Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson og Jóhann F K Arinbjarnarson skrifa 8. nóvember 2024 16:15 Gervigreind hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum, þ.e. áhrif hennar og mögulega ógn gagnvart íslenskunni. að sem minna hefur verið rætt um er sá árangur sem þegar hefur unnist á því sviði. Í maí á þessu ári fór sendinefnd á vegum menningar- og viðskiptamálaráðuneytisins með Lilju Alfreðsdóttir ráðherra í fararbroddi og heimsótti fyrirtæki á borð við Google og OpenAI með það að markmiði að vekja athygli á stöðu smærri tungumála á borð við íslensku gagnvart vaxandi umfangi gervigreindar í máltækni. Aðgerðir ráðuneytisins eru hluti af metnaðarfullri stefnumótun stjórnvalda sem miðar að því gera íslendingum kleift að nýta þessa nýju og ört vaxandi tækni til þess að rækta og halda tungumálinu við. Markmiðið er að í stað þess að gervigreind ógni tungumálinu þá getur gervigreindin aðlagast því, lært það og talað það rétt eins og hver annar frónbúi. Mikilvægt er að benda á, fyrir þá sem ekki þegar vita, að tungumála-gervigreind er orðin háþróaðri en marga grunar. Til að mynda voru eftirfarandi þrjár efnisgreinar ritaðar af gervigreind samkvæmt skipunum höfundar; Fjárfesting til framtíðar og alþjóðlegt samstarf Með heimsókninni vildi Lilja koma íslenskunni á framfæri hjá stærstu tæknifyrirtækjum heims og kynna íslenskar máltæknilausnir, sem unnar eru í samstarfi við íslenska sérfræðinga og gefnar út undir opnum leyfum. Stjórnvöld vonast til þess að fjárfesting í máltækniverkefnum tryggi að íslenska verði með í tæknilausnum sem eru í notkun á heimsvísu. Samhliða hefur verið rætt um möguleikann á því að stofna alþjóðlegan samstarfsvettvang fyrir smærri tungumál, þar sem Ísland myndi gegna lykilhlutverki. Þessi vettvangur myndi vinna að því að vernda og þróa tungumál sem eiga á hættu að hverfa vegna tækniframfara. Störf Lilju Alfreðsdóttur á sviði gervigreindar og máltækni eru bæði metnaðarfull og bráðnauðsynleg fyrir framtíð íslenskunnar í tæknivæddum heimi. Með ástríðu fyrir íslensku og skýra sýn á möguleikana sem gervigreind býður upp á, hefur Lilja lagt grunn að mikilvægu starfi sem mun hafa áhrif á smærri tungumál um allan heim. Afrek hennar í máltæknimálum eru dæmi um víðtækt alþjóðlegt samstarf sem miðar að því að tryggja framtíð íslenskunnar og efla þróun íslenskrar tækni. Íslenska í stafrænni framtíð Fyrirtækið Microsoft hefur þegar innleitt íslenska máltækni í þekktan hugbúnað svo sem Microsoft Word og Microsoft Copilot. Þar með stendur það íslenskum notendum til boða að vinna í þessum forritum á þeirra eigin móðurmáli, og fyrir sitt leyti hefur fyrirtækið sýnt áhuga á áframhaldandi samstarfi við íslensk stjórnvöld á þessu sviði. Reynslan af innleiðingu íslensku í framangreind forrit sem og jafnvel önnur getur svo nýst fyrirtækinu sem og samkeppnisaðilum við að gervigreindar-væða önnur minna töluð tungumál sem að einnig standa höllum fæti í heimi alheims-enskunnar.Lilja Alfreðsdóttir hefur einnig beint sjónum sínum að því að efla rannsóknir og nýsköpun í íslenskri máltækni. Hennar framtíðarsýn er skýr; íslenska á að eiga sinn stað í hinni stafrænu framtíð. Það er ekki svo langt síðan að uppi voru eintómar svartsýnis-raddir þegar rætt var um framtíð tungumálsins okkar í æ hnattrænni og stafrænum heimi. En framtíðin er björt. Þökk sé þeirri vinnu sem Lilja Alfreðsdóttir hefur ráðist í þá hefur íslensk tunga ekki staðið styrkari fótum í áratugi. Við erum núna að horfa upp á framtíð þar sem íslensk máltækni leiðir vegin fyrir önnur lítil tungumál inn í þennan spennandi framtíðarheim. Stefán Atli Rúnarsson er varaformaður Ungra Framsóknarmanna í Kraganum og Jóhann F K Arinbjarnarson er rithöfundur & varamaður í stjórn SUF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Gervigreind Máltækni Jóhann Frímann Arinbjarnarson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gervigreind hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum, þ.e. áhrif hennar og mögulega ógn gagnvart íslenskunni. að sem minna hefur verið rætt um er sá árangur sem þegar hefur unnist á því sviði. Í maí á þessu ári fór sendinefnd á vegum menningar- og viðskiptamálaráðuneytisins með Lilju Alfreðsdóttir ráðherra í fararbroddi og heimsótti fyrirtæki á borð við Google og OpenAI með það að markmiði að vekja athygli á stöðu smærri tungumála á borð við íslensku gagnvart vaxandi umfangi gervigreindar í máltækni. Aðgerðir ráðuneytisins eru hluti af metnaðarfullri stefnumótun stjórnvalda sem miðar að því gera íslendingum kleift að nýta þessa nýju og ört vaxandi tækni til þess að rækta og halda tungumálinu við. Markmiðið er að í stað þess að gervigreind ógni tungumálinu þá getur gervigreindin aðlagast því, lært það og talað það rétt eins og hver annar frónbúi. Mikilvægt er að benda á, fyrir þá sem ekki þegar vita, að tungumála-gervigreind er orðin háþróaðri en marga grunar. Til að mynda voru eftirfarandi þrjár efnisgreinar ritaðar af gervigreind samkvæmt skipunum höfundar; Fjárfesting til framtíðar og alþjóðlegt samstarf Með heimsókninni vildi Lilja koma íslenskunni á framfæri hjá stærstu tæknifyrirtækjum heims og kynna íslenskar máltæknilausnir, sem unnar eru í samstarfi við íslenska sérfræðinga og gefnar út undir opnum leyfum. Stjórnvöld vonast til þess að fjárfesting í máltækniverkefnum tryggi að íslenska verði með í tæknilausnum sem eru í notkun á heimsvísu. Samhliða hefur verið rætt um möguleikann á því að stofna alþjóðlegan samstarfsvettvang fyrir smærri tungumál, þar sem Ísland myndi gegna lykilhlutverki. Þessi vettvangur myndi vinna að því að vernda og þróa tungumál sem eiga á hættu að hverfa vegna tækniframfara. Störf Lilju Alfreðsdóttur á sviði gervigreindar og máltækni eru bæði metnaðarfull og bráðnauðsynleg fyrir framtíð íslenskunnar í tæknivæddum heimi. Með ástríðu fyrir íslensku og skýra sýn á möguleikana sem gervigreind býður upp á, hefur Lilja lagt grunn að mikilvægu starfi sem mun hafa áhrif á smærri tungumál um allan heim. Afrek hennar í máltæknimálum eru dæmi um víðtækt alþjóðlegt samstarf sem miðar að því að tryggja framtíð íslenskunnar og efla þróun íslenskrar tækni. Íslenska í stafrænni framtíð Fyrirtækið Microsoft hefur þegar innleitt íslenska máltækni í þekktan hugbúnað svo sem Microsoft Word og Microsoft Copilot. Þar með stendur það íslenskum notendum til boða að vinna í þessum forritum á þeirra eigin móðurmáli, og fyrir sitt leyti hefur fyrirtækið sýnt áhuga á áframhaldandi samstarfi við íslensk stjórnvöld á þessu sviði. Reynslan af innleiðingu íslensku í framangreind forrit sem og jafnvel önnur getur svo nýst fyrirtækinu sem og samkeppnisaðilum við að gervigreindar-væða önnur minna töluð tungumál sem að einnig standa höllum fæti í heimi alheims-enskunnar.Lilja Alfreðsdóttir hefur einnig beint sjónum sínum að því að efla rannsóknir og nýsköpun í íslenskri máltækni. Hennar framtíðarsýn er skýr; íslenska á að eiga sinn stað í hinni stafrænu framtíð. Það er ekki svo langt síðan að uppi voru eintómar svartsýnis-raddir þegar rætt var um framtíð tungumálsins okkar í æ hnattrænni og stafrænum heimi. En framtíðin er björt. Þökk sé þeirri vinnu sem Lilja Alfreðsdóttir hefur ráðist í þá hefur íslensk tunga ekki staðið styrkari fótum í áratugi. Við erum núna að horfa upp á framtíð þar sem íslensk máltækni leiðir vegin fyrir önnur lítil tungumál inn í þennan spennandi framtíðarheim. Stefán Atli Rúnarsson er varaformaður Ungra Framsóknarmanna í Kraganum og Jóhann F K Arinbjarnarson er rithöfundur & varamaður í stjórn SUF.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun