Biden í bobba eftir ummæli um rusl Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. október 2024 07:12 Tilraun Bidens til að blanda sér í ruslumræðuna hefur komið demókrötum í bobba. Chip Somodevilla/Getty Images Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. Baráttan hefur verið óvenju hörð og stór orð hafa verið látin falla. Mikla athygli vakti á dögunum þegar fremur óþekktur grínisti kom fram á fundi með Donald Trump í New York á dögunum þar sem hann líkti eyjunni Puerto Rico við ruslahaug. Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á mörgum og frambjóðendur demókrata nýttu sér þau til að gagnrýna orðræðu Trump og hans stuðningsmanna í garð innflytjenda. Joe Biden forseti og fyrrverandi frambjóðandi blandaði sér svo í slaginn í gærkvöldi með ummælum sem eru þó ekki talin koma Kamölu Harris sérstaklega vel. Í stuttu myndskeiði sést hann gagnrýna ummælin harðlega og segist ekki kannast við rusl í tengslum við fólk frá Puerto Rico. Eina ruslið sem hann sjái séu stuðningsmenn Trumps, virðist hann segja. Þessi ummæli forsetans hafa síðan aftur vakið gríðarlega hörð viðbrögð hjá Repúblikönum sem hafa hamast á forsetanum aldna. JD Vance varaforsetaefni Trump segir að með þessum ummælum hafi Biden ráðist að helmingi Bandaríkjamanna og Trump sjálfur vék að ummælunum á kosningafundi í Pennsylvaníu. Hann hæddist síðan að forsetanum aldna og bað stuðningsmenn sína um að fyrirgefa honum, þar sem hann vissi ekki hvað hann væri að segja. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Baráttan hefur verið óvenju hörð og stór orð hafa verið látin falla. Mikla athygli vakti á dögunum þegar fremur óþekktur grínisti kom fram á fundi með Donald Trump í New York á dögunum þar sem hann líkti eyjunni Puerto Rico við ruslahaug. Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á mörgum og frambjóðendur demókrata nýttu sér þau til að gagnrýna orðræðu Trump og hans stuðningsmanna í garð innflytjenda. Joe Biden forseti og fyrrverandi frambjóðandi blandaði sér svo í slaginn í gærkvöldi með ummælum sem eru þó ekki talin koma Kamölu Harris sérstaklega vel. Í stuttu myndskeiði sést hann gagnrýna ummælin harðlega og segist ekki kannast við rusl í tengslum við fólk frá Puerto Rico. Eina ruslið sem hann sjái séu stuðningsmenn Trumps, virðist hann segja. Þessi ummæli forsetans hafa síðan aftur vakið gríðarlega hörð viðbrögð hjá Repúblikönum sem hafa hamast á forsetanum aldna. JD Vance varaforsetaefni Trump segir að með þessum ummælum hafi Biden ráðist að helmingi Bandaríkjamanna og Trump sjálfur vék að ummælunum á kosningafundi í Pennsylvaníu. Hann hæddist síðan að forsetanum aldna og bað stuðningsmenn sína um að fyrirgefa honum, þar sem hann vissi ekki hvað hann væri að segja.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15