Formaðurinn, Njáll Trausti Friðbertsson, segir afar ólíklegt að frumvarpið verði að veruleika enda sé mikil óeining um það, bæði á þingi og í samfélaginu.
Þá verður rætt við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og hann spurður út í endurkjör Donalds Trump Bandaríkjaforseta.
Að auki segjum við frá tveimur íslenskum konum sem nýlega greindust með alnæmi. Sóttvarnarlæknir segir brýnt að heilbrigðisstarfsfólk hafi lágan þröskuld fyrir að skima fyrir HIV-veirunni.
Og í íþróttapakka dagsins er það frækin frammistaða Víkinga í evrópukeppninni sem verður fyrirferðarmest.