Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2024 14:02 Soffía Dögg hvetur fólk til þess að fara yfir dótið í geymslunni og henda í tæka tíð svo hægt sé að létta afkomendunum lífið. Vísir/Vilhelm/Getty Sjónvarpsstjarnan Soffa Dögg Garðarsdóttir sem oftast er kennd við Skreytum hús hvetur fólk til þess að huga að því fyrr en ella að henda dóti í þeirra eigu þegar það kemst á miðjan aldur til þess að auðvelda afkomendum þeirra lífið þegar það fellur frá. Þetta hefur öðlast miklar vinsældir í Svíþjóð og er kallað sænska dauðahreinsunin. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Soffía Dögg heldur úti sjónvarpsþáttunum Skreytum hús og samnefndri vefsíðu. Nýja serían hófst í vikunni og er fyrsti þáttur á Vísi. Soffía tekur fram að hún komi sjálf af langri línu geymara en hún og systkini hennar aðstoðuðu foreldra sína við að tæma húsið sitt í sumar þegar þau fóru á hjúkrunarheimili. Snýst um að einfalda líf sitt og barnanna „Við erum geymarar af guðs náð. Það er pínu lítið kaldhæðnislegt að ég sé að tala um þetta, kona með fullt háaloft af jóladóti,“ segir Soffía á léttu nótunum í Bítinu. Hún segist sjálf tengjast sínum hlutum tilfinningalegum böndum en sænska hreinsunin snúist um að einfalda lífið. „Hvað er það sem verður geymt eftir þinn dag? Við erum að geyma svo mikið ógrynni af hlutum sem skipta engan máli nema mig eða þig,“ segir Soffía sem bendir á að það sé frábært að fara að huga að þessum málum þegar fólk er komið á miðjan aldur. Það sé alls ekki of snemmt þegar fólk sé orðið 50 ára. „Hugsaðu samt um það að síðan fer brekkan að verða aðeins brattari. Þegar maður fer að eldast þá verður allt aðeins erfiðara og erfiðara. Þegar þú ert kona og ferð til kvensjúkdómalæknis á milli fertugs og fimmtugs þá er farið að spyrja þig spurninga út í heilsufar og þá er spurt hvernig ertu andlega ertu ennþá með þor, ertu ennþá með þrek, ertu orðin rög við að gera hlutina og maður missir oft kraftinn og hlutirnir stækka í augunum á manni og verða ótrúlega stórir þannig þú þarft að byrja á þessu áður en þú ferð að slæda niður brekkuna.“ Hús og heimili Bítið Tengdar fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Í fyrsta þætti af fimmtu þáttaröð af Skreytum hús, sem er í umsjón Soffíu Daggar Garðarsdóttur, heimsótti hún mæðgurnar, Emilíu Þóru Ólafsdóttur og Írisi Kristinsdóttur, gjarnan kennd við Buttercup, sem eru nýlega fluttar á Álftanes úr Grindavík. 5. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Soffía Dögg heldur úti sjónvarpsþáttunum Skreytum hús og samnefndri vefsíðu. Nýja serían hófst í vikunni og er fyrsti þáttur á Vísi. Soffía tekur fram að hún komi sjálf af langri línu geymara en hún og systkini hennar aðstoðuðu foreldra sína við að tæma húsið sitt í sumar þegar þau fóru á hjúkrunarheimili. Snýst um að einfalda líf sitt og barnanna „Við erum geymarar af guðs náð. Það er pínu lítið kaldhæðnislegt að ég sé að tala um þetta, kona með fullt háaloft af jóladóti,“ segir Soffía á léttu nótunum í Bítinu. Hún segist sjálf tengjast sínum hlutum tilfinningalegum böndum en sænska hreinsunin snúist um að einfalda lífið. „Hvað er það sem verður geymt eftir þinn dag? Við erum að geyma svo mikið ógrynni af hlutum sem skipta engan máli nema mig eða þig,“ segir Soffía sem bendir á að það sé frábært að fara að huga að þessum málum þegar fólk er komið á miðjan aldur. Það sé alls ekki of snemmt þegar fólk sé orðið 50 ára. „Hugsaðu samt um það að síðan fer brekkan að verða aðeins brattari. Þegar maður fer að eldast þá verður allt aðeins erfiðara og erfiðara. Þegar þú ert kona og ferð til kvensjúkdómalæknis á milli fertugs og fimmtugs þá er farið að spyrja þig spurninga út í heilsufar og þá er spurt hvernig ertu andlega ertu ennþá með þor, ertu ennþá með þrek, ertu orðin rög við að gera hlutina og maður missir oft kraftinn og hlutirnir stækka í augunum á manni og verða ótrúlega stórir þannig þú þarft að byrja á þessu áður en þú ferð að slæda niður brekkuna.“
Hús og heimili Bítið Tengdar fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Í fyrsta þætti af fimmtu þáttaröð af Skreytum hús, sem er í umsjón Soffíu Daggar Garðarsdóttur, heimsótti hún mæðgurnar, Emilíu Þóru Ólafsdóttur og Írisi Kristinsdóttur, gjarnan kennd við Buttercup, sem eru nýlega fluttar á Álftanes úr Grindavík. 5. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Í fyrsta þætti af fimmtu þáttaröð af Skreytum hús, sem er í umsjón Soffíu Daggar Garðarsdóttur, heimsótti hún mæðgurnar, Emilíu Þóru Ólafsdóttur og Írisi Kristinsdóttur, gjarnan kennd við Buttercup, sem eru nýlega fluttar á Álftanes úr Grindavík. 5. nóvember 2024 07:01