Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 22:20 Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín á EM. Instagram/@eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir átti fullkomna lokaheimsókn á Evrópumót U23 ára í ólympískum lyftingum sem lauk í dag í Póllandi. Eins og fram hefur komið þá varð Eygló Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, auk þess sem hún sló Norðurlandametið í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Hún lyfti 104 kg eða mest allra í snörun og einnig mest allra í jafnhendingu eða 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg og vann öruggan sigur en sigurlyftu hennar í jafnhendingunni má sjá hér að neðan. Í dag fékk Eygló svo viðurkenningu fyrir að hafa orðið stigahæst allra kvenna, þvert á flokka, á mótinu. Útkoman gat því ekki orðið betri, á þessu síðasta U23-móti Eyglóar sem var með foreldra sína á meðal áhorfenda auk þess sem móðir hennar fékk svo þann heiður að veita henni gullverðlaunin. Eygló var einnig stigahæst á Norðurlandamótinu í Færeyjum fyrir tveimur vikum og það var þá í fyrsta sinn sem að Íslendingur hlýtur þá viðurkenningu. Íslendingar uppskáru ríkulega á mótinu í Póllandi því auk verðlauna Eyglóar fékk Guðný Björk Stefánsdóttir þrenn bronsverðlaun í sama þyngdarflokki og hún. Í dag hlaut svo Erla Ágústsdóttir þrenn bronsverðlaun í +87 kg flokki. Erla lyfti mest 97 kg í snörun og 116 kg í jafnhendingu, eða samtals 213 kg. Erla Ágústsdóttir með bronsmedalíurnar þrjár á EM U23 í Póllandi.LSÍ Erla fékk allar sex lyftur sínar gildar á mótinu en það var þó ekki útlit fyrir það í fyrstu því dómararnir gáfu henni þrjú rauð ljós á opnunarlyftuna í jafnhendingu. Þessu mótmæltu þjálfarar Erlu og eftir endurskoðun var dómnum snúið og lyftan dæmd gild. Lyftingar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira
Eins og fram hefur komið þá varð Eygló Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, auk þess sem hún sló Norðurlandametið í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Hún lyfti 104 kg eða mest allra í snörun og einnig mest allra í jafnhendingu eða 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg og vann öruggan sigur en sigurlyftu hennar í jafnhendingunni má sjá hér að neðan. Í dag fékk Eygló svo viðurkenningu fyrir að hafa orðið stigahæst allra kvenna, þvert á flokka, á mótinu. Útkoman gat því ekki orðið betri, á þessu síðasta U23-móti Eyglóar sem var með foreldra sína á meðal áhorfenda auk þess sem móðir hennar fékk svo þann heiður að veita henni gullverðlaunin. Eygló var einnig stigahæst á Norðurlandamótinu í Færeyjum fyrir tveimur vikum og það var þá í fyrsta sinn sem að Íslendingur hlýtur þá viðurkenningu. Íslendingar uppskáru ríkulega á mótinu í Póllandi því auk verðlauna Eyglóar fékk Guðný Björk Stefánsdóttir þrenn bronsverðlaun í sama þyngdarflokki og hún. Í dag hlaut svo Erla Ágústsdóttir þrenn bronsverðlaun í +87 kg flokki. Erla lyfti mest 97 kg í snörun og 116 kg í jafnhendingu, eða samtals 213 kg. Erla Ágústsdóttir með bronsmedalíurnar þrjár á EM U23 í Póllandi.LSÍ Erla fékk allar sex lyftur sínar gildar á mótinu en það var þó ekki útlit fyrir það í fyrstu því dómararnir gáfu henni þrjú rauð ljós á opnunarlyftuna í jafnhendingu. Þessu mótmæltu þjálfarar Erlu og eftir endurskoðun var dómnum snúið og lyftan dæmd gild.
Lyftingar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira