Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar 1. nóvember 2024 08:33 Þátttaka atvinnulífsins á COP29, aðildarríkjafundi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þingið fer að þessu sinni fram í Bakú, Aserbaísjan undir yfirskriftinni „In solidarity for a greener world,“ enda er það siðferðileg skylda allra þjóða að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu markið. Þó að mörgu hefur verið áorkað frá undirritun Parísarsamkomulagsins 2015, þá eru blikur á lofti og mikilvægt að vinna áfram að settu marki. Til að draga markvisst úr losun gróðurhúsaloftegunda þarf samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs í innleiðingu loftslagslausna á áður óþekktum skala. Tími aðgerða er nú. Áhersla síðasta loftslagsþings, COP28, var meðal annars á orkumál og útfösun jarðefnaeldsneytis. Á þessu þingi verður sérstökum sjónum beint að fjárfestingum í innviðum og nýsköpun en líka hvernig vinna megi að innleiðingu umfangsmikilla kerfisbreytinga, þvert á greinar, samfélög og þjóðir. Hér verða allar þjóðir að leggja sitt af mörkum svo vinna megi að nýjum leiðum að settu marki. Þegar kemur að loftslagsmálum og grænum lausnum stendur Ísland framar flestum þjóðum. Við höfum þegar lokið orkuskiptum í rafmagni og húshitun og til þess þurfti samstöðu og framsýni. Fjárfestingar okkar á þessum sviðum lögðu grunninn að því velferðarsamfélagi sem við búum við í dag. Það umhverfi hefur skapað grunn fyrir grósku nýsköpunar á sviði loftslagslausna og því eru grænar lausnir Íslands í dag eftirsóknarverðar um allan heim. Þá horfa aðrar þjóðir ekki síður til þess hvaða lærdóm megi draga af vegferð Íslands. Við búum yfir einstakri þekkingu og reynslu á sviði nýtingar jarðvarma og vatnsafls, föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis og græns hugvits. Þess vegna skiptir máli að íslenskt atvinnulíf haldi áfram að sækja fram og kynni sínar lausnir á alþjóðlegum vettvangi sem þessum. Skilaboð íslensku viðskiptasendinefndarinnar á COP29 eru skýr: Sjálfbær framtíð byggir á öflugu samstarfi sem stuðlar að grósku nýsköpunar og þýðingarmiklum loftslagsaðgerðum fyrir komandi kynslóðir. Með þátttöku sinni eru íslensk fyrirtæki að sýna í verki að þau séu ekki bara áhorfendur í loftslagsbaráttunni heldur leiðtogar sem knýja áfram lausnirnar sem við þurfum. Ef Ísland getur það, geta aðrar þjóðir. Sýnum öðrum þjóðum hugrekkið og hugvitið sem í okkur býr. Um Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna og viðskiptasendinefnd atvinnulífsins á COP29 COP er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Undanfarin ár hefur Ísland sent viðskiptasendinefnd á COP, samhliða samninganefnd Íslands. Viðburðurinn hefur þróast í þá átt að vera ekki eingöngu samningavettvangur aðildarríkjanna, heldur innleiðingarvettvangur þar sem áherslan er á lausnamiðað samtal, þekkingarmiðlun og samstarf um leiðir að settu marki. Íslenskum fyrirtækjum gefst því tækifæri til að kynna sig, sækja sér þekkingu og finna samstarfsaðila. Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar á COP29. Sendinefndin samanstendur af 8 íslenskum fyrirtækjum og nánar má lesa um þátttöku íslensku viðskiptasendinefndarinnar hér. Allur kostnaður er hlýst af þátttöku fyrirtækjanna og fulltrúa þeirra greiðist af fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Þátttaka atvinnulífsins á COP29, aðildarríkjafundi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þingið fer að þessu sinni fram í Bakú, Aserbaísjan undir yfirskriftinni „In solidarity for a greener world,“ enda er það siðferðileg skylda allra þjóða að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu markið. Þó að mörgu hefur verið áorkað frá undirritun Parísarsamkomulagsins 2015, þá eru blikur á lofti og mikilvægt að vinna áfram að settu marki. Til að draga markvisst úr losun gróðurhúsaloftegunda þarf samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs í innleiðingu loftslagslausna á áður óþekktum skala. Tími aðgerða er nú. Áhersla síðasta loftslagsþings, COP28, var meðal annars á orkumál og útfösun jarðefnaeldsneytis. Á þessu þingi verður sérstökum sjónum beint að fjárfestingum í innviðum og nýsköpun en líka hvernig vinna megi að innleiðingu umfangsmikilla kerfisbreytinga, þvert á greinar, samfélög og þjóðir. Hér verða allar þjóðir að leggja sitt af mörkum svo vinna megi að nýjum leiðum að settu marki. Þegar kemur að loftslagsmálum og grænum lausnum stendur Ísland framar flestum þjóðum. Við höfum þegar lokið orkuskiptum í rafmagni og húshitun og til þess þurfti samstöðu og framsýni. Fjárfestingar okkar á þessum sviðum lögðu grunninn að því velferðarsamfélagi sem við búum við í dag. Það umhverfi hefur skapað grunn fyrir grósku nýsköpunar á sviði loftslagslausna og því eru grænar lausnir Íslands í dag eftirsóknarverðar um allan heim. Þá horfa aðrar þjóðir ekki síður til þess hvaða lærdóm megi draga af vegferð Íslands. Við búum yfir einstakri þekkingu og reynslu á sviði nýtingar jarðvarma og vatnsafls, föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis og græns hugvits. Þess vegna skiptir máli að íslenskt atvinnulíf haldi áfram að sækja fram og kynni sínar lausnir á alþjóðlegum vettvangi sem þessum. Skilaboð íslensku viðskiptasendinefndarinnar á COP29 eru skýr: Sjálfbær framtíð byggir á öflugu samstarfi sem stuðlar að grósku nýsköpunar og þýðingarmiklum loftslagsaðgerðum fyrir komandi kynslóðir. Með þátttöku sinni eru íslensk fyrirtæki að sýna í verki að þau séu ekki bara áhorfendur í loftslagsbaráttunni heldur leiðtogar sem knýja áfram lausnirnar sem við þurfum. Ef Ísland getur það, geta aðrar þjóðir. Sýnum öðrum þjóðum hugrekkið og hugvitið sem í okkur býr. Um Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna og viðskiptasendinefnd atvinnulífsins á COP29 COP er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Undanfarin ár hefur Ísland sent viðskiptasendinefnd á COP, samhliða samninganefnd Íslands. Viðburðurinn hefur þróast í þá átt að vera ekki eingöngu samningavettvangur aðildarríkjanna, heldur innleiðingarvettvangur þar sem áherslan er á lausnamiðað samtal, þekkingarmiðlun og samstarf um leiðir að settu marki. Íslenskum fyrirtækjum gefst því tækifæri til að kynna sig, sækja sér þekkingu og finna samstarfsaðila. Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar á COP29. Sendinefndin samanstendur af 8 íslenskum fyrirtækjum og nánar má lesa um þátttöku íslensku viðskiptasendinefndarinnar hér. Allur kostnaður er hlýst af þátttöku fyrirtækjanna og fulltrúa þeirra greiðist af fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun