Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar 10. nóvember 2024 18:01 Ábyrgð mín sem kennari er mikill. Ég veit það. Og foreldrar vita það. Ekki bara þegar kemur að öryggi og vellíðan barnanna í skólanum. Heldur líka þegar kemur að þroska þeirra og framtíð. Ég er stanslaust að spá í hvað ég get gert hverju sinni til að hvert barn á deildinni hjá mér fái sem mest út úr leikskólagöngu sinni. Ég þarf að aðstoða börn með miklar tilfinningar til að ná stjórn á þeim svo þær hamli ekki lífi barnsins. Ég ber ábyrgð á að kenna þeim uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna og setja sín eigin mörk og að virða mörk annara. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna sína styrkleika og hvernig það getur nýtt þessa styrkleika í lífinu. Ég vil vera viss um að þegar börnin fara yfir á næsta skólastig og víðar út í lífið, að það hafi öðlast lífsgleði og verkfæri til að takast á við allt sem lífið á eftir að bjóða upp á. Til þess þarf ég að lesa í aðstæður hverju sinni út frá hverjum einstaklingi fyrir sig. Hvað þarf ég að gera og segja til að hvert barn læri og þroskist sem mest? Hvaða nesti get ég gefið barninu sem nýtist út ævina? Þetta er þekking og færni sem kemur ekki af sjálfu sér. Þú mætir ekki til starfa í leikskóla og kannt þetta allt á fyrsta degi. Margt fólk sem hefur störf í leikskóla vill gera vel en kann ekki á starfið. Þá er það hlutverk fagfólks að þjálfa og kenna hvernig á að takast á við allt sem gerist í leikskólanum. Sá tími sem fer í þjálfun er tími sem er ekki fullnýttur í börnin. Þegar starfsfólk stoppar stutt og nýtt kemur í staðinn þarf að byrja þjálfunarferlið upp á nýtt. Mikil starfsmannavelta hefur auðvitað slæm áhrif á líðan og heilsu barnanna. En það hefur líka slæm áhrif á kennara sem upplifa að þeir geti ekki sinnt starfi sínu með börnunum vegna aukins álags. Það er kannski ekki skrítið að margir kennarar fari í langtímaveikindi vegna álagstengds heilsubrests (kulnunar). Ekki bætir það starfsánægjuna að fá kaldar kveðjur frá stjórnmálamönnum og öðrum um að kennarar virðast ekki nenna að vinna með börnunum, þegar við erum flest að sinna vinnutengdum verkefnum í frítíma okkar, eða að kennaralaunin séu alls ekki svo lág þegar flest okkar treysta á aukavinnu eða maka til að geta borgað alla reikninga, eða að það sé ábyrgðarleysi gagnvart börnunum að fara í verkfall þegar verkfallið er einmitt vegna þess að við berum hag barnanna fyrir brjósti. Ég hef kynnst mikið af fólki sem hefði orðið frábærir kennarar. En flest þeirra, þó svo þeim hafi fundist starfið gefandi og skemmtilegt, hafa leitað annað. Það er einfaldlega ekki góð fjárfesting fyrir einstakling að fara í kennaranám. Það er gefandi en krefjandi að vinna með börnum. En það getur verið fátæktragildra ef þú hefur ekki bakland eða orku í aukastarf. Það er mín einlæga von að deilan leysist sem fyrst og að niðurstaðan verði að kennarastarfið verði eftirsóknarvert. Ef fleiri sækjast í námið verður hlutfall fagfólks hærra, sem minnkar líkur á starfsmannaveltu og kulnun og eykur stöðugleika og gæði náms barnanna okkar. Launin þurfa að vera samkeppnishæf, svo við missum ekki fleiri kennara til annara starfa. Svo er það kannski tímabært að láta lögmálið um ”framboð og eftirspurn” einnig ná til sérfræðinga í kennslufræði. Eftirspurnin er gríðarleg en framboðið lítið sem ekkert, sem á flestum öðrum mörkuðum mundi hækka verðið. Mér þykir ósköp vænt um hvert og eitt barn á deildinni hjá mér. Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að þau eigi farsælt og gott líf og verði virkir einstaklingar í fjölbreyttu samfélagi og sem láta sig réttlæti og velferð annarra varða. Mig langar virkilega að halda áfram, en stundum velti ég alveg fyrir mér hvort ég hafi efni á þessu mikið lengur, fjárhagslega og andlega. Höfundur er 46 ára leikskólakennari sem hefur farið tvisvar í gegnum kulnun. Sjá einnig Mýtan um launin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð mín sem kennari er mikill. Ég veit það. Og foreldrar vita það. Ekki bara þegar kemur að öryggi og vellíðan barnanna í skólanum. Heldur líka þegar kemur að þroska þeirra og framtíð. Ég er stanslaust að spá í hvað ég get gert hverju sinni til að hvert barn á deildinni hjá mér fái sem mest út úr leikskólagöngu sinni. Ég þarf að aðstoða börn með miklar tilfinningar til að ná stjórn á þeim svo þær hamli ekki lífi barnsins. Ég ber ábyrgð á að kenna þeim uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna og setja sín eigin mörk og að virða mörk annara. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna sína styrkleika og hvernig það getur nýtt þessa styrkleika í lífinu. Ég vil vera viss um að þegar börnin fara yfir á næsta skólastig og víðar út í lífið, að það hafi öðlast lífsgleði og verkfæri til að takast á við allt sem lífið á eftir að bjóða upp á. Til þess þarf ég að lesa í aðstæður hverju sinni út frá hverjum einstaklingi fyrir sig. Hvað þarf ég að gera og segja til að hvert barn læri og þroskist sem mest? Hvaða nesti get ég gefið barninu sem nýtist út ævina? Þetta er þekking og færni sem kemur ekki af sjálfu sér. Þú mætir ekki til starfa í leikskóla og kannt þetta allt á fyrsta degi. Margt fólk sem hefur störf í leikskóla vill gera vel en kann ekki á starfið. Þá er það hlutverk fagfólks að þjálfa og kenna hvernig á að takast á við allt sem gerist í leikskólanum. Sá tími sem fer í þjálfun er tími sem er ekki fullnýttur í börnin. Þegar starfsfólk stoppar stutt og nýtt kemur í staðinn þarf að byrja þjálfunarferlið upp á nýtt. Mikil starfsmannavelta hefur auðvitað slæm áhrif á líðan og heilsu barnanna. En það hefur líka slæm áhrif á kennara sem upplifa að þeir geti ekki sinnt starfi sínu með börnunum vegna aukins álags. Það er kannski ekki skrítið að margir kennarar fari í langtímaveikindi vegna álagstengds heilsubrests (kulnunar). Ekki bætir það starfsánægjuna að fá kaldar kveðjur frá stjórnmálamönnum og öðrum um að kennarar virðast ekki nenna að vinna með börnunum, þegar við erum flest að sinna vinnutengdum verkefnum í frítíma okkar, eða að kennaralaunin séu alls ekki svo lág þegar flest okkar treysta á aukavinnu eða maka til að geta borgað alla reikninga, eða að það sé ábyrgðarleysi gagnvart börnunum að fara í verkfall þegar verkfallið er einmitt vegna þess að við berum hag barnanna fyrir brjósti. Ég hef kynnst mikið af fólki sem hefði orðið frábærir kennarar. En flest þeirra, þó svo þeim hafi fundist starfið gefandi og skemmtilegt, hafa leitað annað. Það er einfaldlega ekki góð fjárfesting fyrir einstakling að fara í kennaranám. Það er gefandi en krefjandi að vinna með börnum. En það getur verið fátæktragildra ef þú hefur ekki bakland eða orku í aukastarf. Það er mín einlæga von að deilan leysist sem fyrst og að niðurstaðan verði að kennarastarfið verði eftirsóknarvert. Ef fleiri sækjast í námið verður hlutfall fagfólks hærra, sem minnkar líkur á starfsmannaveltu og kulnun og eykur stöðugleika og gæði náms barnanna okkar. Launin þurfa að vera samkeppnishæf, svo við missum ekki fleiri kennara til annara starfa. Svo er það kannski tímabært að láta lögmálið um ”framboð og eftirspurn” einnig ná til sérfræðinga í kennslufræði. Eftirspurnin er gríðarleg en framboðið lítið sem ekkert, sem á flestum öðrum mörkuðum mundi hækka verðið. Mér þykir ósköp vænt um hvert og eitt barn á deildinni hjá mér. Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að þau eigi farsælt og gott líf og verði virkir einstaklingar í fjölbreyttu samfélagi og sem láta sig réttlæti og velferð annarra varða. Mig langar virkilega að halda áfram, en stundum velti ég alveg fyrir mér hvort ég hafi efni á þessu mikið lengur, fjárhagslega og andlega. Höfundur er 46 ára leikskólakennari sem hefur farið tvisvar í gegnum kulnun. Sjá einnig Mýtan um launin
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun