Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 09:32 Umræða um skólastarf hefur verið hávær frá því í vor. Viðskiptaráð var leiðandi í þeirri umræðu en framkvæmdarstjóri þess talaði um „neyðarástand“ í grunnskólum landsins. Nú sjáum við að tilgangurinn helgar meðalið. Sjálfstæðisflokkurinn boðar „umbreytingu á menntakerfinu.“ Þetta á að gera m.a. með að taka aftur upp samræmd próf. Leysum vanda framtíðar með því að beita aðferðum fortíðar. Menntamálaráðherrar Framsóknar, Lilja D. Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, eiga það sameiginlegt að þykja vænt um íslenska menntakerfið. Í skrifum sjálfstæðismanna birtist ekki væntumþykja heldur vilji til að tala niður skólakerfi með undirliggjandi tón um að einkavæða það. Niðurstöður úr Pisa gefa vissulega tilefni til að endurskoða og setja í forgang viðbrögð til að auka árangur menntakerfis okkar. Yfirvöld hafa sett af stað faglega vinnu, bæði til greiningar og til að bregðast við. Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, hefur unnið að því hörðum höndum að endurskoða menntakerfið heildstætt. Úr þeirri vinnu, sem hófst árið 2020, kom m.a. nýtt matsferli sem leysir gömlu samræmdu prófin af hólmi. Hlutverk matferilsins er tvíþætt: Tryggja heildstæða og skýra mynd af stöðu hvers barns í námi og framförum þess jafnt og þétt yfir skólagönguna, m.a. með að markmiði að það fái viðeigandi kennslu og stuðning þegar þörf er á. Til þess fá skólar aðgang að fjölbreyttum matstækjum og verkfærum. Upplýsingarnar sem við það skapast eiga jafnframt að nýtast nemendum og forráðamönnum þeirra og stuðla að trausti í samstarfi heimila og skóla um nám við hæfi hvers og eins barns. Afla upplýsinga um stöðu skólakerfisins í heild, með skyldubundnu samræmdu námsmati, þannig að stefnumótandi aðilar, sem og aðrir, geti fylgst með þróun námsárangurs yfir tíma og greint styrkleika og mögulegar áskoranir, bæði í einstökum sveitarfélögum og á landsvísu. Matsferilinn hefur í för með sér bætt aðgengi foreldra, barna, skóla og menntayfirvalda að upplýsingum um stöðu og framvindu barnsins í gegnum skólakerfið sem og stöðu menntakerfisins í heild sinni. Allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Þannig er betur hægt að stuðla að árangursríkum snemmtækum stuðningi og tryggja að börn fái aðstoð um leið og þörf vaknar, sem er lykilþáttur í því að draga úr eða koma í veg fyrir frekari námsvanda á síðari stigum. Þetta er algjörlega ný og heildstæð nálgun. Innleiðing matsferilsins hefur þegar farið af stað. Matsferillinn mun nýtast kennurum mun betur í starfi. Verið er að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta er unnið í samráði við kennara sjálfa. Sjálfstæðisflokkurinn vill takast á við nútímann með því að horfa í baksýnispegilinn. Nota gamlar aðferðir til að mæla getu nemanda. Pólitískar herferðir sem beinst hafa gegn skólakerfinu gleyma að benda á nokkrar staðreyndir. Íslenskt samfélag hefur gerbreyst hratt undanfarin ár. Við höfum þurft að aðlagast um leið og við tökumst á við breytt samfélag. Heimsfaraldurinn umturnaði kennslu þar sem íslenskt skólasamfélag opnaði faðminn fyrir nemendum. Þetta gerðu þeir með því að hólfa niður og skipuleggja skólastarfsemi á einni helgi. Í samræmi við þessa þrautseigju sýna rannsóknir að íslenskum nemendum líður almennt vel í skólanum. Nemendum finnst þau almennt tilheyra í skólanum og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, ásamt því að treysta kennurum sínum. Hagsæld okkar til framtíðar grundvallast á gæðum menntunar. Við þurfum vissulega að horfast í augu við vandamálin en framtíðin krefst þess að við horfum fram á veginn – en ekki í baksýnisspegilinn. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Umræða um skólastarf hefur verið hávær frá því í vor. Viðskiptaráð var leiðandi í þeirri umræðu en framkvæmdarstjóri þess talaði um „neyðarástand“ í grunnskólum landsins. Nú sjáum við að tilgangurinn helgar meðalið. Sjálfstæðisflokkurinn boðar „umbreytingu á menntakerfinu.“ Þetta á að gera m.a. með að taka aftur upp samræmd próf. Leysum vanda framtíðar með því að beita aðferðum fortíðar. Menntamálaráðherrar Framsóknar, Lilja D. Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, eiga það sameiginlegt að þykja vænt um íslenska menntakerfið. Í skrifum sjálfstæðismanna birtist ekki væntumþykja heldur vilji til að tala niður skólakerfi með undirliggjandi tón um að einkavæða það. Niðurstöður úr Pisa gefa vissulega tilefni til að endurskoða og setja í forgang viðbrögð til að auka árangur menntakerfis okkar. Yfirvöld hafa sett af stað faglega vinnu, bæði til greiningar og til að bregðast við. Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, hefur unnið að því hörðum höndum að endurskoða menntakerfið heildstætt. Úr þeirri vinnu, sem hófst árið 2020, kom m.a. nýtt matsferli sem leysir gömlu samræmdu prófin af hólmi. Hlutverk matferilsins er tvíþætt: Tryggja heildstæða og skýra mynd af stöðu hvers barns í námi og framförum þess jafnt og þétt yfir skólagönguna, m.a. með að markmiði að það fái viðeigandi kennslu og stuðning þegar þörf er á. Til þess fá skólar aðgang að fjölbreyttum matstækjum og verkfærum. Upplýsingarnar sem við það skapast eiga jafnframt að nýtast nemendum og forráðamönnum þeirra og stuðla að trausti í samstarfi heimila og skóla um nám við hæfi hvers og eins barns. Afla upplýsinga um stöðu skólakerfisins í heild, með skyldubundnu samræmdu námsmati, þannig að stefnumótandi aðilar, sem og aðrir, geti fylgst með þróun námsárangurs yfir tíma og greint styrkleika og mögulegar áskoranir, bæði í einstökum sveitarfélögum og á landsvísu. Matsferilinn hefur í för með sér bætt aðgengi foreldra, barna, skóla og menntayfirvalda að upplýsingum um stöðu og framvindu barnsins í gegnum skólakerfið sem og stöðu menntakerfisins í heild sinni. Allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Þannig er betur hægt að stuðla að árangursríkum snemmtækum stuðningi og tryggja að börn fái aðstoð um leið og þörf vaknar, sem er lykilþáttur í því að draga úr eða koma í veg fyrir frekari námsvanda á síðari stigum. Þetta er algjörlega ný og heildstæð nálgun. Innleiðing matsferilsins hefur þegar farið af stað. Matsferillinn mun nýtast kennurum mun betur í starfi. Verið er að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta er unnið í samráði við kennara sjálfa. Sjálfstæðisflokkurinn vill takast á við nútímann með því að horfa í baksýnispegilinn. Nota gamlar aðferðir til að mæla getu nemanda. Pólitískar herferðir sem beinst hafa gegn skólakerfinu gleyma að benda á nokkrar staðreyndir. Íslenskt samfélag hefur gerbreyst hratt undanfarin ár. Við höfum þurft að aðlagast um leið og við tökumst á við breytt samfélag. Heimsfaraldurinn umturnaði kennslu þar sem íslenskt skólasamfélag opnaði faðminn fyrir nemendum. Þetta gerðu þeir með því að hólfa niður og skipuleggja skólastarfsemi á einni helgi. Í samræmi við þessa þrautseigju sýna rannsóknir að íslenskum nemendum líður almennt vel í skólanum. Nemendum finnst þau almennt tilheyra í skólanum og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, ásamt því að treysta kennurum sínum. Hagsæld okkar til framtíðar grundvallast á gæðum menntunar. Við þurfum vissulega að horfast í augu við vandamálin en framtíðin krefst þess að við horfum fram á veginn – en ekki í baksýnisspegilinn. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun