Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 07:01 „Bíddu, geta pólitíkusar bara sagt eitthvað til að verða kosnir og þurfa svo ekkert að standa við það?“ Þessi spurning fyrrum nemanda míns hefur verið mér ansi hugleikin undanfarna daga. Við vorum að vinna með stjórnmálakaflann í kennslubókinni og viðkomandi var ásamt samnemendum að skoða stefnuskrár flokka, nýlegar og eldri, og velta fyrir sér hvað hefði verið efnt. Þetta var á haustönn 2017, í kjölfar stjórnarslita, rúmu ári eftir að skrifað var undir samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda. Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðnum. Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma. Meðal þeirra sem skrifuðu undir téð samkomulag voru þáverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, og þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Núna 8 árum síðar hafa þeir haft sætaskipti (og reyndar mátað nokkra stóla í millitíðinni), Bjarni setið í ríkisstjórn allan þennan tíma og Sigurður Ingi nánast allan tímann ef frá er talin skammlíf ríkisstjórn Bjarna árið 2017. Að auki hafa þeirra flokkar skipst á að vera með ráðuneyti menntamála frá árinu 2013. Ekkert bólar þó á efndum stjórnvalda á samkomulaginu eða leiðréttum launamun sem átti að bæta opinberum starfsmönnum upp þessa skerðingu lífeyrisréttinda sem skrifað var undir. Það var því fremur súrt að hlusta á forsætisráðherra í kvöldfréttunum „óska eftir því að það sé sýndur skilningur á því að við getum ekki gengið á bak orða okkar gagnvart öðrum sem við höfum þegar samið við, við getum ekki farið í kjarasamninga sem að setja í uppnám þegar gerða samninga.“ Það er sem sagt ekki í lagi að ganga á bak orða sinna nema þegar það hentar. Opinberir starfsmenn tóku strax á sig skerðinguna en biðin eftir leiðréttingu á launamun hefur nú kostað yfirstandandi og yfirvofandi verkföll kennara af öllum skólastigum innan Kennarasambands Íslands (KÍ). Stútfullt Háskólabíó síðasta miðvikudag sýndi skýrt þá sögulegu samstöðu sem ríkir innan KÍ, kennarar fjölmenntu til að sýna stuðning við forystufólk félagsins og hvert annað. Krafan var og er skýr: Stjórnvöld standi við gefin loforð! Á fremsta bekk voru frátekin sæti fyrir valdhafa landsins, það kemur kannski ekki á óvart að flest voru þau tóm meðan á fundinum stóð. Einn ráðherra sá sér fært að mæta, mennta- og barnamálaráðherra, og vonandi fór hann með sterk skilaboð af fundinum (þó kvöldfréttirnar gefi annað til kynna). Þessa dagana keppist stjórnmálafólk við að fara um landið og segja alls konar eitthvað til að fá fólk til að kjósa sig. Það færi þó betur á því að sýna viljann í verki og standa við gömul loforð áður en farið er að dæla út nýjum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
„Bíddu, geta pólitíkusar bara sagt eitthvað til að verða kosnir og þurfa svo ekkert að standa við það?“ Þessi spurning fyrrum nemanda míns hefur verið mér ansi hugleikin undanfarna daga. Við vorum að vinna með stjórnmálakaflann í kennslubókinni og viðkomandi var ásamt samnemendum að skoða stefnuskrár flokka, nýlegar og eldri, og velta fyrir sér hvað hefði verið efnt. Þetta var á haustönn 2017, í kjölfar stjórnarslita, rúmu ári eftir að skrifað var undir samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda. Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðnum. Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma. Meðal þeirra sem skrifuðu undir téð samkomulag voru þáverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, og þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Núna 8 árum síðar hafa þeir haft sætaskipti (og reyndar mátað nokkra stóla í millitíðinni), Bjarni setið í ríkisstjórn allan þennan tíma og Sigurður Ingi nánast allan tímann ef frá er talin skammlíf ríkisstjórn Bjarna árið 2017. Að auki hafa þeirra flokkar skipst á að vera með ráðuneyti menntamála frá árinu 2013. Ekkert bólar þó á efndum stjórnvalda á samkomulaginu eða leiðréttum launamun sem átti að bæta opinberum starfsmönnum upp þessa skerðingu lífeyrisréttinda sem skrifað var undir. Það var því fremur súrt að hlusta á forsætisráðherra í kvöldfréttunum „óska eftir því að það sé sýndur skilningur á því að við getum ekki gengið á bak orða okkar gagnvart öðrum sem við höfum þegar samið við, við getum ekki farið í kjarasamninga sem að setja í uppnám þegar gerða samninga.“ Það er sem sagt ekki í lagi að ganga á bak orða sinna nema þegar það hentar. Opinberir starfsmenn tóku strax á sig skerðinguna en biðin eftir leiðréttingu á launamun hefur nú kostað yfirstandandi og yfirvofandi verkföll kennara af öllum skólastigum innan Kennarasambands Íslands (KÍ). Stútfullt Háskólabíó síðasta miðvikudag sýndi skýrt þá sögulegu samstöðu sem ríkir innan KÍ, kennarar fjölmenntu til að sýna stuðning við forystufólk félagsins og hvert annað. Krafan var og er skýr: Stjórnvöld standi við gefin loforð! Á fremsta bekk voru frátekin sæti fyrir valdhafa landsins, það kemur kannski ekki á óvart að flest voru þau tóm meðan á fundinum stóð. Einn ráðherra sá sér fært að mæta, mennta- og barnamálaráðherra, og vonandi fór hann með sterk skilaboð af fundinum (þó kvöldfréttirnar gefi annað til kynna). Þessa dagana keppist stjórnmálafólk við að fara um landið og segja alls konar eitthvað til að fá fólk til að kjósa sig. Það færi þó betur á því að sýna viljann í verki og standa við gömul loforð áður en farið er að dæla út nýjum. Höfundur er kennari.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun