Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar 11. nóvember 2024 13:16 Við skoðun á síðustu hagspá Arion banka rakst ég á glæru um innlán heimilanna í bankakerfinu. Þar eru innlán heimilanna sögð vera um 1.600 milljarðar króna. Með því að taka frá innlán vegna viðbótarlífeyrissparnaðar, orlofsreikninga og veltiinnlán þá reiknast mér til að um 1.200 milljarðar eru innlán heimilanna í bankakerfinu sem bera fjármagnstekjuskatt. Við að skoða þessar tölur kom upp í huga mér hin síendurtekna umræða um þessa vondu fjármagnseigendur og þá eigi að skattleggja eins og hægt er. Boðskapur Samfylkingarinnar er að þeir fjármunir sem eiga að fjármagna þá miklu samfélagsbyltingu sem þeir boða, eigi að stórum hluta að fjármagna með hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ekki þurfi að fara að skilgreina það betur hvað er eðlilegur sparnaður almennings sem búið er að greiða af tekjuskatt eða einstaklingar fengið í arf, auk annars sem hefur búið til þennan sparnað heimilanna. Ef heimilin eiga að vera vondi kallinn og fjármagna loforðapakka Samfylkingarinnar þá er verið að framkalla miklar blekkingar ef fjármunirnir eiga að koma frá sparnaði almennings með eignaupptöku. Eignarupptaka á sparnaði! Í heilbrigðu hagkerfi með stöðuleika er eðlilegt að sparnaður haldi verðgildi sínu og eðlilega ætti eingöngu að leggja fjármagnstekjuskattinn á raunávöxtunina. Það hefur ekki verið raunin á Íslandi undanfarin ár og áratugi. Með 22,5% fjármagnstekjuskatti af verðtryggingu með litla eða enga raunávöxtun er í raun verið að taka fjármuni almennings eignarnámi, það næst ekki að halda í raunvirði fjármunanna. Það er ótrúlegt að þessi eignaupptaka á sparaði heimilanna hafi fengið að viðgangast. Með öðrum orðum er verið að refsa fólki fyrir það að sýna ráðdeild og spara. Þennan sparnað verður að skilgreina sem slíkan og hann á að meðhöndla öðruvísi en fjármuni sem koma úr öðru. Það þarf að skilgreina hina réttu fjármagnseigendur öðruvísi og skattleggja þá með þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Margir af þessum fjármagnseigendum borga ekki útsvar fyrir þjónustu sveitarfélagsins. Ég ætla ekki í langa upptalningu á þessum fjármagnsauði. Hann kemur t.d. við sölu á veiðiheimildum úr sameiginlegri eign þjóðarinnar, óveiddum fiski í sjónum sem þjóðin á. Ég viðurkenni það fúslega að erfitt geti verið að eyrnamerkja þessa fjármuni en við verðum að reyna að skilgreina á milli. Á sparnaður að vera skattstofn? Ætlar Samfylkingin að hækka skatta á sparnað heimila og einstaklinga þar sem ekki hefur verið hægt að halda í raunvirði þeirra eftir fjármagnstekjuskatta með núverandi skattaprósentu?Á virkilega að fjármagna draumaland Samfylkingarinnar með eignaupptöku hjá almenningi?Þeir flokkar sem eru að fórna öllu eins og Viðreisn til að komast í ríkistjórn verða að svara því hvort svona skattlagning á sparnað almennings verði samþykkt fyrir ráðherrastóla? Sparnaðurinn mun leita annað. Hefur Samfylkingin ekki áttað sig á því hvaða afleiðingar þetta getur haft? Steinsteypa hefur verið öruggasta fjárfestingin í íslensku krónuhagkerfi þannig að ef meiri eignarupptaka verður framkvæmd á sparnaði heimilanna þá munu þessir fjármunir leita í fasteignarmarkaðinn og auka ásóknina í markað þar sem mikill skortur er á framboði, ástand sem báðir þessir flokkar hafa búið til á höfuðborgarsvæðinu. Það ættu allir að átta sig á því hvaða áhrif þetta mun hafa á fasteignaverð. Þessir fjármunir gætu líka leitað í eignir erlendis. Ég hef aldrei skilið það hvernig pólitíkin og margt af forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hafi alltaf talið það eðlilegt að skattpína sparnað launafólks eftir ævistritið eins og það sé illa fengið fé. Svo eru þessir einstaklingar að lesa yfir öðrum um vexti og verðtryggingu!Vandinn er sá að þessir einstaklingar skilja ekki að sparnaður almennings verður og á að fá að halda verðgildi sínu, annað er eignarupptaka. Finnum nýjar leiðir til að skattleggja fjármagnstekjur Hvernig á að skilgreina á milli eðlilegs sparnaðar og fjármagnstekna upp á hundruð milljóna eða milljarða og margir hafa eingöngu tekjur af er kannski best að gera með eftirfarandi hætti.