Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 17:01 Ég hef unnið við kennslu að mestu leyti frá því að ég útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 1997. Árið 2008 gerði ég hlé á kennsluferlinum, hóf störf sem skjalastjóri og kláraði meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði. Starf skjalastjórans krafðist mikillar fagþekkingar, það gat verið krefjandi, skemmtilegt og var að mörgu leyti þægilegt. Haustið 2013 voru aðstæður mínar þannig að ég var einstæð móðir sem keyrði 100 km í og úr vinnu alla virka daga. Mér fannst ég vera of mikið fjarverandi frá heimilinu. Ég tók þá ákvörðun að ráða mig sem kennara í heimabyggð og græða þannig tvo klukkutíma daglega sem ég gat varið með dóttur minni. Þessi lífsgæði keypti ég dýrum dómum og lækkaði um 100.000 kr. í launum á mánuði. Miðað við launin mín á þessum tíma var þetta um 20% launalækkun og myndi sambærileg lækkun nema um 180.000 kr. í dag. Sem betur fer hafði ég komið mér upp dálitlum sparnaði áður en ég byrjaði aftur að kenna því fyrsta skólaárið þurfti ég að ganga verulega á hann. Síðan þá hef ég alltaf unnið eitt til tvö störf meðfram kennslunni til að framfleyta mér og mínum. Eitthvað sem kennarar kannast mjög vel við. Að vera kennari er alveg ótrúlega skemmtilegt starf, á sama tíma og það getur líka verið alveg ótrúlega krefjandi og slítandi til lengdar. Þið, sem hafið einhvern tímann haldið barnaafmæli, kannist kannski við þreytuna sem fylgir því að hugsa um stóran hóp af fjörugum börnum! Lengst af starfaði ég sem umsjónarkennari og gaf því starfi alla mína krafta og vann það eins vel og ég gat. Tvisvar hafði ég vit fyrir sjálfri mér og hætti umsjónarkennslu áður en ég keyrði mig alveg út. Í fyrra skiptið þegar ég gerðist skjalastjóri en í seinna skiptið ákvað ég að prófa að vinna sem skólasafnskennari. Þetta haustið er ég að hefja fimmta skólaárið sem skólasafnskennari í fullu starfi. Að vera kennari í dag er ekki sama starfið og það var fyrir um 60 árum, þegar foreldrar mínir og jafnaldrar þeirra gengu í skóla og það er ekki heldur sama starfið og það var fyrir um 35 árum þegar ég og jafnaldrar mínir vorum í grunnskóla. Það er ekki einu sinni sama starfið og það var þegar ég sjálf byrjaði að kenna eða þegar börnin mín hófu sína grunnskólagöngu. Kennsluhættir og námskrá hafa sem betur fer breyst, skóladagurinn hefur lengst, skólaárið hefur sömuleiðis lengst í báða enda og um leið og samfélagið okkar hefur breyst hefur nemendahópurinn okkar að sjálfsögðu gert það líka. Í gegnum öll þessi ár hef ég heyrt ýmislegt um starfið mitt. Á meðan sumum finnast kennarar alltaf vera í fríum og vera almennt latir og reyna að komast hjá því að vinna vinnuna sína eru aðrir sem segja einfaldlega: “Ég gæti aldrei unnið sem kennari.” Og það er satt, það geta ekki allir unnið sem kennarar því fyrir utan fagþekkinguna þarf ákveðinn eldmóð til að vinna okkar flókna starf við oft eldfimar og erfiðar aðstæður. Kennarar þurfa að hafa metnað fyrir hönd nemenda sinna og tilfinningin að ná að hjálpa þeim að vinna stóra sigra er ólýsanleg. En kennarar þurfa líka að sætta sig við að gera mistök í dagsins önn og þurfa því miður oft að upplifa það að hafa ekki gert nóg fyrir nemendur sína. Eitt sem ég hef aldrei heyrt fólk segja er: „Ég öfunda þig af laununum.“ En í öll þessi ár sem ég hef unnið við kennslu hef ég aldrei orðið vitni að annarri eins ófrægingarherferð og hefur dunið á kennurum undanfarna mánuði í ýmsum fjölmiðlum. Alveg frá því að samningarnir okkar losnuðu í vor hafa verið stanslaus, neikvæð og villandi greinaskrif, pistlar, blogg og viðtöl, allt frá stjórnmálafólki til Samtaka atvinnulífsins, frá Viðskiptaráði til borgarstjóra. Ég vona að fólk falli ekki fyrir þessari herferð og að hún hafi ekki tilætluð áhrif; að kýla kennara niður þannig að þeir treysti sér ekki til að sækja þær kjaraleiðréttingar sem þeim voru lofaðar fyrir 8 árum. Því það á ekki að vera sjálfsagt að kennari sætti sig við að lækka um 20% í launum til að geta unnið við kennslu. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ég hef unnið við kennslu að mestu leyti frá því að ég útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 1997. Árið 2008 gerði ég hlé á kennsluferlinum, hóf störf sem skjalastjóri og kláraði meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði. Starf skjalastjórans krafðist mikillar fagþekkingar, það gat verið krefjandi, skemmtilegt og var að mörgu leyti þægilegt. Haustið 2013 voru aðstæður mínar þannig að ég var einstæð móðir sem keyrði 100 km í og úr vinnu alla virka daga. Mér fannst ég vera of mikið fjarverandi frá heimilinu. Ég tók þá ákvörðun að ráða mig sem kennara í heimabyggð og græða þannig tvo klukkutíma daglega sem ég gat varið með dóttur minni. Þessi lífsgæði keypti ég dýrum dómum og lækkaði um 100.000 kr. í launum á mánuði. Miðað við launin mín á þessum tíma var þetta um 20% launalækkun og myndi sambærileg lækkun nema um 180.000 kr. í dag. Sem betur fer hafði ég komið mér upp dálitlum sparnaði áður en ég byrjaði aftur að kenna því fyrsta skólaárið þurfti ég að ganga verulega á hann. Síðan þá hef ég alltaf unnið eitt til tvö störf meðfram kennslunni til að framfleyta mér og mínum. Eitthvað sem kennarar kannast mjög vel við. Að vera kennari er alveg ótrúlega skemmtilegt starf, á sama tíma og það getur líka verið alveg ótrúlega krefjandi og slítandi til lengdar. Þið, sem hafið einhvern tímann haldið barnaafmæli, kannist kannski við þreytuna sem fylgir því að hugsa um stóran hóp af fjörugum börnum! Lengst af starfaði ég sem umsjónarkennari og gaf því starfi alla mína krafta og vann það eins vel og ég gat. Tvisvar hafði ég vit fyrir sjálfri mér og hætti umsjónarkennslu áður en ég keyrði mig alveg út. Í fyrra skiptið þegar ég gerðist skjalastjóri en í seinna skiptið ákvað ég að prófa að vinna sem skólasafnskennari. Þetta haustið er ég að hefja fimmta skólaárið sem skólasafnskennari í fullu starfi. Að vera kennari í dag er ekki sama starfið og það var fyrir um 60 árum, þegar foreldrar mínir og jafnaldrar þeirra gengu í skóla og það er ekki heldur sama starfið og það var fyrir um 35 árum þegar ég og jafnaldrar mínir vorum í grunnskóla. Það er ekki einu sinni sama starfið og það var þegar ég sjálf byrjaði að kenna eða þegar börnin mín hófu sína grunnskólagöngu. Kennsluhættir og námskrá hafa sem betur fer breyst, skóladagurinn hefur lengst, skólaárið hefur sömuleiðis lengst í báða enda og um leið og samfélagið okkar hefur breyst hefur nemendahópurinn okkar að sjálfsögðu gert það líka. Í gegnum öll þessi ár hef ég heyrt ýmislegt um starfið mitt. Á meðan sumum finnast kennarar alltaf vera í fríum og vera almennt latir og reyna að komast hjá því að vinna vinnuna sína eru aðrir sem segja einfaldlega: “Ég gæti aldrei unnið sem kennari.” Og það er satt, það geta ekki allir unnið sem kennarar því fyrir utan fagþekkinguna þarf ákveðinn eldmóð til að vinna okkar flókna starf við oft eldfimar og erfiðar aðstæður. Kennarar þurfa að hafa metnað fyrir hönd nemenda sinna og tilfinningin að ná að hjálpa þeim að vinna stóra sigra er ólýsanleg. En kennarar þurfa líka að sætta sig við að gera mistök í dagsins önn og þurfa því miður oft að upplifa það að hafa ekki gert nóg fyrir nemendur sína. Eitt sem ég hef aldrei heyrt fólk segja er: „Ég öfunda þig af laununum.“ En í öll þessi ár sem ég hef unnið við kennslu hef ég aldrei orðið vitni að annarri eins ófrægingarherferð og hefur dunið á kennurum undanfarna mánuði í ýmsum fjölmiðlum. Alveg frá því að samningarnir okkar losnuðu í vor hafa verið stanslaus, neikvæð og villandi greinaskrif, pistlar, blogg og viðtöl, allt frá stjórnmálafólki til Samtaka atvinnulífsins, frá Viðskiptaráði til borgarstjóra. Ég vona að fólk falli ekki fyrir þessari herferð og að hún hafi ekki tilætluð áhrif; að kýla kennara niður þannig að þeir treysti sér ekki til að sækja þær kjaraleiðréttingar sem þeim voru lofaðar fyrir 8 árum. Því það á ekki að vera sjálfsagt að kennari sætti sig við að lækka um 20% í launum til að geta unnið við kennslu. Höfundur er grunnskólakennari.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun