska landsliðið vann Ísland tvisvar í þessum glugga en liðið spilar þrjá leiki í honum. Hayes segir að konurnar eigi skilið að fá að njóta uppskerunnar fyrir góða frammistöðu á árinu. „Fyrir þessa leikmenn og þjálfara þá er þetta staður og stund til að vera metin að verðleikum. Þetta fyrirkomulag er því vonbrigði,“ sagði Hayes. „Ég ræddi þetta við skipuleggjendurna og þeir sögðu mér að þetta væri eitthvað sem þeir ætluðu að breyta í framtíðinni. Við skulum vona að það sé satt,“ sagði Hayes. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Hayes fékk vissulega verðlaunin í ár en hún var ekki á staðnum eins og margir þjálfarar og leikmenn úr kvennaboltanum. Ástæðan er að hátíðin var haldin í miðjum landsliðsglugga hjá kvenfólkinu. Það er því ekki mögulegt fyrir flestar bestu knattspyrnukonur heims að mæta. Sú besta, Aitana Bonmatí, fékk frí frá landsleikjunum Spánar og var því mætt til Parísar. Hún var ein af undantekningunum því það voru fáar knattspyrnukonur í salnum. „Þetta er bara eins og að halda Óskarsverðlaunin eða Golden Globe hátíðina með enga konu í salnum,“ sagði Emma Hayes. ESPN segir frá. „Þetta á ekki að geta gerst en eins og með margt þessu tengt þá eru menn ekkert að pæla í þessu fyrr en eftir á,“ sagði Hayes. Hayes segir það vissulega heiður fyrir sig að fá verðlaunin og hún sé ánægð með að vera með landsliðinu sínu þar sem bíður leikur við Argentínu. Bandaríska landsliðið vann Ísland tvisvar í þessum glugga en liðið spilar þrjá leiki í honum. Hayes segir að konurnar eigi skilið að fá að njóta uppskerunnar fyrir góða frammistöðu á árinu. „Fyrir þessa leikmenn og þjálfara þá er þetta staður og stund til að vera metin að verðleikum. Þetta fyrirkomulag er því vonbrigði,“ sagði Hayes. „Ég ræddi þetta við skipuleggjendurna og þeir sögðu mér að þetta væri eitthvað sem þeir ætluðu að breyta í framtíðinni. Við skulum vona að það sé satt,“ sagði Hayes.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira