Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:16 Inga, Kristrún og Sigurður Ingi voru gestir Elínar Margrétar. Vísir/Anton Brink Þótt athyglin hafi að miklu leyti beinst að stjórnmálunum vestanhafs undanfarna daga er nóg framundan í pólitíkinni hér heima einnig. Í kosningapallborði fréttastofunnar í dag mæta formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Framsóknar til leiks og ræða kosningarnar framundan. Á mánudaginn var mættu fulltrúar Pírata, VG og Sósíalista í pallborðið og í síðustu viku var sjónum beint til hægri með formönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Lýðræðisflokksins og Viðreisnar. Í dag er hins vegar komið að formönnum síðustu þriggja flokkanna sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Þetta eru Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins sem mæta í settið til Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns. Sigurður Ingi hefur gefið eftir oddvita sæti sitt í Suðurkjördæmi til nýliðans Höllu Hrundar Logadóttur. Sjálfur hefur hann verið fjármálaráðherra síðan Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin í vor en var þar áður innviðaráðherra. Kristrún hefur gagnrýnt stefnu ríkistjórnarinnar í báðum málaflokkum töluvert, en fylgi Samfylkingarinnar hefur verið að dragast örlítið saman í skoðanakönnunum að undanförnu þótt flokkurinn mælist enn með mest fylgi. Inga Sæland teflir fram nýjum oddvitum í tveimur kjördæmum fyrir Flokk fólksins, meðal annars úr röðum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan sitjandi þingmaður flokksins hefur söðlað um og býður fram fyrir Miðflokkinn. Á sama tíma sækir flokkurinn aukinn liðsstyrk í fyrrverandi þingmanni VG sem nú skipar sæti ofarlega á lista flokksins. Það verður af nógu að taka og von á líflegum umræðum. Kosningapallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14:00. Spilari verður aðgengilegur hér að ofan. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Á mánudaginn var mættu fulltrúar Pírata, VG og Sósíalista í pallborðið og í síðustu viku var sjónum beint til hægri með formönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Lýðræðisflokksins og Viðreisnar. Í dag er hins vegar komið að formönnum síðustu þriggja flokkanna sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Þetta eru Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins sem mæta í settið til Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns. Sigurður Ingi hefur gefið eftir oddvita sæti sitt í Suðurkjördæmi til nýliðans Höllu Hrundar Logadóttur. Sjálfur hefur hann verið fjármálaráðherra síðan Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin í vor en var þar áður innviðaráðherra. Kristrún hefur gagnrýnt stefnu ríkistjórnarinnar í báðum málaflokkum töluvert, en fylgi Samfylkingarinnar hefur verið að dragast örlítið saman í skoðanakönnunum að undanförnu þótt flokkurinn mælist enn með mest fylgi. Inga Sæland teflir fram nýjum oddvitum í tveimur kjördæmum fyrir Flokk fólksins, meðal annars úr röðum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan sitjandi þingmaður flokksins hefur söðlað um og býður fram fyrir Miðflokkinn. Á sama tíma sækir flokkurinn aukinn liðsstyrk í fyrrverandi þingmanni VG sem nú skipar sæti ofarlega á lista flokksins. Það verður af nógu að taka og von á líflegum umræðum. Kosningapallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14:00. Spilari verður aðgengilegur hér að ofan.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira