Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 18:42 Bæjarbíó var eitt sinn heimili Leikfélags Hafnarfjarðar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Leikfélag Hafnarfjarðar hefur verið lagt niður. Ýmsir erfiðleikar höfðu áhrif á starfsemina. Flestir meðlimir félagsins hafa gengið í raðir annarra leikfélaga. Leikfélag Hafnarfjarðar var lagt niður 29. október síðastliðinn á aðalfundi félagsins. Kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu leikfélagsins að ákvörðunin hafi átt sér afar langan aðdraganda. Í greinargerð stjórnar kemur fram að „undanfarin ár hefur leikfélagið verið á hrakhólum, ýmist húsnæðislaust eða með takmarkaða aðstöðu til þess að vinna að markmiði sínu. Virkir félagar eru fáir eftir og sjóður leikfélagsins á þrotum.“ Leikfélag Hafnarfjarðar hefur starfað frá árinu 1936 með hléum með það að markmiði að efla og iðka leiklist í Hafnarfirði. Allar eignir félagsins verða afhentar bæjarstjórn Hafnarfjarðar til varðveislu þar til félagið tekur aftur til starfa. Húsnæðisvandamál haft mikil áhrif Ingveldur Lára Þórðardóttir, varaformaður fráfarandi stjórnar Leikfélags Hafnarfjarðar, segir að húsnæðisvandamál félagsins hafi haft mikil áhrif. Leikfélagið hafi verið heimilislaust frá árinu 2021. „Okkur fannst vera kominn tími til að fólk fengi að njóta þess að iðka leiklist í stað þess að vera í einhverju húsnæðisbasli,“ segir hún. Flestir meðlimir félagsins séu nú komnir í önnur leikfélög á höfuðborgarsvæðinu. „Leikfélag Hafnarfjarðar deyr aldrei, það leggur sig um stund og safnar kröftum og fer svo fíleflt aftur í gang þegar aðstæður innan bæjarins eru því hagstæðari,“ kemur fram í skýrslu formanns. Ingveldur vonar að starfsemin verði tekin aftur upp þótt að hún sjálf sé farin í annað leikfélag. Menning Leikhús Hafnarfjörður Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Leikfélag Hafnarfjarðar var lagt niður 29. október síðastliðinn á aðalfundi félagsins. Kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu leikfélagsins að ákvörðunin hafi átt sér afar langan aðdraganda. Í greinargerð stjórnar kemur fram að „undanfarin ár hefur leikfélagið verið á hrakhólum, ýmist húsnæðislaust eða með takmarkaða aðstöðu til þess að vinna að markmiði sínu. Virkir félagar eru fáir eftir og sjóður leikfélagsins á þrotum.“ Leikfélag Hafnarfjarðar hefur starfað frá árinu 1936 með hléum með það að markmiði að efla og iðka leiklist í Hafnarfirði. Allar eignir félagsins verða afhentar bæjarstjórn Hafnarfjarðar til varðveislu þar til félagið tekur aftur til starfa. Húsnæðisvandamál haft mikil áhrif Ingveldur Lára Þórðardóttir, varaformaður fráfarandi stjórnar Leikfélags Hafnarfjarðar, segir að húsnæðisvandamál félagsins hafi haft mikil áhrif. Leikfélagið hafi verið heimilislaust frá árinu 2021. „Okkur fannst vera kominn tími til að fólk fengi að njóta þess að iðka leiklist í stað þess að vera í einhverju húsnæðisbasli,“ segir hún. Flestir meðlimir félagsins séu nú komnir í önnur leikfélög á höfuðborgarsvæðinu. „Leikfélag Hafnarfjarðar deyr aldrei, það leggur sig um stund og safnar kröftum og fer svo fíleflt aftur í gang þegar aðstæður innan bæjarins eru því hagstæðari,“ kemur fram í skýrslu formanns. Ingveldur vonar að starfsemin verði tekin aftur upp þótt að hún sjálf sé farin í annað leikfélag.
Menning Leikhús Hafnarfjörður Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira