Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:39 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi við Bjarka um veðrið næstu daga í Kvöldfréttum. Vísir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir meðalhita á landinu ekki hafa verið minni frá árinu 1997. Það verði líklega hlýtt fram á miðjan mánuð en þá gæti veðrið breyst. Meðalhiti síðustu 12 mánaða er 4,4°C í Reykjavík. Meðalhiti síðustu tólf mánaða er frekar lágur og nær því sem hann var fyrir aldamót að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings en hann fór yfir veðrið á árinu, síðustu daga og fram undan í Bítinu á Bylgjunni. Nánar hér á vef hans Blika.is. Hiti síðustu daga sé góður til að hífa upp meðaltalið en ekki óvenjulegur á þessum árstíma. Um 10 stiga hiti er í Reykjavík í dag og fór hiti upp í 15 stig á einhverjum veðurstöðvum fyrir norðan í nótt. Einar segir að miðað við tíðarfar síðustu 20 ár skeri þetta ár í augu. Það verði samt að hafa í huga að sveiflur í íslensku verðri séu algengar. Hann segir síðustu mánuði hafa veið tíðar norðanáttir og meiri útbreiðsla pólsjó fyrir norðan. Sjávarhiti hafi beint áhrif á lofthita. „Við vorum kannski að horfa á það fyrir nokkrum vikum að loftið væri upprunnið frá Austur-Grænlandi en nú er það upprunnið frá Marokkó,“ segir Einar. Loftið ferðist yfir Portúgal og svo yfir Atlantshafið. Hlýtt veður viðvarandi Einar segir að miðað við langtímaspá sé útlit fyrir áframhaldandi hæðarsvæði yfir Bretlandseyjum. Þessi hæð beini lofti til okkar úr suðri og í spám megi sjá að þetta verði viðvarandi fram á miðjan mánuð. Það verði ekki endilega svona heitt allan tímann en ólíklegt sé til dæmis að það fari að snjóa mikið. Hann segir að síðustu daga hafi svo verið miklar umræður meðal veðurfræðinga að um miðjan mánuð skapist aðstæður til að snúa þessu við. Það hrökkvi aftur í norðanátt. Það sé erfitt að spá svo langt en það verði áhugavert að fylgjast með þróuninni. Einar segir að þegar hann byrjaði fyrir 20 til 30 árum hafi menn ekki þorað að spá lengra fram en tvo til þrjá daga. Frá þeim tíma hafi orðið alger bylting í veðurspám. „Við erum komin ansi langt með að ná þokkalegri nákvæmni að jafnaði fyrir svona fimm til sjö daga spár,“ segir Einar en að hann leiki sér oft að því að spá lengra fram í tímann. Stundum sé mikil spágeta en aðra mikill óróleiki og óvissa. „Þegar hækkandi eða lækkandi sól er að umbreyta öllum veðurkerfunum,“ segir Einar og að þá sé erfiðast að spá til lengri tíma. Þriðjungslíkur á vondu veðri á kjördag Hvað varðar veður á kjördag í lok mánaðarins segir Einar að það séu þriðjungslíkur á því að ekkert verði að veðrinu en að veðrið hafi oft, síðustu 20 ára, verið slæmt á þessum degi eða dagana í kring. Einar ræddi einnig veðurofsa og þurrka erlendis. Sem dæmi hafi verið þurrkar í Suður-Ameríku lengi sem séu tengdir við loftslagsbreytingar. Það hafi áhrif á framboð raforku og Amazon-skóginn sjálfan. Rigningarnar á Spáni hafi verið skelfilegar og komið mönnum í opna skjöldu. Margir hafi ekki getað flúið veðrið en um 200 fórust í hamfaraflóðum í Valencia á Spáni í síðustu viku. Veður Spánn Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Sjá meira
Meðalhiti síðustu tólf mánaða er frekar lágur og nær því sem hann var fyrir aldamót að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings en hann fór yfir veðrið á árinu, síðustu daga og fram undan í Bítinu á Bylgjunni. Nánar hér á vef hans Blika.is. Hiti síðustu daga sé góður til að hífa upp meðaltalið en ekki óvenjulegur á þessum árstíma. Um 10 stiga hiti er í Reykjavík í dag og fór hiti upp í 15 stig á einhverjum veðurstöðvum fyrir norðan í nótt. Einar segir að miðað við tíðarfar síðustu 20 ár skeri þetta ár í augu. Það verði samt að hafa í huga að sveiflur í íslensku verðri séu algengar. Hann segir síðustu mánuði hafa veið tíðar norðanáttir og meiri útbreiðsla pólsjó fyrir norðan. Sjávarhiti hafi beint áhrif á lofthita. „Við vorum kannski að horfa á það fyrir nokkrum vikum að loftið væri upprunnið frá Austur-Grænlandi en nú er það upprunnið frá Marokkó,“ segir Einar. Loftið ferðist yfir Portúgal og svo yfir Atlantshafið. Hlýtt veður viðvarandi Einar segir að miðað við langtímaspá sé útlit fyrir áframhaldandi hæðarsvæði yfir Bretlandseyjum. Þessi hæð beini lofti til okkar úr suðri og í spám megi sjá að þetta verði viðvarandi fram á miðjan mánuð. Það verði ekki endilega svona heitt allan tímann en ólíklegt sé til dæmis að það fari að snjóa mikið. Hann segir að síðustu daga hafi svo verið miklar umræður meðal veðurfræðinga að um miðjan mánuð skapist aðstæður til að snúa þessu við. Það hrökkvi aftur í norðanátt. Það sé erfitt að spá svo langt en það verði áhugavert að fylgjast með þróuninni. Einar segir að þegar hann byrjaði fyrir 20 til 30 árum hafi menn ekki þorað að spá lengra fram en tvo til þrjá daga. Frá þeim tíma hafi orðið alger bylting í veðurspám. „Við erum komin ansi langt með að ná þokkalegri nákvæmni að jafnaði fyrir svona fimm til sjö daga spár,“ segir Einar en að hann leiki sér oft að því að spá lengra fram í tímann. Stundum sé mikil spágeta en aðra mikill óróleiki og óvissa. „Þegar hækkandi eða lækkandi sól er að umbreyta öllum veðurkerfunum,“ segir Einar og að þá sé erfiðast að spá til lengri tíma. Þriðjungslíkur á vondu veðri á kjördag Hvað varðar veður á kjördag í lok mánaðarins segir Einar að það séu þriðjungslíkur á því að ekkert verði að veðrinu en að veðrið hafi oft, síðustu 20 ára, verið slæmt á þessum degi eða dagana í kring. Einar ræddi einnig veðurofsa og þurrka erlendis. Sem dæmi hafi verið þurrkar í Suður-Ameríku lengi sem séu tengdir við loftslagsbreytingar. Það hafi áhrif á framboð raforku og Amazon-skóginn sjálfan. Rigningarnar á Spáni hafi verið skelfilegar og komið mönnum í opna skjöldu. Margir hafi ekki getað flúið veðrið en um 200 fórust í hamfaraflóðum í Valencia á Spáni í síðustu viku.
Veður Spánn Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Sjá meira