Derið kostar 860 Bandaríkjadali eða tæpar 120 þúsund íslenskar krónur samkvæmt Saks Fifth Avenue.
Derið er sportlegt og verndar andlitið fyrir útfjólubláum geislum og getur því nýst í stað sólgleraugna.

Dior bersýnilega í uppáhaldi
Birgitta er þekkt fyrir dálæti sitt á merkja- og hönnunarvörum og birtir hún reglulega myndir af sér á Instagram í fatnaði og með töskur frá mörgum af stærstu tískuhúsum heims.
Þar á meðal birti hún mynd af sér fyrr á árinu með skiptitösku, einnig frá Christian Dior, að andvirði 450 þúsund íslenskra króna.