Þetta fullyrðir breska götublaðið Daily Mail. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að Kim hafi fyrir mánuði síðan tjáð sig á Instagram um það að hún hafi gefið syni sínum leyfi til þess að vera með Youtube síðu gegn því að hann samþykkti að fylgja ákveðnum reglum. Voru þær undirritaðar af stráknum í mjög formlegum skriflegum samningi. Svo virðist vera sem þær hafi nú verið brotnar.
Fram kemur að hinn átta ára gamli strákur hafi meðal annars birt mynd í meme stíl af varaforsetanum þar sem mátti sjá skó teiknimyndapersónu á andliti hennar. Stóð fyrir neðan: „Ég steig í skít.“ Örstutt er í kosningar vestanhafs sem fara fram á þriðjudag.
Mikil umræða hefur skapast um færslur stráksins á meðal netverja og aðdáenda þeirra Kanye West föður hans og móður hans Kim. Tengja flestir færslur stráksins við stuðning föður hans við Donald Trump.
Kanye hefur um langa hríð verið mikill stuðningsmaður forsetans. Athygli vakti þegar rapparinn hitti Trump á sérstökum fundi í Hvíta húsinu þegar hann var enn forseti.