Það þarf að skilgreina og ákveða eðlilega upphæð í sparnaðar sem einstaklingar hafa lagt til hliðar og það á að vera skattfrjálst upp að ákveðnu marki. Er óeðlilegt að það eigi að vera á milli þrjátíu til fimmtíu milljónir? Síðan kæmu þrjú skattþrep 50 til 100 milljónir fengu 31.5%, 100 til 300 milljónir fengju 38% og yfir 300 milljónir fengju 46,3% fjármagnstekjuskatt. Verði þessari auknu skattheimtu Samfylkingarinnar komið á með flötum skatti mun það verða eignarupptaka á fjármunum ( sparnaði ) almennings, ekki aukin skattheimta á breiðubökin sem ætti eðlilega að skattleggja meira. Höfundur er lífeyrisþegi og ráðgjafi um lífeyrismál hjá GR Ráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við skoðun á síðustu hagspá Arion banka rakst ég á glæru um innlán heimilanna í bankakerfinu. Þar eru innlán heimilanna sögð vera um 1.600 milljarðar króna. Með því að taka frá innlán vegna viðbótarlífeyrissparnaðar, orlofsreikninga og veltiinnlán þá reiknast mér til að um 1.200 milljarðar eru innlán heimilanna í bankakerfinu sem bera fjármagnstekjuskatt. Við að skoða þessar tölur kom upp í huga mér hin síendurtekna umræða um þessa vondu fjármagnseigendur og þá eigi að skattleggja eins og hægt er. Boðskapur Samfylkingarinnar er að þeir fjármunir sem eiga að fjármagna þá miklu samfélagsbyltingu sem þeir boða, eigi að stórum hluta að fjármagna með hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ekki þurfi að fara að skilgreina það betur hvað er eðlilegur sparnaður almennings sem búið er að greiða af tekjuskatt eða einstaklingar fengið í arf, auk annars sem hefur búið til þennan sparnað heimilanna. Ef heimilin eiga að vera vondi kallinn og fjármagna loforðapakka Samfylkingarinnar þá er verið að framkalla miklar blekkingar ef fjármunirnir eiga að koma frá sparnaði almennings með eignaupptöku. Eignarupptaka á sparnaði! Í heilbrigðu hagkerfi með stöðuleika er eðlilegt að sparnaður haldi verðgildi sínu og eðlilega ætti eingöngu að leggja fjármagnstekjuskattinn á raunávöxtunina. Það hefur ekki verið raunin á Íslandi undanfarin ár og áratugi. Með 22,5% fjármagnstekjuskatti af verðtryggingu með litla eða enga raunávöxtun er í raun verið að taka fjármuni almennings eignarnámi, það næst ekki að halda í raunvirði fjármunanna. Það er ótrúlegt að þessi eignaupptaka á sparaði heimilanna hafi fengið að viðgangast. Með öðrum orðum er verið að refsa fólki fyrir það að sýna ráðdeild og spara. Þennan sparnað verður að skilgreina sem slíkan og hann á að meðhöndla öðruvísi en fjármuni sem koma úr öðru. Það þarf að skilgreina hina réttu fjármagnseigendur öðruvísi og skattleggja þá með þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Margir af þessum fjármagnseigendum borga ekki útsvar fyrir þjónustu sveitarfélagsins. Ég ætla ekki í langa upptalningu á þessum fjármagnsauði. Hann kemur t.d. við sölu á veiðiheimildum úr sameiginlegri eign þjóðarinnar, óveiddum fiski í sjónum sem þjóðin á. Ég viðurkenni það fúslega að erfitt geti verið að eyrnamerkja þessa fjármuni en við verðum að reyna að skilgreina á milli. Á sparnaður að vera skattstofn? Ætlar Samfylkingin að hækka skatta á sparnað heimila og einstaklinga þar sem ekki hefur verið hægt að halda í raunvirði þeirra eftir fjármagnstekjuskatta með núverandi skattaprósentu?Á virkilega að fjármagna draumaland Samfylkingarinnar með eignaupptöku hjá almenningi?Þeir flokkar sem eru að fórna öllu eins og Viðreisn til að komast í ríkistjórn verða að svara því hvort svona skattlagning á sparnað almennings verði samþykkt fyrir ráðherrastóla? Sparnaðurinn mun leita annað. Hefur Samfylkingin ekki áttað sig á því hvaða afleiðingar þetta getur haft? Steinsteypa hefur verið öruggasta fjárfestingin í íslensku krónuhagkerfi þannig að ef meiri eignarupptaka verður framkvæmd á sparnaði heimilanna þá munu þessir fjármunir leita í fasteignarmarkaðinn og auka ásóknina í markað þar sem mikill skortur er á framboði, ástand sem báðir þessir flokkar hafa búið til á höfuðborgarsvæðinu. Það ættu allir að átta sig á því hvaða áhrif þetta mun hafa á fasteignaverð. Þessir fjármunir gætu líka leitað í eignir erlendis. Ég hef aldrei skilið það hvernig pólitíkin og margt af forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hafi alltaf talið það eðlilegt að skattpína sparnað launafólks eftir ævistritið eins og það sé illa fengið fé. Svo eru þessir einstaklingar að lesa yfir öðrum um vexti og verðtryggingu!Vandinn er sá að þessir einstaklingar skilja ekki að sparnaður almennings verður og á að fá að halda verðgildi sínu, annað er eignarupptaka. Finnum nýjar leiðir til að skattleggja fjármagnstekjur Hvernig á að skilgreina á milli eðlilegs sparnaðar og fjármagnstekna upp á hundruð milljóna eða milljarða og margir hafa eingöngu tekjur af er kannski best að gera með eftirfarandi hætti.Það þarf að skilgreina og ákveða eðlilega upphæð í sparnaðar sem einstaklingar hafa lagt til hliðar og það á að vera skattfrjálst upp að ákveðnu marki. Er óeðlilegt að það eigi að vera á milli þrjátíu til fimmtíu milljónir? Síðan kæmu þrjú skattþrep 50 til 100 milljónir fengu 31.5%, 100 til 300 milljónir fengju 38% og yfir 300 milljónir fengju 46,3% fjármagnstekjuskatt. Verði þessari auknu skattheimtu Samfylkingarinnar komið á með flötum skatti mun það verða eignarupptaka á fjármunum ( sparnaði ) almennings, ekki aukin skattheimta á breiðubökin sem ætti eðlilega að skattleggja meira. Höfundur er lífeyrisþegi og ráðgjafi um lífeyrismál hjá GR Ráðgjöf.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun