Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar 7. nóvember 2024 13:00 Samfylkingin er með plan Það er sama hvar maður kemur að tali við kjósendur um hvaða mál liggja þeim á hjarta í komandi kosningum. Öll nefna húsnæðismál, efnahagsmál og heilbrigðismál. Það er samhljóma þeim samtölum sem Samfylkingin hefur átt við fólkið í landinu á liðnum tveimur árum. Flokkurinn hefur farið í mikla málefnavinnu, í samráði við almenning, fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri. Plan Samfylkingar fyrir komandi tvö kjörtímabil er kynnt í þremur útspilum Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir þar sem vilji til framkvæmda er rauður þráður. Útspilin endurspegla grunnhugmynd flokksins um að stöðugleiki, kröftug verðmætasköpun, öguð ríkisfjármál og skynsamleg tekjuöflun, verði grunnur að sterkri velferð og greiðslu á innviðaskuldum sem hafa fengið að safnast upp allt of lengi. Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Því var nýlega haldið fram að Samfylkingin ætli að hækka skatta um ákveðna upphæð á mann. Það er ekki rétt. Það er alls ekki þannig að Samfylkingin ætli að dreifa skattheimtu á fólkið í landinu. Við ætlum að vinna fyrir því sem þarf til að ráðast í uppbyggingu á innviðum og velferðarkerfi með skynsamlegum hætti. Í fyrsta lagi með tiltekt í rekstri ríkisins, í öðru lagi með sanngjarnri tekjuöflun og í þriðja lagi með vitneskju um það að sumar fjárfestingar í innviðum munu skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Öll plön Samfylkingar miðast við að vinna jafnt og þétt í málum yfir tvö kjörtímabil en hingað til hefur skort á slíka langtímasýn í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hyggst ekki taka neinar kollsteypur í íslensku þjóðfélagi, heldur leggur áherslu á að setja raunhæf markmið og taka örugg skref í átt að betra samfélagi. Hvað varðar tekjuöflun ríkisins er ætlunin að setja á almennt og hóflegt auðlindagjald og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem er jú sanngirnismál. Eina skattahækkunin sem Samfylkingin hefur talað fyrir er hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22% í 25%, en með samhliða hækkun á frítekjumörkum fjármagnstekna. Hvergi er að finna áform um skattlagningu almenns launafólks með hækkun á tekjuskatti. Svikin loforð Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna verulega á undanförnum árum, því höfum við öll fundið fyrir. Með verðbólgu, vöxtum og húsnæðisverði. Vextir heimilanna af húsnæðislánum voru 40 milljörðum hærri árið 2023 miðað við 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur á mánuði eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 í 70 milljónir króna. Um leið hefur matarkarfan hækkað svo um munar, eða um 400 þúsund krónur á ári fyrir fjölskyldu sem varði 125 þúsundum króna í mat á mánuði árið 2021. Þá hefur skattbyrði venjulegs vinnandi fólks hækkað jafnt og þétt í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands, undantekning er reyndar tekjuhæsta tíundin þar sem skattar hafa lækkað hlutfallslega. Þetta er ekki eins og lofað var þegar formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði lágum vöxtum og lægri sköttum fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá er hvergi að sjá þess merki um hver plön Sjálfstæðisflokksins eru að þessu sinni. Samfylkingin lækkar kostnað heimilanna Kæru kjósendur. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna með þeim aðgerðum sem að ofan voru nefndar, fáum við til þess umboð í kosningum. Það væri rangt að hækka skatta á vinnandi fólk eftir allar þær álögur sem fráfarandi ríkisstjórn hefur lagt á almenning. Lærum af fortíðinni og horfum til framtíðar. Það er hægt að gera betur. Þann 30. nóvember fær þjóðin tækifæri til að kjósa nýtt upphaf undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, hagfræðings og formanns Samfylkingarinnar en henni er hægt að treysta fyrir ábyrgri hagstórn. Nýtum það tækifæri samfélaginu til heilla. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Samfylkingin er með plan Það er sama hvar maður kemur að tali við kjósendur um hvaða mál liggja þeim á hjarta í komandi kosningum. Öll nefna húsnæðismál, efnahagsmál og heilbrigðismál. Það er samhljóma þeim samtölum sem Samfylkingin hefur átt við fólkið í landinu á liðnum tveimur árum. Flokkurinn hefur farið í mikla málefnavinnu, í samráði við almenning, fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri. Plan Samfylkingar fyrir komandi tvö kjörtímabil er kynnt í þremur útspilum Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir þar sem vilji til framkvæmda er rauður þráður. Útspilin endurspegla grunnhugmynd flokksins um að stöðugleiki, kröftug verðmætasköpun, öguð ríkisfjármál og skynsamleg tekjuöflun, verði grunnur að sterkri velferð og greiðslu á innviðaskuldum sem hafa fengið að safnast upp allt of lengi. Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Því var nýlega haldið fram að Samfylkingin ætli að hækka skatta um ákveðna upphæð á mann. Það er ekki rétt. Það er alls ekki þannig að Samfylkingin ætli að dreifa skattheimtu á fólkið í landinu. Við ætlum að vinna fyrir því sem þarf til að ráðast í uppbyggingu á innviðum og velferðarkerfi með skynsamlegum hætti. Í fyrsta lagi með tiltekt í rekstri ríkisins, í öðru lagi með sanngjarnri tekjuöflun og í þriðja lagi með vitneskju um það að sumar fjárfestingar í innviðum munu skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Öll plön Samfylkingar miðast við að vinna jafnt og þétt í málum yfir tvö kjörtímabil en hingað til hefur skort á slíka langtímasýn í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hyggst ekki taka neinar kollsteypur í íslensku þjóðfélagi, heldur leggur áherslu á að setja raunhæf markmið og taka örugg skref í átt að betra samfélagi. Hvað varðar tekjuöflun ríkisins er ætlunin að setja á almennt og hóflegt auðlindagjald og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem er jú sanngirnismál. Eina skattahækkunin sem Samfylkingin hefur talað fyrir er hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22% í 25%, en með samhliða hækkun á frítekjumörkum fjármagnstekna. Hvergi er að finna áform um skattlagningu almenns launafólks með hækkun á tekjuskatti. Svikin loforð Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna verulega á undanförnum árum, því höfum við öll fundið fyrir. Með verðbólgu, vöxtum og húsnæðisverði. Vextir heimilanna af húsnæðislánum voru 40 milljörðum hærri árið 2023 miðað við 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur á mánuði eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 í 70 milljónir króna. Um leið hefur matarkarfan hækkað svo um munar, eða um 400 þúsund krónur á ári fyrir fjölskyldu sem varði 125 þúsundum króna í mat á mánuði árið 2021. Þá hefur skattbyrði venjulegs vinnandi fólks hækkað jafnt og þétt í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands, undantekning er reyndar tekjuhæsta tíundin þar sem skattar hafa lækkað hlutfallslega. Þetta er ekki eins og lofað var þegar formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði lágum vöxtum og lægri sköttum fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá er hvergi að sjá þess merki um hver plön Sjálfstæðisflokksins eru að þessu sinni. Samfylkingin lækkar kostnað heimilanna Kæru kjósendur. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna með þeim aðgerðum sem að ofan voru nefndar, fáum við til þess umboð í kosningum. Það væri rangt að hækka skatta á vinnandi fólk eftir allar þær álögur sem fráfarandi ríkisstjórn hefur lagt á almenning. Lærum af fortíðinni og horfum til framtíðar. Það er hægt að gera betur. Þann 30. nóvember fær þjóðin tækifæri til að kjósa nýtt upphaf undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, hagfræðings og formanns Samfylkingarinnar en henni er hægt að treysta fyrir ábyrgri hagstórn. Nýtum það tækifæri samfélaginu til heilla. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun