Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2024 15:17 Lísa Margrét kveður Ömmu mús með söknuði. Hún er hugsi yfir hvernig staðið var að uppsögnum eftir ýmsar vísbendingar um að starfsfólkið fengi að halda störfum sínum. Vísir/Einar/Salti Einn þriggja starfsmanna Ömmu músar sem sagt var upp störfum á miðvikudag segir að nýir eigendur hefðu getað staðið að uppsögnum með mun sómasamlegri hætti. Nýleg heimsókn með starfsmennina í höfuðstöðvarnar hafi orðið til þess að uppsögnina kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Forstjóri Icewear skilur tilfinningar starfsfólks og lofar nýrri og betri Ömmu mús. Icewear hefur fest kaup á versluninni Ömmu mús í Skeifunni sem hefur sérhæft sig í prjónavörum undanfarin ár. Uppnám varð í Facebook-hópnum Handóðir prjónarar vegna málsins en verslunin nýtur greinilega mikilla vinsælda meðal prjónara. Bæði voru uppi áhyggjuraddir af framtíð verslunarinnar en sömuleiðis gagnrýnt hvernig staðið var að uppsögnunum. Lísa Margrét Kristjánsdóttir hafði unnið hjá Ömmu mús í þrjú ár þegar henni var sagt upp störfum á miðvikudaginn. Hún segist ekkert hafa við eigendur Ömmu músar og söluna að athuga. Óvissan óþægileg Hún lýsir því að aðdragandinn hafi verið stuttur. Tilkynnt hafi verið um kaup Icewear á heildsölunni Satúrnus ehf., sem rekur Ömmu mús, fyrir nokkrum vikum. Yfirmenn hjá Icewear hafi fljótlega mætt í búðina, spurt starfsfólkið fjölda spurninga og svo hafi verið fundað með starfsfólkinu einslega. Hún segir starfsfólkið hafa verið misspennt fyrir sameiningunni vegna ólíkra áherslna Ömmu músar og Icewear. Sjálf hafi hún lýst yfir áhuga að verða verslunarstjóri í nýju versluninni og fundist ágætlega tekið í þær tillögur að hún yrði yfir versluninni. Fyrir viku hafi framkvæmdastjóri hjá Icewear mætt ásamt smið í verslunina. Lísa hafi reynt að forvitnast um hvaða breytingar væru fram undan. Óvissan væri óþægileg fyrir starfsfólk Ömmu músar. Ef grannt er að gáð má sjá móta fyrir merki Ömmu músar, mús með garn og prjón, sem hefur verið fjarlægt og stendur til að setja upp á hinni hliða hússins.Vísir/Einar Þau svör hafi fengist að óvíst væri hvert framhaldið yrði. Verslanirnar yrðu þó sameinaðar því það gengi ekki upp að reka tvær prjónaverslanir í sama húsinu. Ekkert hafi verið meitlað í stein nema þau skilaboð til starfsfólksins að verslunin myndi starfa óbreytt til áramóta. Mættu með uppsagnabréf og lokunarmiða „Ég segi stelpunum frá þessu og við erum allar peppaðar í að gera rosalega vel. Standa okkur frábærlega til áramóta og svo sjá hvað gerist,“ segir Lísa. Þær hafi verið orðnar spenntar að sjá hvaða breytingar Icewear ætlaði að gera. Spennan hafi svo breyst í mikil vonbrigði viku síðar, á miðvikudaginn, þegar framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri hjá Icewear gengu inn í verslunina skömmu fyrir lokun. Þeir hafi gengið um verslunina og sagst aðeins þurfa að spjalla við konurnar á vaktinni. Einn viðskiptavinur hafi verið í versluninni en Lísa tjáð framkvæmdastjóranum að um væri að ræða fastagest frá Bandaríkjunum sem talaði ekki íslensku. Þau gætu því alveg spjallað saman. Þá hafi þeir tilkynnt þeim að segja ætti upp þremur starfsmönnum Ömmu músar. Þeim þremur sem alla jafna standa vaktina í versluninni, þar með talin Lísa. Hún viðurkennir að hafa ekki tekið tíðindunum vel og misst sig aðeins við yfirmenn Icewear. Henni hafi verið misboðið. „Að mæta á vinnustaðinn, kúnni í búðinni, að mæta með uppsagnarbréfið og tilbúnir með miða til að setja í glugga,“ segir Lísa. Miðinn var tilkynning um lokun verslunarinnar vegna breytinga. Miðinn sem var settur upp í verslun Ömmu músar.Vísir/Einar „Mér fannst og finnst það ósmekklegt,“ segir Lísa um hvernig staðið var að uppsögnunum. Hún hefði frekar þegið símtal utan vinnutíma eða að komið væri með bréfið heim til þeirra. Heimsókn í höfuðstöðvarnar Tveimur starfsmönnum, á lager og í vefverslun, hafi verið boðið áframhaldandi starf. Hún fagni því að viðkomandi starfsmenn hafi haldið vinnunni. Þá skilji hún vel að nýir eigendur geti gert það sem þeir vilji. Hún hafi hins vegar staðið í þeirri trú að munnlegt samkomulag væri í gildi við fyrri eiganda um að starfsfólk myndi halda vinnunni við kaup á fyrirtækinu. „Við trúðum því bara. Það var líka tekið fram við eina okkar að nú værum við hluti af Icewear teyminu og það væri hægt að finna störf annars staðar innan keðjunnar,“ segir Lísa. Amma mús rak um tíma líka verslun á Akureyri. Henni var lokað fyrir einhverjum misserum.Vísir/Einar Þá hafi heimsókn í höfuðstöðvarnar á dögunum ýtt undir trú starfsfólksins að það héldi áfram vinnu sinni. „Rúmri viku eftir að þeir voru búnir að kaupa fyrirtækið vorum við ferjaðar í tveimur hollum í Garðabæ til að sjá hvernig skrifstofan væri, kynna okkur fyrir fólkinu og sýna okkur stóran lager. Fyrir okkur leit þetta alltaf út fyrir að við værum að verða starfsmenn Icewear,“ segir Lísa. „Þú ferð varla með fólk sem þú ætlar að reka í heimsókn til að skoða höfuðstöðvarnar,“ segir Lísa. Þær hafi verið minntar á árshátíð Icewear þann 9. nóvember, þær ættu að láta vita af skráningu, og þá hafi þeim verið kynnt hin ýmsu starfsmannakjör. Elskuðu vinnuna sína Konurnar þrjár sem misstu vinnuna eru með þriggja mánaða uppsagnafrest og honum fylgir engin vinnuskylda. Þær voru í 70-85 prósent starfi og höfðu unnið í Ömmu mús í eitt til fimm ár. „Það hefur verið ofsalega gaman að vinna þarna. Þetta var góður vinnustaður, eigandinn hefur alltaf komið vel fram við okkur og engin okkar var að fara að segja upp og gera eitthvað annað,“ segir Lísa. Inngangurinn í Ömmu mús. Búið að fjarlægja skilti verslunarinnar.Vísir/Einar Þær hafi verið rosalega ánægðar í búðinni og vinnan hafi verið góð og skemmtileg. „Nú er maður komin á þann áhugaverða stað að vera komin á miðjan aldur og vera að leita sér að vinnu,“ segir Lísa. Prjónakonur prjóni sig í næsta verkefni Blaðamaður upplýsti Lísu um að forstjóri Icewear viðurkenndi í samtali við fréttastofu að mögulega hefði mátt standa betur að uppsögnunum. „Þetta verður ekki aftur tekið, þetta er sagan sem við munum segja því þetta er okkar upplifun. Við mættum svo í gær til að sækja dótið okkar. Þá var búið að skipta um lás og okkur er fylgt um alla búð. Það er ekki eins og við höfum ætlað að labba í burtu með einhver iðnaðarleyndarmál,“ segir Lísa. Alls konar garn í verslun Icewear garn.Vísir/Einar Hún hefði viljað að betur hefði verið staðið að uppsögnunum þó ekki nema til að leyfa fólki að halda virðingu sinni. „Að fólk gangi ekki brotið og grátandi út af vinnustaðnum. Það er rosalega sárt að horfa upp á vinnufélaga sinn alveg brotinn út af þessu.“ En svona sé lífið. „Við erum prjónakonur og við prjónum okkur inn í næsta verkefni.“ Lofa stærri og glæsilegri Ömmu mús Aðalsteinn Pálsson forstjóri Icewear segir að mögulega hefði mátt standa betur að uppsögnum. „Það komu tveir stjórnendur inn í búðina í lok dags og mögulegt hefði mátt gera eitthvað betur, ég mótmæli því ekki,“ segir Aðalsteinn. Það verði að bera virðingu fyrir því að sú tilfinning að fá uppsagnarbréf sé sjaldan góð. Aðalsteinn Pálsson er forstjóri Icewear.Icewear „Það er auðvitað sárt, miklar tilfinningar og sjokk þegar fólki er sagt upp. Ég veit það með mína reynslu á bakinu.“ Hann vonar að kaup Icewear á Ömmu mús verði til bóta fyrir alla sem hafi ánægju af prjónum og hannyrðum. „Við erum að fara að opna nýja, stærri og glæsilegri Ömmu mús,“ segir Aðalsteinn. Verslunin verði sameinuð Icewear garn sem sé rekin í sama húsi. Stefnt sé á opnun eftir viku til tíu daga. Halda í vinsælt danskt vörumerki Amma mús var í eigu heildsölunnar Satúrnusar ehf. sem hefur verið í rekstri frá árinu 1958. Hildur Guðnadóttir var eigandi Ömmu músar. Aðalsteinn segir að Icewear hafi heyrt að Hildur væri að skoða sölu á fyrirtækinu og þau því sett sig í samband við Hildi. Viðskiptunum hafi verið lokað fyrir nokkrum vikum. Aðalsteinn segir markmiðið með breytingunum að bæta úrvalið í verslun Ömmu músar og þannig gera betur við núverandi og framtíðarviðskiptavini. „Það er uppleggið. Við ætlum að reyna að gera þetta vel og vonandi náum við að opna með glæsibrag á næstu dögum,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segir að nýja Amma mús verði tvöfalt stærri verslun í fermetrum en Icewear garn er nú.Vísir/Einar Haldið verði áfram með danska vörumerkið Knitting for Olive sem hafi verið vinsælt hjá Ömmu mús svo þær uppskriftir og garn haldi áfram „Við munum til dæmis gera því merki hátt undir höfði og flestum af hinum vinsælustu vörumerkjunum,“ segir Aðalsteinn. Inngangur í nýja Ömmu mús verður á nýjum stað í húsinu, þar sem Icewear Garn var. Búið sé að taka skiltið niður á gamla innganginum og það fari upp við nýja innganginn. „Þetta verður örugglega ein glæsilegasta handprjóna- og hannyrðaverslun landsins.“ Verslun Prjónaskapur Reykjavík Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Icewear hefur fest kaup á versluninni Ömmu mús í Skeifunni sem hefur sérhæft sig í prjónavörum undanfarin ár. Uppnám varð í Facebook-hópnum Handóðir prjónarar vegna málsins en verslunin nýtur greinilega mikilla vinsælda meðal prjónara. Bæði voru uppi áhyggjuraddir af framtíð verslunarinnar en sömuleiðis gagnrýnt hvernig staðið var að uppsögnunum. Lísa Margrét Kristjánsdóttir hafði unnið hjá Ömmu mús í þrjú ár þegar henni var sagt upp störfum á miðvikudaginn. Hún segist ekkert hafa við eigendur Ömmu músar og söluna að athuga. Óvissan óþægileg Hún lýsir því að aðdragandinn hafi verið stuttur. Tilkynnt hafi verið um kaup Icewear á heildsölunni Satúrnus ehf., sem rekur Ömmu mús, fyrir nokkrum vikum. Yfirmenn hjá Icewear hafi fljótlega mætt í búðina, spurt starfsfólkið fjölda spurninga og svo hafi verið fundað með starfsfólkinu einslega. Hún segir starfsfólkið hafa verið misspennt fyrir sameiningunni vegna ólíkra áherslna Ömmu músar og Icewear. Sjálf hafi hún lýst yfir áhuga að verða verslunarstjóri í nýju versluninni og fundist ágætlega tekið í þær tillögur að hún yrði yfir versluninni. Fyrir viku hafi framkvæmdastjóri hjá Icewear mætt ásamt smið í verslunina. Lísa hafi reynt að forvitnast um hvaða breytingar væru fram undan. Óvissan væri óþægileg fyrir starfsfólk Ömmu músar. Ef grannt er að gáð má sjá móta fyrir merki Ömmu músar, mús með garn og prjón, sem hefur verið fjarlægt og stendur til að setja upp á hinni hliða hússins.Vísir/Einar Þau svör hafi fengist að óvíst væri hvert framhaldið yrði. Verslanirnar yrðu þó sameinaðar því það gengi ekki upp að reka tvær prjónaverslanir í sama húsinu. Ekkert hafi verið meitlað í stein nema þau skilaboð til starfsfólksins að verslunin myndi starfa óbreytt til áramóta. Mættu með uppsagnabréf og lokunarmiða „Ég segi stelpunum frá þessu og við erum allar peppaðar í að gera rosalega vel. Standa okkur frábærlega til áramóta og svo sjá hvað gerist,“ segir Lísa. Þær hafi verið orðnar spenntar að sjá hvaða breytingar Icewear ætlaði að gera. Spennan hafi svo breyst í mikil vonbrigði viku síðar, á miðvikudaginn, þegar framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri hjá Icewear gengu inn í verslunina skömmu fyrir lokun. Þeir hafi gengið um verslunina og sagst aðeins þurfa að spjalla við konurnar á vaktinni. Einn viðskiptavinur hafi verið í versluninni en Lísa tjáð framkvæmdastjóranum að um væri að ræða fastagest frá Bandaríkjunum sem talaði ekki íslensku. Þau gætu því alveg spjallað saman. Þá hafi þeir tilkynnt þeim að segja ætti upp þremur starfsmönnum Ömmu músar. Þeim þremur sem alla jafna standa vaktina í versluninni, þar með talin Lísa. Hún viðurkennir að hafa ekki tekið tíðindunum vel og misst sig aðeins við yfirmenn Icewear. Henni hafi verið misboðið. „Að mæta á vinnustaðinn, kúnni í búðinni, að mæta með uppsagnarbréfið og tilbúnir með miða til að setja í glugga,“ segir Lísa. Miðinn var tilkynning um lokun verslunarinnar vegna breytinga. Miðinn sem var settur upp í verslun Ömmu músar.Vísir/Einar „Mér fannst og finnst það ósmekklegt,“ segir Lísa um hvernig staðið var að uppsögnunum. Hún hefði frekar þegið símtal utan vinnutíma eða að komið væri með bréfið heim til þeirra. Heimsókn í höfuðstöðvarnar Tveimur starfsmönnum, á lager og í vefverslun, hafi verið boðið áframhaldandi starf. Hún fagni því að viðkomandi starfsmenn hafi haldið vinnunni. Þá skilji hún vel að nýir eigendur geti gert það sem þeir vilji. Hún hafi hins vegar staðið í þeirri trú að munnlegt samkomulag væri í gildi við fyrri eiganda um að starfsfólk myndi halda vinnunni við kaup á fyrirtækinu. „Við trúðum því bara. Það var líka tekið fram við eina okkar að nú værum við hluti af Icewear teyminu og það væri hægt að finna störf annars staðar innan keðjunnar,“ segir Lísa. Amma mús rak um tíma líka verslun á Akureyri. Henni var lokað fyrir einhverjum misserum.Vísir/Einar Þá hafi heimsókn í höfuðstöðvarnar á dögunum ýtt undir trú starfsfólksins að það héldi áfram vinnu sinni. „Rúmri viku eftir að þeir voru búnir að kaupa fyrirtækið vorum við ferjaðar í tveimur hollum í Garðabæ til að sjá hvernig skrifstofan væri, kynna okkur fyrir fólkinu og sýna okkur stóran lager. Fyrir okkur leit þetta alltaf út fyrir að við værum að verða starfsmenn Icewear,“ segir Lísa. „Þú ferð varla með fólk sem þú ætlar að reka í heimsókn til að skoða höfuðstöðvarnar,“ segir Lísa. Þær hafi verið minntar á árshátíð Icewear þann 9. nóvember, þær ættu að láta vita af skráningu, og þá hafi þeim verið kynnt hin ýmsu starfsmannakjör. Elskuðu vinnuna sína Konurnar þrjár sem misstu vinnuna eru með þriggja mánaða uppsagnafrest og honum fylgir engin vinnuskylda. Þær voru í 70-85 prósent starfi og höfðu unnið í Ömmu mús í eitt til fimm ár. „Það hefur verið ofsalega gaman að vinna þarna. Þetta var góður vinnustaður, eigandinn hefur alltaf komið vel fram við okkur og engin okkar var að fara að segja upp og gera eitthvað annað,“ segir Lísa. Inngangurinn í Ömmu mús. Búið að fjarlægja skilti verslunarinnar.Vísir/Einar Þær hafi verið rosalega ánægðar í búðinni og vinnan hafi verið góð og skemmtileg. „Nú er maður komin á þann áhugaverða stað að vera komin á miðjan aldur og vera að leita sér að vinnu,“ segir Lísa. Prjónakonur prjóni sig í næsta verkefni Blaðamaður upplýsti Lísu um að forstjóri Icewear viðurkenndi í samtali við fréttastofu að mögulega hefði mátt standa betur að uppsögnunum. „Þetta verður ekki aftur tekið, þetta er sagan sem við munum segja því þetta er okkar upplifun. Við mættum svo í gær til að sækja dótið okkar. Þá var búið að skipta um lás og okkur er fylgt um alla búð. Það er ekki eins og við höfum ætlað að labba í burtu með einhver iðnaðarleyndarmál,“ segir Lísa. Alls konar garn í verslun Icewear garn.Vísir/Einar Hún hefði viljað að betur hefði verið staðið að uppsögnunum þó ekki nema til að leyfa fólki að halda virðingu sinni. „Að fólk gangi ekki brotið og grátandi út af vinnustaðnum. Það er rosalega sárt að horfa upp á vinnufélaga sinn alveg brotinn út af þessu.“ En svona sé lífið. „Við erum prjónakonur og við prjónum okkur inn í næsta verkefni.“ Lofa stærri og glæsilegri Ömmu mús Aðalsteinn Pálsson forstjóri Icewear segir að mögulega hefði mátt standa betur að uppsögnum. „Það komu tveir stjórnendur inn í búðina í lok dags og mögulegt hefði mátt gera eitthvað betur, ég mótmæli því ekki,“ segir Aðalsteinn. Það verði að bera virðingu fyrir því að sú tilfinning að fá uppsagnarbréf sé sjaldan góð. Aðalsteinn Pálsson er forstjóri Icewear.Icewear „Það er auðvitað sárt, miklar tilfinningar og sjokk þegar fólki er sagt upp. Ég veit það með mína reynslu á bakinu.“ Hann vonar að kaup Icewear á Ömmu mús verði til bóta fyrir alla sem hafi ánægju af prjónum og hannyrðum. „Við erum að fara að opna nýja, stærri og glæsilegri Ömmu mús,“ segir Aðalsteinn. Verslunin verði sameinuð Icewear garn sem sé rekin í sama húsi. Stefnt sé á opnun eftir viku til tíu daga. Halda í vinsælt danskt vörumerki Amma mús var í eigu heildsölunnar Satúrnusar ehf. sem hefur verið í rekstri frá árinu 1958. Hildur Guðnadóttir var eigandi Ömmu músar. Aðalsteinn segir að Icewear hafi heyrt að Hildur væri að skoða sölu á fyrirtækinu og þau því sett sig í samband við Hildi. Viðskiptunum hafi verið lokað fyrir nokkrum vikum. Aðalsteinn segir markmiðið með breytingunum að bæta úrvalið í verslun Ömmu músar og þannig gera betur við núverandi og framtíðarviðskiptavini. „Það er uppleggið. Við ætlum að reyna að gera þetta vel og vonandi náum við að opna með glæsibrag á næstu dögum,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segir að nýja Amma mús verði tvöfalt stærri verslun í fermetrum en Icewear garn er nú.Vísir/Einar Haldið verði áfram með danska vörumerkið Knitting for Olive sem hafi verið vinsælt hjá Ömmu mús svo þær uppskriftir og garn haldi áfram „Við munum til dæmis gera því merki hátt undir höfði og flestum af hinum vinsælustu vörumerkjunum,“ segir Aðalsteinn. Inngangur í nýja Ömmu mús verður á nýjum stað í húsinu, þar sem Icewear Garn var. Búið sé að taka skiltið niður á gamla innganginum og það fari upp við nýja innganginn. „Þetta verður örugglega ein glæsilegasta handprjóna- og hannyrðaverslun landsins.“
Verslun Prjónaskapur Reykjavík Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira