Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar 8. nóvember 2024 07:31 Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki. Engum ætti að dyljast að afnám þessara skerðinga mun ekki leiða til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð. Þvert á móti mun afnám slíkra skerðinga leiða til tekjuaukningar fyrir ríkissjóð, þar sem fjöldi eldra fólks sem nú sér enga hvata fyrir því að hefja vinnu, vegna grimmilegra tekjuskerðinga, myndi hugsanlega hefja vinnu og þannig afla tekna sem myndu skila ríkissjóði auknum skatttekjum. Í þau sjö ár sem Flokkur fólksins hefur átt sæti á þingi höfum við barist ótrauð fyrir hag aldraðra, öryrkja og þeirra sem minna mega sín. Við upphaf haustþings síðastliðins september lögðum við fram 73 þingmannamál - meira en nokkur annar flokkur - og af þeim sneru 16 að því að bæta hag eldra fólks. Meðal þeirra voru tillögur um að lífeyrir almannatrygginga og frítekjumörk skuli fylgja launavísitölu, til að stöðva þá óásættanlegu kjaragliðnun sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Við lögðum einnig fram frumvarp um hækkun frítekjumarks vegna lífeyristekna, þar sem núverandi frítekjumark er sögulega lágt og það er því mikið sanngirnismál að hækka það. Hækkun frítekjumarks lífeyristekna í 100.000 kr. yrði mikil réttarbót. Við höfum barist fyrir því að hjálpartæki, hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, hækjur eða önnur hjálpartæki, verði undanskilin virðisaukaskatti - því það er ólíðandi að fólk þurfi að greiða skatt af nauðsynlegum hjálpartækjum. Einnig höfum við lagt til að styrkir og uppbætur til hreyfihamlaðra vegna kaupa eða reksturs bifreiða verði hækkaðir og betur tryggðir í lögum um félagslega aðstoð. Frumvarp okkar um að þeir sem einungis hafa lífeyri almannatrygginga til framfærslu fái gjaldfrjálsa tannheilbrigðisþjónustu er mál sem snertir beint heilsu og velferð þeirra sem standa höllustum fæti. Og auðvitað má ekki gleyma okkar kjarnamáli: að hækka skattleysismörk og grunnframfærslu almannatrygginga í 450.000 krónur á mánuði. Við viljum aðstoða fátækt eldra fólk út úr þeirri rammgerðu fátæktargildru sem núverandi kerfi hefur smíðað í kringum þau. Árið 2021 náðum við stórum áfanga þegar þingsályktunartillaga okkar um stofnun embættis hagsmunafulltrúa eldra fólks var samþykkt með breiðri þverpólitískri samstöðu. Við bárum þá von í brjósti að rödd eldri borgara fengi loksins að heyrast á hæsta stigi. En vonbrigðin voru mikil þegar ríkisstjórnin kaus að hunsa þennan skýra vilja löggjafans og lét hjá líða að stofna embættið. Þetta voru ekki aðeins vonbrigði fyrir okkur, heldur fyrir alla þá eldri borgara sem þurfa á stuðningi að halda og hafa upplifað það að kerfið skelli skollaeyrum við hjálparköllum þeirra. Við í Flokki fólksins munum aldrei hætta baráttunni gegn fátækt og fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu. Við stöndum með eldra fólki og þeim sem hafa verið látnir sitja á hakanum. Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum að Flokkur fólksins hefur kjarkinn, eldmóðinn og staðfestuna til að knýja fram jákvæðar breytingar fyrir samfélagið okkar. Saman getum við skapað réttlátara og betra Ísland fyrir alla. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Eldri borgarar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki. Engum ætti að dyljast að afnám þessara skerðinga mun ekki leiða til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð. Þvert á móti mun afnám slíkra skerðinga leiða til tekjuaukningar fyrir ríkissjóð, þar sem fjöldi eldra fólks sem nú sér enga hvata fyrir því að hefja vinnu, vegna grimmilegra tekjuskerðinga, myndi hugsanlega hefja vinnu og þannig afla tekna sem myndu skila ríkissjóði auknum skatttekjum. Í þau sjö ár sem Flokkur fólksins hefur átt sæti á þingi höfum við barist ótrauð fyrir hag aldraðra, öryrkja og þeirra sem minna mega sín. Við upphaf haustþings síðastliðins september lögðum við fram 73 þingmannamál - meira en nokkur annar flokkur - og af þeim sneru 16 að því að bæta hag eldra fólks. Meðal þeirra voru tillögur um að lífeyrir almannatrygginga og frítekjumörk skuli fylgja launavísitölu, til að stöðva þá óásættanlegu kjaragliðnun sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Við lögðum einnig fram frumvarp um hækkun frítekjumarks vegna lífeyristekna, þar sem núverandi frítekjumark er sögulega lágt og það er því mikið sanngirnismál að hækka það. Hækkun frítekjumarks lífeyristekna í 100.000 kr. yrði mikil réttarbót. Við höfum barist fyrir því að hjálpartæki, hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, hækjur eða önnur hjálpartæki, verði undanskilin virðisaukaskatti - því það er ólíðandi að fólk þurfi að greiða skatt af nauðsynlegum hjálpartækjum. Einnig höfum við lagt til að styrkir og uppbætur til hreyfihamlaðra vegna kaupa eða reksturs bifreiða verði hækkaðir og betur tryggðir í lögum um félagslega aðstoð. Frumvarp okkar um að þeir sem einungis hafa lífeyri almannatrygginga til framfærslu fái gjaldfrjálsa tannheilbrigðisþjónustu er mál sem snertir beint heilsu og velferð þeirra sem standa höllustum fæti. Og auðvitað má ekki gleyma okkar kjarnamáli: að hækka skattleysismörk og grunnframfærslu almannatrygginga í 450.000 krónur á mánuði. Við viljum aðstoða fátækt eldra fólk út úr þeirri rammgerðu fátæktargildru sem núverandi kerfi hefur smíðað í kringum þau. Árið 2021 náðum við stórum áfanga þegar þingsályktunartillaga okkar um stofnun embættis hagsmunafulltrúa eldra fólks var samþykkt með breiðri þverpólitískri samstöðu. Við bárum þá von í brjósti að rödd eldri borgara fengi loksins að heyrast á hæsta stigi. En vonbrigðin voru mikil þegar ríkisstjórnin kaus að hunsa þennan skýra vilja löggjafans og lét hjá líða að stofna embættið. Þetta voru ekki aðeins vonbrigði fyrir okkur, heldur fyrir alla þá eldri borgara sem þurfa á stuðningi að halda og hafa upplifað það að kerfið skelli skollaeyrum við hjálparköllum þeirra. Við í Flokki fólksins munum aldrei hætta baráttunni gegn fátækt og fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu. Við stöndum með eldra fólki og þeim sem hafa verið látnir sitja á hakanum. Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum að Flokkur fólksins hefur kjarkinn, eldmóðinn og staðfestuna til að knýja fram jákvæðar breytingar fyrir samfélagið okkar. Saman getum við skapað réttlátara og betra Ísland fyrir alla. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun