Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar 6. nóvember 2024 14:47 Það er virkilega ánægjulegt að þrumuræða Sigurðar Inga í leiðtogaumræðum á RÚV hafi vakið fólk til umhugsunar um hvert umræðan um útlendingamál er komin, þar sem öllu er blandað saman. Framsóknarfólk um land allt hefur haft miklar áhyggjur af vaxandi kröfum Sjálfstæðismanna er snýr að þessum málaflokki, aðgreiningu barna í skólum og flóttamannabúðir. Það er eins og það sé komin einhver keppni við Miðflokkinn, sem toppaði vitleysuna einmitt í tíðræddum þætti með orðunum um að við „ættum ekki að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu“, ég skil vel að langlundargeð Sigurðar Inga hafi sprungið. Að auki höfum við horft upp á það að Flokkur fólksins hefur ýjað að því að skella í lás á landamærunum og að við hverfum algjörlega frá því að taka á móti fólki í neyð. Sömuleiðis hefur daður Samfylkingar og Kristrúnar Frostadóttur við auknar kröfur komið okkur á óvart. Lítið vandamál í stóra samhenginu Svo því sé haldið til haga þá er Framsóknarfólk ekki að tala um að galopna landamærin eða gefa einhvern afslátt af öryggi og löggæslu í landinu, nú eða leggja ekki áherslu á íslenskukennslu og menningu þjóðar. Því fer fjarri. Það er brýnna nú en oft áður að auka löggæslu og efla gæslu á landamærum. Í því verkefni megum við engan tíma missa. 25% þjóðarinnar eru annað hvort innflytjendur eða íslenskir ríkisborgarar sem eru afkomendur innflytjenda að öllu eða sumu leyti. Það er nú bara þannig að 98% þeirra sem hafa komið til landsins á undanförnum árum er fólk frá Evrópu sem kemur hingað að vinna í gegnum EES samninginn og síðan eru það 2% sem koma frá stríðshrjáðum svæðum. Staðreyndin er sú að einungis 0,24% er að koma annars staðar frá. Hluti þeirra sem koma ekki frá Evrópu gegnum EES eða frá Úkraínu er síðan fólk sem t.d. giftist hingað til lands og kemur frá löndum eins og Bandaríkjunum, Argentínu, Filipseyjum og Ástralíu bara svo eitthvað sé nefnt. Þurfum að bregðast við, þegar þörf er á Alvarleiki umræðunnar, sem hefur fengið að vaxa óáreitt, felst í því að setja alla undir sama hatt og tala um eitthvað stórkostlegt útlendingavandamál. Við sættum okkur ekki lengur við að þessi stóri hópur sé gerður hornreka í íslensku samfélagi og talað um sem eitthvert vandamál . Við þurfum að aðgreina umræðuna. Við þurfum að bregðast við, þar sem þörf er á. Það á ekki við um þau 98% sem hingað hafa komið á undanförnum árum, eru í vinnu og borga til samfélagsins skatta og gjöld. Það á ekki við um þá sem hingað hafa komið frá stríðshrjáðum svæðum og Alþingi Íslendinga samþykkti samróma að opna landamærin fyrir, eins og nágranna þjóðir okkar gerðu. Við þurfum að bregðast við þeim áskorunum sem eru í hælisleitendakerfinu okkar en í kjölfar nýrrar lagasetningar hefur kostnaður í þeim málaflokki farið úr 28 ma.kr. á ári í 14 ma.kr., fer hratt lækkandi og umsóknum hefur fækkað verulega. Við eigum að hafa stjórn á landamærunum en ekki loka þeim. Við eigum að taka við fólki frá stríðshrjáðum löndum, sérstaklega börnum og þeirra foreldrum sem þrá frið. Við eigum að gefa öllum börnum tækifæri á að læra tungumálið, eignast vini og verða hluti af samfélaginu en ekki aðskilja þau frá „okkar“ börnum eins og þau séu ekki þess verðug að vera með „okkar“ börnum. Aðrir menningarheimar Þrumuræða Sigurðar Inga féll ekki af himnum ofan, heldur endurspeglar hún vaxandi áhyggjur meðal Framsóknarfólks með umræðuna í samfélaginu. Meðan aðrir flokkar hafa ekki viljað styðja okkur í að leggja meira fjármagn til menningar og tungu íslensku þjóðarinnar þá hafa þeir haft miklar áhyggjur af „blöndun menningarheima“, hvað sem það á nú að vera. Munum að við erum jú þjóð innflytjenda frá Norðurlöndum, Bretlandi og Írlandi. Samvinnuhjarta Framsóknarfólks slær með menningu þjóðarinnar, en rétt eins og við eigum okkar jólasveina, Grýlu og Leppalúða, þá höfum við líka tekið á móti rauða jólasveininum. Í raun er það þannig að rétt eins og menningarstraumar fljóta um heiminn og auðga líf okkar, þá kemur fólk líka til Íslands sem auðgar menningu okkar og líf. Rétt eins og okkur dettur ekki í hug að banna rauða jólasveininn þá á okkur ekki að detta í hug að banna fólki af erlendum uppruna að koma og njóta þess að búa á Íslandi. Er ekki bara best að búa á Íslandi? Síðustu ár hafa Íslendingar líka snúið aftur heim í meira mæli en frá landinu og eitthvað hlýtur það að segja okkur. Það er ekki útlendingavandamál á Íslandi, heldur tækifæri til að vaxa sem þjóð í auðlegð og menningu. Höfundur er þingmaður og oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Stefán Vagn Stefánsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er virkilega ánægjulegt að þrumuræða Sigurðar Inga í leiðtogaumræðum á RÚV hafi vakið fólk til umhugsunar um hvert umræðan um útlendingamál er komin, þar sem öllu er blandað saman. Framsóknarfólk um land allt hefur haft miklar áhyggjur af vaxandi kröfum Sjálfstæðismanna er snýr að þessum málaflokki, aðgreiningu barna í skólum og flóttamannabúðir. Það er eins og það sé komin einhver keppni við Miðflokkinn, sem toppaði vitleysuna einmitt í tíðræddum þætti með orðunum um að við „ættum ekki að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu“, ég skil vel að langlundargeð Sigurðar Inga hafi sprungið. Að auki höfum við horft upp á það að Flokkur fólksins hefur ýjað að því að skella í lás á landamærunum og að við hverfum algjörlega frá því að taka á móti fólki í neyð. Sömuleiðis hefur daður Samfylkingar og Kristrúnar Frostadóttur við auknar kröfur komið okkur á óvart. Lítið vandamál í stóra samhenginu Svo því sé haldið til haga þá er Framsóknarfólk ekki að tala um að galopna landamærin eða gefa einhvern afslátt af öryggi og löggæslu í landinu, nú eða leggja ekki áherslu á íslenskukennslu og menningu þjóðar. Því fer fjarri. Það er brýnna nú en oft áður að auka löggæslu og efla gæslu á landamærum. Í því verkefni megum við engan tíma missa. 25% þjóðarinnar eru annað hvort innflytjendur eða íslenskir ríkisborgarar sem eru afkomendur innflytjenda að öllu eða sumu leyti. Það er nú bara þannig að 98% þeirra sem hafa komið til landsins á undanförnum árum er fólk frá Evrópu sem kemur hingað að vinna í gegnum EES samninginn og síðan eru það 2% sem koma frá stríðshrjáðum svæðum. Staðreyndin er sú að einungis 0,24% er að koma annars staðar frá. Hluti þeirra sem koma ekki frá Evrópu gegnum EES eða frá Úkraínu er síðan fólk sem t.d. giftist hingað til lands og kemur frá löndum eins og Bandaríkjunum, Argentínu, Filipseyjum og Ástralíu bara svo eitthvað sé nefnt. Þurfum að bregðast við, þegar þörf er á Alvarleiki umræðunnar, sem hefur fengið að vaxa óáreitt, felst í því að setja alla undir sama hatt og tala um eitthvað stórkostlegt útlendingavandamál. Við sættum okkur ekki lengur við að þessi stóri hópur sé gerður hornreka í íslensku samfélagi og talað um sem eitthvert vandamál . Við þurfum að aðgreina umræðuna. Við þurfum að bregðast við, þar sem þörf er á. Það á ekki við um þau 98% sem hingað hafa komið á undanförnum árum, eru í vinnu og borga til samfélagsins skatta og gjöld. Það á ekki við um þá sem hingað hafa komið frá stríðshrjáðum svæðum og Alþingi Íslendinga samþykkti samróma að opna landamærin fyrir, eins og nágranna þjóðir okkar gerðu. Við þurfum að bregðast við þeim áskorunum sem eru í hælisleitendakerfinu okkar en í kjölfar nýrrar lagasetningar hefur kostnaður í þeim málaflokki farið úr 28 ma.kr. á ári í 14 ma.kr., fer hratt lækkandi og umsóknum hefur fækkað verulega. Við eigum að hafa stjórn á landamærunum en ekki loka þeim. Við eigum að taka við fólki frá stríðshrjáðum löndum, sérstaklega börnum og þeirra foreldrum sem þrá frið. Við eigum að gefa öllum börnum tækifæri á að læra tungumálið, eignast vini og verða hluti af samfélaginu en ekki aðskilja þau frá „okkar“ börnum eins og þau séu ekki þess verðug að vera með „okkar“ börnum. Aðrir menningarheimar Þrumuræða Sigurðar Inga féll ekki af himnum ofan, heldur endurspeglar hún vaxandi áhyggjur meðal Framsóknarfólks með umræðuna í samfélaginu. Meðan aðrir flokkar hafa ekki viljað styðja okkur í að leggja meira fjármagn til menningar og tungu íslensku þjóðarinnar þá hafa þeir haft miklar áhyggjur af „blöndun menningarheima“, hvað sem það á nú að vera. Munum að við erum jú þjóð innflytjenda frá Norðurlöndum, Bretlandi og Írlandi. Samvinnuhjarta Framsóknarfólks slær með menningu þjóðarinnar, en rétt eins og við eigum okkar jólasveina, Grýlu og Leppalúða, þá höfum við líka tekið á móti rauða jólasveininum. Í raun er það þannig að rétt eins og menningarstraumar fljóta um heiminn og auðga líf okkar, þá kemur fólk líka til Íslands sem auðgar menningu okkar og líf. Rétt eins og okkur dettur ekki í hug að banna rauða jólasveininn þá á okkur ekki að detta í hug að banna fólki af erlendum uppruna að koma og njóta þess að búa á Íslandi. Er ekki bara best að búa á Íslandi? Síðustu ár hafa Íslendingar líka snúið aftur heim í meira mæli en frá landinu og eitthvað hlýtur það að segja okkur. Það er ekki útlendingavandamál á Íslandi, heldur tækifæri til að vaxa sem þjóð í auðlegð og menningu. Höfundur er þingmaður og oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun