Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 1. nóvember 2024 12:01 Staðan á húsnæðismarkaði hér á landi er slæm. Framboð og eftirspurn fara ekki saman og fyrir vikið hefur fasteigna- og leiguverð rokið upp úr öllu valdi. Það er því ljóst að grípa þarf til aðgerða strax. Frá árinu 2013 hefur fjölskyldum fjölgað tvöfalt meira en íbúðum sem veldur ójafnvægi á fasteigna- og leiguverði. Tryggja þarf nægt framboð íbúða og auka jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar, um landið allt. Það verður að gera með kerfisbreytingum. Bráðaaðgerðir strax Þær aðgerðir sem grípa verður til eru meðal annars að: Tryggja að þær íbúðir eru til staðar á markaðnum nýtist fólki sem heimili, ekki fjárfestum til rekstrar. Heimilum uppbyggingu færanlegs húsnæðis á þeim stöðum þar sem auðvelt er að koma fyrir byggð á skömmum tíma, slíkt þarf að gera með vönduðu húsnæði og í góðu samstarfi við byggingaraðila. Skapa þarf hvata til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Vaxtakostnaður á Íslandi verður að lækka enda stendur hann í vegi fyrir framkvæmdum. En það er ljóst að bráðaaðgerðir einar og sér duga ekki til lengri tíma. Því er mikilvægt að allir aðilar á byggingamarkaði, ríki, sveitarfélög og byggingaraðilar taki höndum saman við að leiða áfram hraðari uppbyggingu þar sem kostnaður sveitarfélaga við innviði verður ekki hindrun í ferlinu. Jafnframt verði það sameiginlegir hagsmunir samfélagsins og framkvæmdaraðila sem ráði för. Almennar íbúðir Fjölgun leiguíbúða á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eru byggðar með stuðningi ríkis og sveitarfélaga er forsenda þess að við getum tryggt húsnæðisöryggi allra á Íslandi. Lagaumgjörðin um almenna íbúðakerfið var sett í þessum tilgangi í tengslum við kjarasamninga árið 2015. Frá þeim tíma hefur uppbygging gengið hægar en nauðsynlegt er. Til þess að örva þá uppbyggingu, auk lægri vaxtakostnaðar, þarf að styðja betur við slík félög til dæmis með skattalegum hvötum. Endurgreiðsla virðisaukaskatts skiptir þar miklu máli. Nýta má í meira mæli lóðir sem eru í eigu ríkisins. Liðka verður fyrir aðkomu lífeyrissjóða að aðkomu við uppbyggingu félagslegs eignaríbúðakerfis. Íbúðarhúsnæði verði nýtt til búsetu í stað skammtímaleigu Íbúum á Íslandi hefur fjölgað meira en í nokkru öðru OECD ríki síðastliðinn áratug. Sú mikla fólksfjölgun hefur gert það að verkum að okkur hefur tekist að manna mikilvægar starfsgreinar samfélagsins og eru mikil verðmæti fólgin í því fyrir samfélagið, en okkur ber að taka á móti fólki á mannsæmandi hátt, með góðu húsnæði, íslenskum launakjörum og góðu starfsumhverfi. Við þurfum að forgangsraða hvernig við nýtum húsnæði hér á landi, hvar við viljum vera með íbúðarhúsnæði sem er í skammtímaleigu og hvar fólk á að búa. Bætt staða verður aðeins fengin með skýrri sýn á uppbyggingu og raunverulegum aðgerðum þar sem fyrirsjáanleiki og stöðug uppbygging ræður för. Alltof háir vextir! Við höfum búið við það í alltof langan tíma að greiða of háa vexti hér á landi. Í meira en ár hafa óverðtryggðir vextir verið vel yfir 10% og þeir verðtryggðu hafa hækkað mjög á undanförnum misserum. Með þessu hefur okkur, heimilum á Íslandi sem skulda, verið gert að endurgreiða okkar fjárfestingu margfalt til baka. Ríkisstjórnin hefur skilað auðu í aðgerðum til að vinna gegn háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Í núverandi umhverfi er okkur sagt að þetta sé okkur eðlislægt og að við munum sætta okkur við þetta. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta ástand. Aðrar þjóðir geta búið við stöðug hagkerfi, tekið lán á lágum vöxtum en jafnframt tekist á við verðbólguskot sem gengur yfir á skömmum tíma. Þetta er mögulegt þegar allir takast á við sama verkefnið en njóta ekki góðs af ástandinu. Lærum af reynslu nágranna okkar í Danmörku þar sem rekið er gott og stöðugt húsnæðislánakerfi sem hefur verið rekið um langt skeið. Þar sem áhættudreifing er sanngjarnari á milli lántaka og fjármagnseigenda. Fjárfestingar í fasteignum Hluti núverandi vanda er að fjárfestar og fyrirtæki hafa í miklum mæli ákveðið að fjárfesta í íbúðarhúsnæði, í steypu. Á sama tíma taka sömu aðilar íbúðir af markaðnum sem ella hefðu nýst venjulegu fólki til búsetu. Hver er ástæða þessa? Jú þessir sömu aðilar taka stöðu á fasteignamarkaði til þess að tryggja sér áframhaldandi hækkun á fasteignaverði sem síðar mun skila sér í enn hærra fasteignaverði þar sem neytendur, íbúar landsins, munu þurfa að greiða hærra verð fyrir fasteign hvort sem íbúð sé keypt eða leigð. Þetta þarf að stöðva. Tökum á þeim vanda sem Airbnb útleiga veldur nálægt miðkjörnum þéttbýla. Tökum upp tómthúsgjald þar sem enginn er skráður með lögheimili í íbúðarhúsnæði. Sköpum forsendur fyrir jafnvægi á milli framboðs íbúðarhúsnæðis og eftirspurnar. Þetta eru örfá dæmi um það sem Samfylkingin setti fram í nýju útspili um Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Við leggjum áherslu á að með þeirri framkvæmdaáætlun verði unnið að aðgerðum sem eru fjármagnaðar. Þar sem við nýtum styrk samfélagsins, nýtum aukin verðmæti og stækkum “kökuna” sem er til skiptanna fyrir land og þjóð. Veljum stórhuga stjórnmál með virku samtali við þjóðina. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði hér á landi er slæm. Framboð og eftirspurn fara ekki saman og fyrir vikið hefur fasteigna- og leiguverð rokið upp úr öllu valdi. Það er því ljóst að grípa þarf til aðgerða strax. Frá árinu 2013 hefur fjölskyldum fjölgað tvöfalt meira en íbúðum sem veldur ójafnvægi á fasteigna- og leiguverði. Tryggja þarf nægt framboð íbúða og auka jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar, um landið allt. Það verður að gera með kerfisbreytingum. Bráðaaðgerðir strax Þær aðgerðir sem grípa verður til eru meðal annars að: Tryggja að þær íbúðir eru til staðar á markaðnum nýtist fólki sem heimili, ekki fjárfestum til rekstrar. Heimilum uppbyggingu færanlegs húsnæðis á þeim stöðum þar sem auðvelt er að koma fyrir byggð á skömmum tíma, slíkt þarf að gera með vönduðu húsnæði og í góðu samstarfi við byggingaraðila. Skapa þarf hvata til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Vaxtakostnaður á Íslandi verður að lækka enda stendur hann í vegi fyrir framkvæmdum. En það er ljóst að bráðaaðgerðir einar og sér duga ekki til lengri tíma. Því er mikilvægt að allir aðilar á byggingamarkaði, ríki, sveitarfélög og byggingaraðilar taki höndum saman við að leiða áfram hraðari uppbyggingu þar sem kostnaður sveitarfélaga við innviði verður ekki hindrun í ferlinu. Jafnframt verði það sameiginlegir hagsmunir samfélagsins og framkvæmdaraðila sem ráði för. Almennar íbúðir Fjölgun leiguíbúða á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eru byggðar með stuðningi ríkis og sveitarfélaga er forsenda þess að við getum tryggt húsnæðisöryggi allra á Íslandi. Lagaumgjörðin um almenna íbúðakerfið var sett í þessum tilgangi í tengslum við kjarasamninga árið 2015. Frá þeim tíma hefur uppbygging gengið hægar en nauðsynlegt er. Til þess að örva þá uppbyggingu, auk lægri vaxtakostnaðar, þarf að styðja betur við slík félög til dæmis með skattalegum hvötum. Endurgreiðsla virðisaukaskatts skiptir þar miklu máli. Nýta má í meira mæli lóðir sem eru í eigu ríkisins. Liðka verður fyrir aðkomu lífeyrissjóða að aðkomu við uppbyggingu félagslegs eignaríbúðakerfis. Íbúðarhúsnæði verði nýtt til búsetu í stað skammtímaleigu Íbúum á Íslandi hefur fjölgað meira en í nokkru öðru OECD ríki síðastliðinn áratug. Sú mikla fólksfjölgun hefur gert það að verkum að okkur hefur tekist að manna mikilvægar starfsgreinar samfélagsins og eru mikil verðmæti fólgin í því fyrir samfélagið, en okkur ber að taka á móti fólki á mannsæmandi hátt, með góðu húsnæði, íslenskum launakjörum og góðu starfsumhverfi. Við þurfum að forgangsraða hvernig við nýtum húsnæði hér á landi, hvar við viljum vera með íbúðarhúsnæði sem er í skammtímaleigu og hvar fólk á að búa. Bætt staða verður aðeins fengin með skýrri sýn á uppbyggingu og raunverulegum aðgerðum þar sem fyrirsjáanleiki og stöðug uppbygging ræður för. Alltof háir vextir! Við höfum búið við það í alltof langan tíma að greiða of háa vexti hér á landi. Í meira en ár hafa óverðtryggðir vextir verið vel yfir 10% og þeir verðtryggðu hafa hækkað mjög á undanförnum misserum. Með þessu hefur okkur, heimilum á Íslandi sem skulda, verið gert að endurgreiða okkar fjárfestingu margfalt til baka. Ríkisstjórnin hefur skilað auðu í aðgerðum til að vinna gegn háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Í núverandi umhverfi er okkur sagt að þetta sé okkur eðlislægt og að við munum sætta okkur við þetta. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta ástand. Aðrar þjóðir geta búið við stöðug hagkerfi, tekið lán á lágum vöxtum en jafnframt tekist á við verðbólguskot sem gengur yfir á skömmum tíma. Þetta er mögulegt þegar allir takast á við sama verkefnið en njóta ekki góðs af ástandinu. Lærum af reynslu nágranna okkar í Danmörku þar sem rekið er gott og stöðugt húsnæðislánakerfi sem hefur verið rekið um langt skeið. Þar sem áhættudreifing er sanngjarnari á milli lántaka og fjármagnseigenda. Fjárfestingar í fasteignum Hluti núverandi vanda er að fjárfestar og fyrirtæki hafa í miklum mæli ákveðið að fjárfesta í íbúðarhúsnæði, í steypu. Á sama tíma taka sömu aðilar íbúðir af markaðnum sem ella hefðu nýst venjulegu fólki til búsetu. Hver er ástæða þessa? Jú þessir sömu aðilar taka stöðu á fasteignamarkaði til þess að tryggja sér áframhaldandi hækkun á fasteignaverði sem síðar mun skila sér í enn hærra fasteignaverði þar sem neytendur, íbúar landsins, munu þurfa að greiða hærra verð fyrir fasteign hvort sem íbúð sé keypt eða leigð. Þetta þarf að stöðva. Tökum á þeim vanda sem Airbnb útleiga veldur nálægt miðkjörnum þéttbýla. Tökum upp tómthúsgjald þar sem enginn er skráður með lögheimili í íbúðarhúsnæði. Sköpum forsendur fyrir jafnvægi á milli framboðs íbúðarhúsnæðis og eftirspurnar. Þetta eru örfá dæmi um það sem Samfylkingin setti fram í nýju útspili um Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Við leggjum áherslu á að með þeirri framkvæmdaáætlun verði unnið að aðgerðum sem eru fjármagnaðar. Þar sem við nýtum styrk samfélagsins, nýtum aukin verðmæti og stækkum “kökuna” sem er til skiptanna fyrir land og þjóð. Veljum stórhuga stjórnmál með virku samtali við þjóðina. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður í komandi alþingiskosningum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun