Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 22:01 Líkamsræktarkappi sem ætlar að fara sautján hundruð kílómetra á þrektækjum á einni viku segist vera aukaatriði í verkefninu. Markmiðið er að vekja athygli á málstað sem stendur honum nærri og styðja við Pieta-samtökin. Það er löng vika framundan hjá Einari Hansberg Árnasyni en klukkan fjögur í dag hófst átakið í líkamsræktarstöðinni Afrek í Skógarhlíð 10 sem ætlað er að vekja athygli á starfi Pieta-samtakanna. Hann verður að allan sólarhringinn og átakið er sent út í beinu streymi þar sem hægt er að fylgjast með hvernig gengur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Þetta eru 1750 kílómetrar í heildina sem að skiptist þannig að þetta eru 2000 metrar á hjóli, 1000 metrar á róðrarvél og 500 metrar á skíðatæki, 500 umferðir af þessu og síðan ætlum við að flétta einhverjum upphífingum inn í þetta til gamans,“ segir Einar. „En ég mæli ekki með þessu,“ bætir hann við léttur í bragði. Margt hægt að gera til að styðja hvort annað Hann mælir hins vegar með því að fólk kynni sér starfsemi Píeta-samtakanna sem vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum, og sé óhrætt við að leita sér hjálpar og stuðnings. Málstaðurinn stendur Einari nærri og því vildi hann leggja samtökunum lið. „Þegar ég hugsa til baka þá eru örugglega þrír, fjórir æskuvinir mínir sem fóru þessa leið, tóku líf sitt. Ég var bara það ungur að ég áttaði mig ekki á því. En svo fyrir svona rúmu ári síðan fór einn góður félagi, vinur, sem að sá ekki fram úr lífinu og fór þessa leið,“ segir Einar. Það séu margar leiðir aðrar leiðir til að leggja baráttunni lið eða rétta fram hjálparhönd. „Maður getur gert svo margt, við þurfum ekki að æfa í eina viku til að vera til staðar fyrir hvort annað, bara taka eftir hvort öðru,“ segir Einar. Þótt Einar verði að mestu einn að klára æfingarnar nýtur hann stuðnings frá góðum hópi fólks þar sem konan hans fer fremst í flokki sem mun hlaupa eitthvað í skarðið á meðan hann hvílir. „Þeir sem vilja, eru andvaka eða hvað sem það er geta komið og spjallað og tekið í tækin þegar það er laust pláss. En annars bara verið góð við hvort annað.“ Hægt er að fylgjast með átaki Einars í beinu streymi í spilaranum hér að neðan. Þá er hægt að heita á Einar með framlögum á söfnunarreikning Píeta samtakanna Kt. 410416-0690 - Reikn nr. 0301-26-041041. Geðheilbrigði Hjálparstarf Góðverk Heilbrigðismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Það er löng vika framundan hjá Einari Hansberg Árnasyni en klukkan fjögur í dag hófst átakið í líkamsræktarstöðinni Afrek í Skógarhlíð 10 sem ætlað er að vekja athygli á starfi Pieta-samtakanna. Hann verður að allan sólarhringinn og átakið er sent út í beinu streymi þar sem hægt er að fylgjast með hvernig gengur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Þetta eru 1750 kílómetrar í heildina sem að skiptist þannig að þetta eru 2000 metrar á hjóli, 1000 metrar á róðrarvél og 500 metrar á skíðatæki, 500 umferðir af þessu og síðan ætlum við að flétta einhverjum upphífingum inn í þetta til gamans,“ segir Einar. „En ég mæli ekki með þessu,“ bætir hann við léttur í bragði. Margt hægt að gera til að styðja hvort annað Hann mælir hins vegar með því að fólk kynni sér starfsemi Píeta-samtakanna sem vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum, og sé óhrætt við að leita sér hjálpar og stuðnings. Málstaðurinn stendur Einari nærri og því vildi hann leggja samtökunum lið. „Þegar ég hugsa til baka þá eru örugglega þrír, fjórir æskuvinir mínir sem fóru þessa leið, tóku líf sitt. Ég var bara það ungur að ég áttaði mig ekki á því. En svo fyrir svona rúmu ári síðan fór einn góður félagi, vinur, sem að sá ekki fram úr lífinu og fór þessa leið,“ segir Einar. Það séu margar leiðir aðrar leiðir til að leggja baráttunni lið eða rétta fram hjálparhönd. „Maður getur gert svo margt, við þurfum ekki að æfa í eina viku til að vera til staðar fyrir hvort annað, bara taka eftir hvort öðru,“ segir Einar. Þótt Einar verði að mestu einn að klára æfingarnar nýtur hann stuðnings frá góðum hópi fólks þar sem konan hans fer fremst í flokki sem mun hlaupa eitthvað í skarðið á meðan hann hvílir. „Þeir sem vilja, eru andvaka eða hvað sem það er geta komið og spjallað og tekið í tækin þegar það er laust pláss. En annars bara verið góð við hvort annað.“ Hægt er að fylgjast með átaki Einars í beinu streymi í spilaranum hér að neðan. Þá er hægt að heita á Einar með framlögum á söfnunarreikning Píeta samtakanna Kt. 410416-0690 - Reikn nr. 0301-26-041041.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Hjálparstarf Góðverk Heilbrigðismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira