Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:00 Það er forgangsmál Samfylkingar að lækka kostnað heimila og út á það gengur Framkvæmdaplan okkar í húnæðis- og kjaramálum. Það er orðið alltof dýrt að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta – fáum við til þess traust í kosningunum 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna. Með háum vöxtum, mikilli verðbólgu og með því að þyngja skattbyrði vinnandi fólks frá árinu 2013. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að fara með fé og forysta flokksins er vanhæf til að stjórna. Bjarni Benediktsson og félagar reyna að beina athyglinni frá þeirra eigin vanhæfni með því að segja að Samfylkingin ætli að hækka skatta á almenning. Það er rangt. Nú skulum við standa saman og svara þeim af festu. Og gleymum ekki hve illa Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist fólkinu í landinu á liðnu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar vexti Fyrir síðustu kosningar lofaði Bjarni lágum vöxtum. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði líka stöðugleika og lægri sköttum. Hvernig hefur gengið? Í stuttu máli: Sjálfstæðisflokkurinn sveik loforðin, og rústaði þannig plönum bæði heimila og fyrirtækja. Í fyrra greiddu heimilin í landinu 40 milljörðum meira í vexti en árið 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur í hverjum mánuði, eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Þetta er það sem við í Samfylkingunni höfum kallað ofurskattinn á ungt fólk og alla sem skulda. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar verð Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 milljónum króna í 70 milljónir og um leið hefur matarkarfan hækkað. Fjölskylda sem varði 125 þúsund krónum í matarkaup á mánuði árið 2021 þarf nú að borga um 400 þúsund krónum meira á ári fyrir matinn. Ríkisstjórnin reyndist fullkomlega vanhæf til að ná stjórn á stöðunni og lét því Seðlabankann einan sjá um verkið með hækkun vaxta. Þannig var verðbólgan brotin á baki hins almenna launamanns. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar skatta Nú gæti einhver haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lækkað skatta á almenning. En það er rangt. Þvert á móti: Sjálfstæðisflokkurinn hefur þyngt skattbyrði venjulegs vinnandi fólks frá árinu 2013. Þegar gögn Hagstofu Íslands eru skoðuð kemur á daginn að skattbyrði langflestra tekjuhópa hefur þyngst frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna Við í Samfylkingunni erum með plan til að lækka kostnað heimilanna. Forgangsmál okkar númer 1, 2 og 3 verður að gera það sem þarf til að kveða niður verðbólgu og vexti – með tiltekt í ríkisrekstrinum, bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, skynsamlegum skattkerfisbreytingum og með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Þær tekjutillögur sem við leggjum til eru að loka ehf-gatinu og skrúfa fyrir skattaglufur, draga úr misræmi milli skattlagningar launa og fjármagns og taka upp almenn auðlindagjöld. Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Við erum eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur kynnt sitt plan fyrir kosningarnar 30. nóvember – með þremur ítarlegum útspilum sem heita Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með neitt plan um að bæta kjör fólks og endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Flokkurinn boðar engar alvöru breytingar en við vitum að hann hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á hinn almenna mann. Verður það allt gleymt og grafið þann 30. nóvember – eða munu kjósendur veita Sjálfstæðisflokknum verðskuldaða ráðningu? Þjóðin fær fljótlega tækifæri til að svara fyrir sig með kjörseðlinum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Það er forgangsmál Samfylkingar að lækka kostnað heimila og út á það gengur Framkvæmdaplan okkar í húnæðis- og kjaramálum. Það er orðið alltof dýrt að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta – fáum við til þess traust í kosningunum 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna. Með háum vöxtum, mikilli verðbólgu og með því að þyngja skattbyrði vinnandi fólks frá árinu 2013. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að fara með fé og forysta flokksins er vanhæf til að stjórna. Bjarni Benediktsson og félagar reyna að beina athyglinni frá þeirra eigin vanhæfni með því að segja að Samfylkingin ætli að hækka skatta á almenning. Það er rangt. Nú skulum við standa saman og svara þeim af festu. Og gleymum ekki hve illa Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist fólkinu í landinu á liðnu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar vexti Fyrir síðustu kosningar lofaði Bjarni lágum vöxtum. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði líka stöðugleika og lægri sköttum. Hvernig hefur gengið? Í stuttu máli: Sjálfstæðisflokkurinn sveik loforðin, og rústaði þannig plönum bæði heimila og fyrirtækja. Í fyrra greiddu heimilin í landinu 40 milljörðum meira í vexti en árið 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur í hverjum mánuði, eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Þetta er það sem við í Samfylkingunni höfum kallað ofurskattinn á ungt fólk og alla sem skulda. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar verð Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 milljónum króna í 70 milljónir og um leið hefur matarkarfan hækkað. Fjölskylda sem varði 125 þúsund krónum í matarkaup á mánuði árið 2021 þarf nú að borga um 400 þúsund krónum meira á ári fyrir matinn. Ríkisstjórnin reyndist fullkomlega vanhæf til að ná stjórn á stöðunni og lét því Seðlabankann einan sjá um verkið með hækkun vaxta. Þannig var verðbólgan brotin á baki hins almenna launamanns. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar skatta Nú gæti einhver haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lækkað skatta á almenning. En það er rangt. Þvert á móti: Sjálfstæðisflokkurinn hefur þyngt skattbyrði venjulegs vinnandi fólks frá árinu 2013. Þegar gögn Hagstofu Íslands eru skoðuð kemur á daginn að skattbyrði langflestra tekjuhópa hefur þyngst frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna Við í Samfylkingunni erum með plan til að lækka kostnað heimilanna. Forgangsmál okkar númer 1, 2 og 3 verður að gera það sem þarf til að kveða niður verðbólgu og vexti – með tiltekt í ríkisrekstrinum, bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, skynsamlegum skattkerfisbreytingum og með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Þær tekjutillögur sem við leggjum til eru að loka ehf-gatinu og skrúfa fyrir skattaglufur, draga úr misræmi milli skattlagningar launa og fjármagns og taka upp almenn auðlindagjöld. Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Við erum eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur kynnt sitt plan fyrir kosningarnar 30. nóvember – með þremur ítarlegum útspilum sem heita Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með neitt plan um að bæta kjör fólks og endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Flokkurinn boðar engar alvöru breytingar en við vitum að hann hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á hinn almenna mann. Verður það allt gleymt og grafið þann 30. nóvember – eða munu kjósendur veita Sjálfstæðisflokknum verðskuldaða ráðningu? Þjóðin fær fljótlega tækifæri til að svara fyrir sig með kjörseðlinum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun